Whiteside var 17 ára og 41 degi betur er hann spilaði sinn fyrsta leik á HM á Spáni. Hann var þá enginn varamaður sem var tekinn með til þess að slá met. Whiteside fór beint í byrjunarliðið í fyrsta leik en hann hafði aðeins spilað tvö alvöru leiki í meistarflokki fyrir HM.
Fyrsti leikurinn var gegn Júgóslövum og hinn ungi Whiteside fékk gult spjald í síðari hálfleik fyrir harða tæklingu. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.
Whiteside var aftur í liði Norður-Íranna fimm dögum síðar er það gerði jafntefli, 1-1, við Hondúras. Þau úrslit voru vonbrigði fyrir Írana enda þýddu þessu úrslit að liðið þurfti að vinna heimamenn frá Spáni í lokaleiknum til þess að komast áfram.
Norður-Írarnir komu heiminum á óvart með því að vinna leikinn 1-0 með marki frá Gerry Armstrong.
Í milliriðli gerðu Norður-Írar 2-2 jafntefli við Austurríki og svo steinlágu þeir, 4-1, gegn Platini og félögum í franska landsliðinu. Draumurinn um undanúrslit á HM dó þar hjá Whiteside og félögum.
Hann skrifaði undir atvinnumannasamning við Man. Utd þegar hann varð 17 ára og varð fljótlega lykilmaður hjá United. Að sjálfsögðu varð hann yngsti markaskorari í sögu félagsins. Á næstu sjö árum spilaði hann 278 leiki fyrir félagið og skoraði 68 mörk.
Maðurinn sem uppgötvaði Whiteside og fékk hann til Man. Utd var sá sami og fann George Best á sínum tíma. Var sífellt verið að bera landana saman.
Meiðsli fóru snemma að gera Whiteside lífið leitt og meiðslin urðu til þess að hann spilaði sífellt minna og var seldur frá Man. Utd aðeins 24 ára gamall.

Ferillinn var stuttur hjá Everton því eftir aðeins tvö ár þurfti hann að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Þá var hann aðeins 26 ára gamall. Hann fékk góðgerðarleik þar sem Man. Utd og Everton spiluðu en aðeins rúmlega 7.000 áhorfendur mættu á leikinn. Sorglegur endir á flottum ferli þar sem tveir bikarmeistaratitlar stóðu upp úr.
Whiteside starfar í dag sem fótaðgerðarfræðingur. Hann er orðinn 53 ára gamall.