Snúningspunkturinn í Sviss Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2018 09:30 Íslendingar fögnuðu ógurlega eftir að Jóhann Berg Guðmundsson jafnaði metin í 4-4 í uppbótartíma gegn Sviss í undankeppni HM 2014. Vísir/Valli Ein stærsta varðan á leið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á toppinn er 4-4 jafnteflið við Sviss í undankeppni HM 2014. Útlitið var ansi dökkt þegar leikmenn íslenska landsliðsins gengu til búningsherbergja á Stade de Suisse í Bern 6. september 2013. Ísland var 3-1 undir á móti sterku liði Sviss í E-riðli undankeppni HM 2014. Í hálfleik gerði þjálfarateymið breytingu, setti Eið Smára Guðjohnsen inn á og færði Gylfa Þór Sigurðsson niður á miðjuna. Þarna fannst loksins rétta blandan í íslenska liðinu. Sviss skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og komst í 4-1 en Ísland kom til baka með eftirminnilegum hætti. Jóhann Berg Guðmundsson stal sviðsljósinu með þremur glæsilegum mörkum. Það síðasta kom í uppbótartíma þegar hann jafnaði í 4-4. Íslendingar fögnuðu eins og þeir hefðu unnið leikinn og skiljanlega. Sigur V-Þýskalands á Ungverjalandi í úrslitaleik HM 1954 er oft kallaður „Kraftaverkið í Bern“. Jafnteflið 2013 var okkar kraftaverk í Bern. Frammistaðan í seinni hálfleik var, og er enn, ein sú besta sem íslenska landsliðið hefur sýnt á jafn sterkum útivelli. Og hún var fyrirboði um það sem koma skyldi. Þessi úrslit, eða öllu heldur frammistaðan í seinni hálfleik, gaf íslenska liðinu trú og sjálfstraust og það hefur í raun ekki litið til baka síðan þá. Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum vináttulandsleikjunum undir stjórn Lars Lagerbäck vann Ísland Noreg, 2-0, í fyrsta leiknum í undankeppni HM 2014. Íslenska liðið tapaði svo fyrir því kýpverska, 1-0, í öðrum leiknum í undankeppninni. Í næsta landsleikjaglugga vann Ísland sigur á Albaníu, 1-2, en tapaði fyrir Sviss á Laugardalsvellinum, 0-2. Tvö stórglæsileg mörk Gylfa Þórs Sigurðssonar tryggðu Íslendingum sigur á Slóvenum, 1-2, í mars 2013. Slóvenska liðið svaraði hins vegar fyrir sig með 2-4 sigri á Laugardalsvellinum í júní. Staðan var 2-2 í hálfleik en eftir að Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í upphafi seinni hálfleiks hrundi leikur Íslands.Sviss-Ísland undankeppni HM 2014 Landsleikur knattspyrna fótbolti Ísland - SvissFyrir seinni leikinn gegn Sviss voru Íslendingar í 2.-3. sæti riðilsins með níu stig, fimm stigum á eftir Svisslendingum sem voru á toppnum. Baráttan um 2. sætið var hörð en hún stóð á milli Íslands, Slóveníu, Albaníu og Noregs. Íslenska liðið fékk draumabyrjun þegar Jóhann Berg kom því yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik. En svo fór að halla undan fæti og eftir hálftíma var staðan orðin 3-1, Sviss í vil. Íslenska vörnin míglak og það stefndi í stórtap. Helgi Valur Daníelsson fór af velli í hálfleik og í hans stað kom Eiður Smári. Gylfi var svo færður á miðjuna við hlið Arons Einars Gunnarssonar. Fram að þessum leik hafði verið nokkur hausverkur að finna Gylfa pláss í leikkerfinu 4-4-2. Hann var notaður úti á kanti og í framlínunni en í seinni hálfleiknum í Bern sást að hann gat leyst stöðu miðjumanns með miklum glans. Seinni hálfleikurinn byrjaði illa fyrir Ísland því Blerim Dzemaili kom Sviss í 4-1 með marki úr vítaspyrnu á 54. mínútu. Tveimur mínútum síðar minnkaði Kolbeinn Sigþórsson muninn með laglegu marki og íslenska liðið öðlaðist aftur trú á sjálfu sér. Jóhann Berg skoraði sitt annað mark og þriðja mark Íslands á 68. mínútu og Íslendingar héldu áfram að pressa. Jöfnunarmarkið kom svo þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Jóhann Berg fékk þá boltann á hægri kantinum, lagði hann fyrir sig og sneri honum svo í fjærhornið. Magnað mark og mögnuð þrenna hjá Jóhanni Berg. „Það var auðvitað frábær tilfinning að skora þrjú mörk í svona mikilvægum leik,“ sagði hetjan í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. „Það er vissulega magnað að koma svona til baka og ná í þetta mikilvæga stig. Maður vonar bara núna að ég hangi inni í byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Albönum.“ Jóhann Berg hékk inni í byrjunarliðinu gegn Albaníu og hefur ekki farið úr því síðan. Hann, ásamt 22 leikmönnum Íslands, er á leið á HM í Rússlandi. Íslendingar eru búnir að festa sig í sessi sem alvöru lið og eitt stærsta skrefið í þroskaferli þess var tekið í Bern fyrir fimm árum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Ein stærsta varðan á leið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á toppinn er 4-4 jafnteflið við Sviss í undankeppni HM 2014. Útlitið var ansi dökkt þegar leikmenn íslenska landsliðsins gengu til búningsherbergja á Stade de Suisse í Bern 6. september 2013. Ísland var 3-1 undir á móti sterku liði Sviss í E-riðli undankeppni HM 2014. Í hálfleik gerði þjálfarateymið breytingu, setti Eið Smára Guðjohnsen inn á og færði Gylfa Þór Sigurðsson niður á miðjuna. Þarna fannst loksins rétta blandan í íslenska liðinu. Sviss skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og komst í 4-1 en Ísland kom til baka með eftirminnilegum hætti. Jóhann Berg Guðmundsson stal sviðsljósinu með þremur glæsilegum mörkum. Það síðasta kom í uppbótartíma þegar hann jafnaði í 4-4. Íslendingar fögnuðu eins og þeir hefðu unnið leikinn og skiljanlega. Sigur V-Þýskalands á Ungverjalandi í úrslitaleik HM 1954 er oft kallaður „Kraftaverkið í Bern“. Jafnteflið 2013 var okkar kraftaverk í Bern. Frammistaðan í seinni hálfleik var, og er enn, ein sú besta sem íslenska landsliðið hefur sýnt á jafn sterkum útivelli. Og hún var fyrirboði um það sem koma skyldi. Þessi úrslit, eða öllu heldur frammistaðan í seinni hálfleik, gaf íslenska liðinu trú og sjálfstraust og það hefur í raun ekki litið til baka síðan þá. Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum vináttulandsleikjunum undir stjórn Lars Lagerbäck vann Ísland Noreg, 2-0, í fyrsta leiknum í undankeppni HM 2014. Íslenska liðið tapaði svo fyrir því kýpverska, 1-0, í öðrum leiknum í undankeppninni. Í næsta landsleikjaglugga vann Ísland sigur á Albaníu, 1-2, en tapaði fyrir Sviss á Laugardalsvellinum, 0-2. Tvö stórglæsileg mörk Gylfa Þórs Sigurðssonar tryggðu Íslendingum sigur á Slóvenum, 1-2, í mars 2013. Slóvenska liðið svaraði hins vegar fyrir sig með 2-4 sigri á Laugardalsvellinum í júní. Staðan var 2-2 í hálfleik en eftir að Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í upphafi seinni hálfleiks hrundi leikur Íslands.Sviss-Ísland undankeppni HM 2014 Landsleikur knattspyrna fótbolti Ísland - SvissFyrir seinni leikinn gegn Sviss voru Íslendingar í 2.-3. sæti riðilsins með níu stig, fimm stigum á eftir Svisslendingum sem voru á toppnum. Baráttan um 2. sætið var hörð en hún stóð á milli Íslands, Slóveníu, Albaníu og Noregs. Íslenska liðið fékk draumabyrjun þegar Jóhann Berg kom því yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik. En svo fór að halla undan fæti og eftir hálftíma var staðan orðin 3-1, Sviss í vil. Íslenska vörnin míglak og það stefndi í stórtap. Helgi Valur Daníelsson fór af velli í hálfleik og í hans stað kom Eiður Smári. Gylfi var svo færður á miðjuna við hlið Arons Einars Gunnarssonar. Fram að þessum leik hafði verið nokkur hausverkur að finna Gylfa pláss í leikkerfinu 4-4-2. Hann var notaður úti á kanti og í framlínunni en í seinni hálfleiknum í Bern sást að hann gat leyst stöðu miðjumanns með miklum glans. Seinni hálfleikurinn byrjaði illa fyrir Ísland því Blerim Dzemaili kom Sviss í 4-1 með marki úr vítaspyrnu á 54. mínútu. Tveimur mínútum síðar minnkaði Kolbeinn Sigþórsson muninn með laglegu marki og íslenska liðið öðlaðist aftur trú á sjálfu sér. Jóhann Berg skoraði sitt annað mark og þriðja mark Íslands á 68. mínútu og Íslendingar héldu áfram að pressa. Jöfnunarmarkið kom svo þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Jóhann Berg fékk þá boltann á hægri kantinum, lagði hann fyrir sig og sneri honum svo í fjærhornið. Magnað mark og mögnuð þrenna hjá Jóhanni Berg. „Það var auðvitað frábær tilfinning að skora þrjú mörk í svona mikilvægum leik,“ sagði hetjan í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. „Það er vissulega magnað að koma svona til baka og ná í þetta mikilvæga stig. Maður vonar bara núna að ég hangi inni í byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Albönum.“ Jóhann Berg hékk inni í byrjunarliðinu gegn Albaníu og hefur ekki farið úr því síðan. Hann, ásamt 22 leikmönnum Íslands, er á leið á HM í Rússlandi. Íslendingar eru búnir að festa sig í sessi sem alvöru lið og eitt stærsta skrefið í þroskaferli þess var tekið í Bern fyrir fimm árum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira