Keyrir sumarið í gang með drungalegu poppi Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. maí 2018 13:00 Andlit Íslands í Bandaríkjunum sendir frá sér drungalegt popplag sem fjallar meðal annars er verið að velta fyrir sér möguleikanum um að það sé ekkert sjálfsagt að morgundagurinn renni upp. Vísir/Eyþór Ég myndi segja að þetta væri „dark pop“ – þetta er að mínu mati popp þó að þetta sé svolítið rólegt lag. En eins og viðlagið og melódían og svona er poppað,“ segir Sturla Atlas, en hann sendi í gær frá sér glænýtt lag sem nefnist No tomorrow. Eins og hann nefnir réttilega er það poppað en á sama tíma svolítið myrkt – þarna er verið að velta fyrir sér möguleikanum um að það sé ekkert sjálfsagt að morgundagurinn renni upp og er það undirstrikað í myndbandinu þar sem Logi Pedro deyr í bílslysi. Sturla fullvissar blaðamann þó um að hann sé á lífi í alvörunni.Það er nokkuð um liðið síðan það heyrðist nýtt Sturlu-lag – ertu bara búinn að vera í stúdíóinu að vinna síðan þið sendur seinast frá ykkur tónlist? „Já meðal annars – ég er samt líklega búinn að vera í hinu og þessu í vetur; leika og í öðrum verkefnum. Það er líka bara fínt að leyfa hlutunum að anda stundum og koma svo bara tvíefldur til baka.“ Aðspurður hvort þetta tákni að núna sé að fara að koma flóðbylgja af Sturlu Atlas tónlist segir Sturla að hann vilji ekki gefa alltof mikið upp en að það megi alveg eiga von á einhverju í sumar. Talandi um stúdíóið – 101nderland virðist samkvæmt samfélagsmiðlum standa í miklum breytingum og má sjá Sturlu, Jóhann Kristófer, Loga og félaga rykþakta í vinnugöllunum umkringda steinull.Hvað er að gerast? „Við erum að bæta það aðeins. Nú erum við komnir með aðeins stærra rými og erum að aðskilja skrifstofuna frá stúdíórýminu. Það eru svo margir listamenn þarna: ég, Jóhann, Logi og Unnsteinn, Birnir og Flóni, Auður?… við erum allir þarna. Þannig að það var orðin svona smá félagsmiðstöðvarstemming stundum. Við erum að reyna að sporna gegn því og leyfa stúdíóinu að vera stúdíó. Svo er annað rými sem er skrifstofurými þar sem er kannski ekki jafn mikill umgangur. Það getur verið tvíeggja sverð að vera með stúdíó sem er félagsmiðstöð líka.“ Sturla, Jóhann og Logi hafa verið svolítið í Bandaríkjunum upp á síðkastið og eru þar ákveðið andlit Íslands. „Við erum búnir að vera í smá lúxusverkefni fyrir Íslandsstofu. Við förum til Bandaríkjanna og erum að spila á landkynningarviðburðum. Það er bara mjög næs og ógeðslega skemmtilegt. Það er kostur að við mætum alltaf svolítið mikið með fjörið, það er alltaf gaman hjá okkur þegar við erum að spila.“Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Ég myndi segja að þetta væri „dark pop“ – þetta er að mínu mati popp þó að þetta sé svolítið rólegt lag. En eins og viðlagið og melódían og svona er poppað,“ segir Sturla Atlas, en hann sendi í gær frá sér glænýtt lag sem nefnist No tomorrow. Eins og hann nefnir réttilega er það poppað en á sama tíma svolítið myrkt – þarna er verið að velta fyrir sér möguleikanum um að það sé ekkert sjálfsagt að morgundagurinn renni upp og er það undirstrikað í myndbandinu þar sem Logi Pedro deyr í bílslysi. Sturla fullvissar blaðamann þó um að hann sé á lífi í alvörunni.Það er nokkuð um liðið síðan það heyrðist nýtt Sturlu-lag – ertu bara búinn að vera í stúdíóinu að vinna síðan þið sendur seinast frá ykkur tónlist? „Já meðal annars – ég er samt líklega búinn að vera í hinu og þessu í vetur; leika og í öðrum verkefnum. Það er líka bara fínt að leyfa hlutunum að anda stundum og koma svo bara tvíefldur til baka.“ Aðspurður hvort þetta tákni að núna sé að fara að koma flóðbylgja af Sturlu Atlas tónlist segir Sturla að hann vilji ekki gefa alltof mikið upp en að það megi alveg eiga von á einhverju í sumar. Talandi um stúdíóið – 101nderland virðist samkvæmt samfélagsmiðlum standa í miklum breytingum og má sjá Sturlu, Jóhann Kristófer, Loga og félaga rykþakta í vinnugöllunum umkringda steinull.Hvað er að gerast? „Við erum að bæta það aðeins. Nú erum við komnir með aðeins stærra rými og erum að aðskilja skrifstofuna frá stúdíórýminu. Það eru svo margir listamenn þarna: ég, Jóhann, Logi og Unnsteinn, Birnir og Flóni, Auður?… við erum allir þarna. Þannig að það var orðin svona smá félagsmiðstöðvarstemming stundum. Við erum að reyna að sporna gegn því og leyfa stúdíóinu að vera stúdíó. Svo er annað rými sem er skrifstofurými þar sem er kannski ekki jafn mikill umgangur. Það getur verið tvíeggja sverð að vera með stúdíó sem er félagsmiðstöð líka.“ Sturla, Jóhann og Logi hafa verið svolítið í Bandaríkjunum upp á síðkastið og eru þar ákveðið andlit Íslands. „Við erum búnir að vera í smá lúxusverkefni fyrir Íslandsstofu. Við förum til Bandaríkjanna og erum að spila á landkynningarviðburðum. Það er bara mjög næs og ógeðslega skemmtilegt. Það er kostur að við mætum alltaf svolítið mikið með fjörið, það er alltaf gaman hjá okkur þegar við erum að spila.“Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira