Oddvitaáskorunin: Stöðvuð af FBI og Homeland Security Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2018 15:00 Dagný Aldda Steinsdóttir. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Dagný Alda Steinsdóttir leiðir lista VG í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningunum. Dagný Alda er Keflvíkingur fædd 1962. Lauk Tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík 1983 og BA gráðu í innanhússarkitektúr frá University í Oregon 1988 og MA gráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Dagný er auk þess með kennsluréttindi í Jóga frá Santhi School of Yoga á Indlandi. Undanfarin 20 ár hefur Dagný komið að ýmiskonar markaðs- og kynningarmálum og verið í forsvari fyrir átaksverkefnum og nýsköpun í samvinnu við fyrirtæki sem og opinbera aðila. Stofnaði fyrirtækið Alda Design í Tuscon Arizona 1996. Fyrirtækið var í hönnun og framleiðslu flísa fyrir bandarískan markað, starfsemin var nýsköpun í framleiðslu vestan hafs. Dæmi um verkefni sem eftir hana liggja er alþjóðaflugvöllurinn í Phoenix AZ, flugvöllurinn í Tucson, Columbíu háskólinn í NY auk fjölda annarra veitingastaða, listasafna og íbúðarhúsa víðsvegar um Bandaríkin, auk verkefna á Íslandi, sem m.a. má sjá í sundlauginni á Hofsós. Dagný hefur komið að ýmsum verkefnum tengt ferðaþjónustu, rekið gistiþjónustu, starfað við móttöku ferðamanna, skipulagningu ferða hér heima og erlendis, auk þess að reka um þessar mundir veitingastað í Dunhaga á Tálknafirði yfir sumartímann. Dagný er mikill áhugamanneskja um umhverfismál og hefur látið að sér kveða í þeim málaflokki og þá sérstaklega tengt stóriðjuuppbyggingu í Helguvík. Dagný á tvo syni, Aron Stein, og Magnús Egil og er í sambúð með Guðmundi Má Ástþórssyni, byggingarverktaka.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Tálknafjörður í logni og á björtum degi.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Svarvaðardal þar sem ég þekki engann og hef aldrei komið og ímynda mér að þar sé himnaríki á jörð.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kúbbasteik í lerkisveppa sósu eins og Steinvör vinkona mín á Seyðisfirði eldaði hana forðum.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Þorskinn sem Einar bróðir færði mér í soðið á veitingarhúsinu mínu á Tálknafirði. Borinn fram með ást, umhyggju og fjörukáli.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? I know now guilt!Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Það er af nóg að taka en ég kann ekki að skammast mín.Draumaferðalagið? Hef farið í mörg draumaferðalög og þar ber Íran hæðst en næst á óskalistanum er að fara til Cairns í Ástralíu sem er hliðið að kóralrifinu mikla við vesturstönd Ástralíu. Þangað höfum við sonur minn Magnús ákveðið að ferðast saman.Trúir þú á líf eftir dauðann? Trúi á öll lífin fyrir og eftir dauðann.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Ég er bara alls ekki hrekkjótt.Hundar eða kettir? Ber mikla virðingu fyrir sjálfstæði katta en kysi mér heldur hund að félaga.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Skil ekki alveg þetta „guilty” dæmi er. Alltaf frekar sátt við það sem ég tek mér fyrir hendur.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Meryl Streep því hún næði fullum tökum á suðurríkjaframburði mínum á enskri tungu.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég hef aldrei hoft á „Game of Thrones” en á það örugglega eftir.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, hvorki meira né minna en af FBI og Homeland Security á flugvellinum í Chicago.Uppáhalds tónlistarmaður? Það er bara........Bubbi.Uppáhalds bókin? „The Queen of the desert” eftir Gertrude Bell.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Það er bara alltaf það sama, Chardoney með skörpu eftirbragði.Uppáhalds þynnkumatur? Kaffi í rúmið frá mínum heittelskaða og bíómynd sem ég hef séð í hundraðasta skipti t.a.m. „Out of Africa” með Meryl Steep.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Hin heilaga Varkala strönd í Kerala á suður Indlandi.Hefur þú pissað í sundlaug? Ég á ekki orð. Auðvitað ekki.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Whitney Houston „I wanna dance with somebody”.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? JÁ! Blautir draumar miðaldra kalla að redda hlutunum með skyndilausnum og stóriðju vitleysu. Á að banna flugelda? Nei, en höfða til skynsemi fólks. Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Hemmi Gunn, vegna óbilandi bjartsýni í hinum sögufræga landsleik við Dani, forðum.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Dagný Alda Steinsdóttir leiðir lista VG í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningunum. Dagný Alda er Keflvíkingur fædd 1962. Lauk Tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík 1983 og BA gráðu í innanhússarkitektúr frá University í Oregon 1988 og MA gráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Dagný er auk þess með kennsluréttindi í Jóga frá Santhi School of Yoga á Indlandi. Undanfarin 20 ár hefur Dagný komið að ýmiskonar markaðs- og kynningarmálum og verið í forsvari fyrir átaksverkefnum og nýsköpun í samvinnu við fyrirtæki sem og opinbera aðila. Stofnaði fyrirtækið Alda Design í Tuscon Arizona 1996. Fyrirtækið var í hönnun og framleiðslu flísa fyrir bandarískan markað, starfsemin var nýsköpun í framleiðslu vestan hafs. Dæmi um verkefni sem eftir hana liggja er alþjóðaflugvöllurinn í Phoenix AZ, flugvöllurinn í Tucson, Columbíu háskólinn í NY auk fjölda annarra veitingastaða, listasafna og íbúðarhúsa víðsvegar um Bandaríkin, auk verkefna á Íslandi, sem m.a. má sjá í sundlauginni á Hofsós. Dagný hefur komið að ýmsum verkefnum tengt ferðaþjónustu, rekið gistiþjónustu, starfað við móttöku ferðamanna, skipulagningu ferða hér heima og erlendis, auk þess að reka um þessar mundir veitingastað í Dunhaga á Tálknafirði yfir sumartímann. Dagný er mikill áhugamanneskja um umhverfismál og hefur látið að sér kveða í þeim málaflokki og þá sérstaklega tengt stóriðjuuppbyggingu í Helguvík. Dagný á tvo syni, Aron Stein, og Magnús Egil og er í sambúð með Guðmundi Má Ástþórssyni, byggingarverktaka.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Tálknafjörður í logni og á björtum degi.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Svarvaðardal þar sem ég þekki engann og hef aldrei komið og ímynda mér að þar sé himnaríki á jörð.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kúbbasteik í lerkisveppa sósu eins og Steinvör vinkona mín á Seyðisfirði eldaði hana forðum.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Þorskinn sem Einar bróðir færði mér í soðið á veitingarhúsinu mínu á Tálknafirði. Borinn fram með ást, umhyggju og fjörukáli.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? I know now guilt!Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Það er af nóg að taka en ég kann ekki að skammast mín.Draumaferðalagið? Hef farið í mörg draumaferðalög og þar ber Íran hæðst en næst á óskalistanum er að fara til Cairns í Ástralíu sem er hliðið að kóralrifinu mikla við vesturstönd Ástralíu. Þangað höfum við sonur minn Magnús ákveðið að ferðast saman.Trúir þú á líf eftir dauðann? Trúi á öll lífin fyrir og eftir dauðann.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Ég er bara alls ekki hrekkjótt.Hundar eða kettir? Ber mikla virðingu fyrir sjálfstæði katta en kysi mér heldur hund að félaga.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Skil ekki alveg þetta „guilty” dæmi er. Alltaf frekar sátt við það sem ég tek mér fyrir hendur.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Meryl Streep því hún næði fullum tökum á suðurríkjaframburði mínum á enskri tungu.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég hef aldrei hoft á „Game of Thrones” en á það örugglega eftir.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, hvorki meira né minna en af FBI og Homeland Security á flugvellinum í Chicago.Uppáhalds tónlistarmaður? Það er bara........Bubbi.Uppáhalds bókin? „The Queen of the desert” eftir Gertrude Bell.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Það er bara alltaf það sama, Chardoney með skörpu eftirbragði.Uppáhalds þynnkumatur? Kaffi í rúmið frá mínum heittelskaða og bíómynd sem ég hef séð í hundraðasta skipti t.a.m. „Out of Africa” með Meryl Steep.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Hin heilaga Varkala strönd í Kerala á suður Indlandi.Hefur þú pissað í sundlaug? Ég á ekki orð. Auðvitað ekki.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Whitney Houston „I wanna dance with somebody”.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? JÁ! Blautir draumar miðaldra kalla að redda hlutunum með skyndilausnum og stóriðju vitleysu. Á að banna flugelda? Nei, en höfða til skynsemi fólks. Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Hemmi Gunn, vegna óbilandi bjartsýni í hinum sögufræga landsleik við Dani, forðum.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira