Heimir sendi þeim leikmönnum sem ekki voru valdir sjálfur skilaboð í morgun og tilkynnti þeim það. Hann sagðist hafa fengið gæsahúð við að lesa sum svörin sem hann fékk til baka og tók þá upp símann og las tvenn skilaboð í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport.
„Takk fyrir skilaboðin. Gangi ykkur sem allra best, ég er hrikalega stoltur yfir því að vera hluti af þessum hópi. Mun peppa strákana alla leið, mundu að ég er alltaf klár,“ las Heimir en hann vildi ekki gefa það upp frá hverjum skilaboðin væru.
„Auðvitað svekkjandi. Ég var alls ekki undir þetta búinn, ég óska ykkur alls hins besta og mun vera stuðningsmaður númer eitt. Er að sjálfsögðu alltaf klár er kallið kemur. Er líka glaður fyrir hönd vina minna sem fengu ekki að upplifa EM og eru mögulega í hópnum að þessu sinni.“
Þeir leikmenn sem eru til taks eru eftirfarandi:
Ögmundur Kristinsson, Excelsior
Ingvar Jónsson, Sandefjord
Jón Guðni Fjóluson, Norrköping
Hjörtur Hermannsson, Bröndby
Theodór Elmar Bjarnason, Elazgispor
Arnór Smárason, Hammarby
Rúnar Már Sigurjónsson, St. Gallen
Elías Már Ómarsson, Gautaborg
Viðar Örn Kjartansson, Maccabi Tel Aviv
Andri Rúnar Bjarnason, Helsinborg
Kjartan Henry Finnbogason, Horsens
Kolbeinn Sigþórsson, Nantes