Hlutur Sjóvár í Ölgerðinni færður niður um 120 milljónir á fyrsta ársfjórðungi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. maí 2018 07:00 Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. Eignarhlutur Sjóvár í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni var færður niður um 120 milljónir króna á fyrsta fjórðungi ársins eftir að gert var nýtt verðmat á hlutnum en tryggingafélagið keypti 500 milljóna króna hlut í drykkjarframleiðandanum í fyrra. Niðurfærslan skýrir 3,7 prósenta neikvæða ávöxtun Sjóvár af óskráðum hlutabréfum á fyrstu þremur mánuðum ársins en til samanburðar var ávöxtun á eignasafni félagsins jákvæð um tvö prósent. Sjóvá tók þátt í kaupum fjárfesta á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni í apríl á síðasta ári. Framtakssjóðirnir Akur fjárfestingar, í stýringu Íslandssjóða, og Horn III, í stýringu Landsbréfa, fóru fyrir kaupendahópnum en kaupverðið nam um fimm milljörðum króna þegar ekki er tekið tillit til skulda og handbærs fjár Ölgerðarinnar. Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, og Andri Þór Guðmundsson, forstjóri félagsins, eiga saman 31 prósents hlut í félaginu í gegnum OA eignarhaldsfélag ehf. Enn sem fyrr var 5,7 milljarða króna eign Sjóvár í skuldabréfaflokknum LAND 05, útgefnum af Landsvirkjun, stærsta einstaka fjárfestingareign tryggingafélagsins í lok fyrsta ársfjórðungs. 2,7 milljarða króna hlutur tryggingafélagsins í Marel er næststærsta eign þess. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Eignarhlutur Sjóvár í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni var færður niður um 120 milljónir króna á fyrsta fjórðungi ársins eftir að gert var nýtt verðmat á hlutnum en tryggingafélagið keypti 500 milljóna króna hlut í drykkjarframleiðandanum í fyrra. Niðurfærslan skýrir 3,7 prósenta neikvæða ávöxtun Sjóvár af óskráðum hlutabréfum á fyrstu þremur mánuðum ársins en til samanburðar var ávöxtun á eignasafni félagsins jákvæð um tvö prósent. Sjóvá tók þátt í kaupum fjárfesta á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni í apríl á síðasta ári. Framtakssjóðirnir Akur fjárfestingar, í stýringu Íslandssjóða, og Horn III, í stýringu Landsbréfa, fóru fyrir kaupendahópnum en kaupverðið nam um fimm milljörðum króna þegar ekki er tekið tillit til skulda og handbærs fjár Ölgerðarinnar. Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, og Andri Þór Guðmundsson, forstjóri félagsins, eiga saman 31 prósents hlut í félaginu í gegnum OA eignarhaldsfélag ehf. Enn sem fyrr var 5,7 milljarða króna eign Sjóvár í skuldabréfaflokknum LAND 05, útgefnum af Landsvirkjun, stærsta einstaka fjárfestingareign tryggingafélagsins í lok fyrsta ársfjórðungs. 2,7 milljarða króna hlutur tryggingafélagsins í Marel er næststærsta eign þess.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira