Vilja nýta bætta fjárhagsstöðu Norðurþings til góðra verkefna Höskuldur Kári Schram skrifar 12. maí 2018 18:45 Rúmlega þrjú þúsund manns búa í Norðurþingi og það stefnir í spennandi kosningar. Fimm listar berjast um hylli kjósenda í komandi kosningum. Vísir Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. Rúmlega þrjú þúsund manns búa í Norðurþingi og það stefnir í spennandi kosningar. Fimm listar berjast um hylli kjósenda í komandi kosningum. Mikil uppbygging hefur verið á svæðinu á undanförnum árum í kringum stóriðjuna á Bakka og þá hefur ferðaþjónustan einnig farið ört vaxandi. Mikillar bjartsýni gætir meðal oddvita sem vilja nú horfa til annarra verkefna. „Í upphafi síðasta kjörtímabils vorum við í erfiðri stöðu rekstrarlega með skuldastafla á bakinu og óvissu í lofti. Nú er staðan önnur. Mikil fjárfesting búin að eiga sér stað og atvinnulífið tekið kipp bæði í framleiðslu, iðnaði og ferðaþjónustu. Fyrir vikið er sveitarfélagið í allt annarri stöðu núna og við erum frekar bjartsýn á það að núna getum við farið að horfa á skemmtilegri verkefni heldur en grafa skurði og byggja hafnir,“ segir Óli Halldórsson oddviti VG. Guðbjartur Ellert Jónsson oddviti E-listans segir mikilvægt að nýta þetta svigrúm til góðra verkefna. „Eins og menn þekkja þá hefur verið þungur róður í þessu sveitarfélagi kannski umfram önnur. En nú horfir til betri vegar og við munum einbeita okkur að því að nýta þetta afl sem er komið í atvinnumálunum og halda því áfram og nýta afleiðuna fyrir samfélagið, fyrirtækin, heimilin og fólkið sem hér býr,“ segir Guðbjartur. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna leggur áherslu á að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. „Það er mjög mikilvægt að við höldum áfram að auka fjölbreytni í atvinnulífinu á svæðinu. Við erum búnir að ná annarri stoð inn í atvinnulífið með uppbyggingu á Bakka. Ferðaþjónustan er í góðum vexti og við þurfum að tryggja að sjávarútvegur blómstri hér áfram og landbúnaður er líka mikilvægur,“ segir Kristján. Silja Jóhannesdóttir oddviti Samfylkingarinnar vill líka horfa til fjölskyldu- og velferðarmála. „Það er alltaf verið að leita leiða til að lækka álögur á fjölskyldur og við erum að skoða þau mál. Geðheilbrigðismál hafa líka verið til umræðu og hvernig styðjum við ungt fólk sem þarf á hjálp að halda. Atvinnuuppbygging, hvert höldum við eftir að Bakki er kominn, það er líka rosalega stórt mál,“ segir Silja. Framsóknarmenn vilja byggja upp skíðasvæðið á Húsavík. „Þarna er skíðasvæði sem er algjör paradís og þar hafa frumkvöðlar og áhugafólk verið að byggja upp. Og nú er kominn vegur og rafmagn þannig að það er kominn tími til að skella sér í uppbyggingu,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason oddviti framsóknarmanna Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu „Fátækasti forseti heims“ látinn Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. Rúmlega þrjú þúsund manns búa í Norðurþingi og það stefnir í spennandi kosningar. Fimm listar berjast um hylli kjósenda í komandi kosningum. Mikil uppbygging hefur verið á svæðinu á undanförnum árum í kringum stóriðjuna á Bakka og þá hefur ferðaþjónustan einnig farið ört vaxandi. Mikillar bjartsýni gætir meðal oddvita sem vilja nú horfa til annarra verkefna. „Í upphafi síðasta kjörtímabils vorum við í erfiðri stöðu rekstrarlega með skuldastafla á bakinu og óvissu í lofti. Nú er staðan önnur. Mikil fjárfesting búin að eiga sér stað og atvinnulífið tekið kipp bæði í framleiðslu, iðnaði og ferðaþjónustu. Fyrir vikið er sveitarfélagið í allt annarri stöðu núna og við erum frekar bjartsýn á það að núna getum við farið að horfa á skemmtilegri verkefni heldur en grafa skurði og byggja hafnir,“ segir Óli Halldórsson oddviti VG. Guðbjartur Ellert Jónsson oddviti E-listans segir mikilvægt að nýta þetta svigrúm til góðra verkefna. „Eins og menn þekkja þá hefur verið þungur róður í þessu sveitarfélagi kannski umfram önnur. En nú horfir til betri vegar og við munum einbeita okkur að því að nýta þetta afl sem er komið í atvinnumálunum og halda því áfram og nýta afleiðuna fyrir samfélagið, fyrirtækin, heimilin og fólkið sem hér býr,“ segir Guðbjartur. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna leggur áherslu á að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. „Það er mjög mikilvægt að við höldum áfram að auka fjölbreytni í atvinnulífinu á svæðinu. Við erum búnir að ná annarri stoð inn í atvinnulífið með uppbyggingu á Bakka. Ferðaþjónustan er í góðum vexti og við þurfum að tryggja að sjávarútvegur blómstri hér áfram og landbúnaður er líka mikilvægur,“ segir Kristján. Silja Jóhannesdóttir oddviti Samfylkingarinnar vill líka horfa til fjölskyldu- og velferðarmála. „Það er alltaf verið að leita leiða til að lækka álögur á fjölskyldur og við erum að skoða þau mál. Geðheilbrigðismál hafa líka verið til umræðu og hvernig styðjum við ungt fólk sem þarf á hjálp að halda. Atvinnuuppbygging, hvert höldum við eftir að Bakki er kominn, það er líka rosalega stórt mál,“ segir Silja. Framsóknarmenn vilja byggja upp skíðasvæðið á Húsavík. „Þarna er skíðasvæði sem er algjör paradís og þar hafa frumkvöðlar og áhugafólk verið að byggja upp. Og nú er kominn vegur og rafmagn þannig að það er kominn tími til að skella sér í uppbyggingu,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason oddviti framsóknarmanna
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu „Fátækasti forseti heims“ látinn Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira