Engar tilviljanir hjá Real Madrid: Sjáið bara þessar tvær liðsmyndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2018 10:30 Liðsmenn Real Madrid fagna sigri á móti Liverpool. Vísir/Getty Real Madrid vann Meistaradeildina þriðja árið í röð eftir 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik í Kiev um síðustu helgi en liðsmynd Real fyrir leikinn hefur vakið nokkra athygli. Zinedine Zidane ákvað að stilla upp nákvæmlega sama byrjunarliði í úrslitaleiknum og hafði unnið 4-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum ári fyrr en sá leikur fór fram í Cardiff í Wales. Þeir Keylor Navas, Dani Carvajal, Raphaël Varane, Sergio Ramos, Marcelo, Casemiro, Toni Kroos, Luka Modric, Isco, Karim Benzema, Cristiano Ronaldo voru allir í byrjunarliðinu og stilltu sér upp á liðsmynd fyrir leikinn. Sænska blaðamanninum Niklas Hermansson datt í hug að bera þessa liðsmynd saman við þá sem var tekin í Cardiff fyrir ári síðan. Þar komst hann að stórmerkilegum hlut og það er hægt að halda því fram að það séu engar tilviljanir hjá Real Madrid.Den här är rätt sjuk. Bilder från final i Cardiff ifjol och från finalen i Kiev igår. Exakt samma startelva. Exakt samma positioner på fotot. Nära på exakt samma positioner av händerna på fotot också.. pic.twitter.com/PA2nyuGRKE — Niklas Hermansson (@Nikche) May 27, 2018 Þegar þessar tvær liðsmyndir, teknar með eins árs millibili, eru bornar saman þá kemur í ljós að þessi ellefu leikmenn stilla sér upp á sama stað á báðum myndum. Hendur þeirra og staða er líka nákvæmlega eins með einni undantekningu þó. Fyrirliðinn Sergio Ramos, sem nokkrum mínútum síðar átti eftir að stuðla að meiðslum Liverpool mannsins Mo Salah, er sá eini sem er ekki með hendurnar á nákvæmlega sama stað. Hinir tíu eru aftur á móti eins og ljósrit af sjálfum sér fyrir ári síðan. Hvort að Real Madrid menn æfi að stilla sér upp á liðsmynd er ekki vitað en kannski er bara um hreina hjátrú að ræða. Maður leiksins var þó ekki á þessari mynd. Gareth Bale byrjaði úrslitaleikinn 2016 en hann hefur verið á varamannabekknum undanfarin tvö ár. Að þessu sinni kom hann inná og tryggði Real Madrid sigurinn með tveimur mörkum en fyrra markið skoraði hann með magnaðri hjólhestaspyrnu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Real Madrid vann Meistaradeildina þriðja árið í röð eftir 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik í Kiev um síðustu helgi en liðsmynd Real fyrir leikinn hefur vakið nokkra athygli. Zinedine Zidane ákvað að stilla upp nákvæmlega sama byrjunarliði í úrslitaleiknum og hafði unnið 4-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum ári fyrr en sá leikur fór fram í Cardiff í Wales. Þeir Keylor Navas, Dani Carvajal, Raphaël Varane, Sergio Ramos, Marcelo, Casemiro, Toni Kroos, Luka Modric, Isco, Karim Benzema, Cristiano Ronaldo voru allir í byrjunarliðinu og stilltu sér upp á liðsmynd fyrir leikinn. Sænska blaðamanninum Niklas Hermansson datt í hug að bera þessa liðsmynd saman við þá sem var tekin í Cardiff fyrir ári síðan. Þar komst hann að stórmerkilegum hlut og það er hægt að halda því fram að það séu engar tilviljanir hjá Real Madrid.Den här är rätt sjuk. Bilder från final i Cardiff ifjol och från finalen i Kiev igår. Exakt samma startelva. Exakt samma positioner på fotot. Nära på exakt samma positioner av händerna på fotot också.. pic.twitter.com/PA2nyuGRKE — Niklas Hermansson (@Nikche) May 27, 2018 Þegar þessar tvær liðsmyndir, teknar með eins árs millibili, eru bornar saman þá kemur í ljós að þessi ellefu leikmenn stilla sér upp á sama stað á báðum myndum. Hendur þeirra og staða er líka nákvæmlega eins með einni undantekningu þó. Fyrirliðinn Sergio Ramos, sem nokkrum mínútum síðar átti eftir að stuðla að meiðslum Liverpool mannsins Mo Salah, er sá eini sem er ekki með hendurnar á nákvæmlega sama stað. Hinir tíu eru aftur á móti eins og ljósrit af sjálfum sér fyrir ári síðan. Hvort að Real Madrid menn æfi að stilla sér upp á liðsmynd er ekki vitað en kannski er bara um hreina hjátrú að ræða. Maður leiksins var þó ekki á þessari mynd. Gareth Bale byrjaði úrslitaleikinn 2016 en hann hefur verið á varamannabekknum undanfarin tvö ár. Að þessu sinni kom hann inná og tryggði Real Madrid sigurinn með tveimur mörkum en fyrra markið skoraði hann með magnaðri hjólhestaspyrnu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira