
Þar var hann fenginn til þess að dæma leik gestgjafanna Síle og Ítalíu í Santiago í riðlakeppninni. Sá leikur hefur seinna fengið viðurnefnið orustan um Santiago og er af mörgum talinn einn ofbeldisfullasti fótboltaleikur allra tíma.
„Góða kvöldið. Leikurinn sem þið eruð í þann mund að sjá er sá heimskulegasti og ógeðslegasti í fótboltasögunni. Þetta er í fyrsta skipti sem þessar þjóðir mættust og vonandi það síðasta,“ svo heilsaði lýsandinn David Coleman útsendingu breska ríkissjónvarpsins af leiknum tveimur dögum eftir að hann fór fram.

Strax frá fyrsta flauti var hrækt, potað, sparkað og kýlt. Aðeins 12 sekúndur voru liðnar af leiknum áður en Aston dæmdi fyrstu aukaspyrnuna. Ítalir misstu Giorgio Ferrini af velli á 12. mínútu, hann streittist svo á móti að lögreglan þurfti að draga hann út af vellinum.
Leonel Sanchez kýldi Mario David án refsingar en þegar David sparkaði í hausinn á Sacnhez nokkrum mínútum seinna var hann sendur í sturtu. Sanchez hélt áfram og nefbraut Humberto Maschio með vinstri handar neglu en enn hékk hann á vellinum. Þrisvar til viðbótar þurfit að kalla til lögregluyfirvöld.
Þrátt fyrir að leikurinn væri frekar hópslagsmál heldur en fótboltaleikur þá fóru tvö mörk í netið, þau voru Chilemanna sem héldu áfram og unnu bronsverðlaun á heimavelli á meðan Ítalir sátu eftir.
Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.