Hetjudáðir og hugrekki Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. maí 2018 06:00 Mamoudou Gassama hefur verið kallaður Le Spiderman eftir ótrúlegt björgunarafrek sitt. Vísir/AFP Mamoudou Gassama heillaði heimsbyggðina með hetjudáð í París um helgina sem náðist á myndband. Fyrir hlaut hann orðu og ríkisborgararétt. Hér verður farið yfir nokkrar hversdagshetjur úr sögunni.Bjargvættur barna í Póllandi Irena Sendler var hjúkrunarfræðingur í Póllandi þegar nasistarnir réðust þangað inn. Hún notaði sér stöðu sína sem hjúkka til að laumast inn í gettóin sem nasistar holuðu gyðingum landsins í með poka fulla af mat og lyfjum. Hún og samverkamenn hennar laumuðu svo út úr gettóunum börnum sem þau deyfðu og földu í kössum og pokum. Börnunum var síðan komið fyrir í munaðarleysingjahælum þar sem þau fengu ný nöfn en gömlu nöfnin faldi Irena í krukku sem hún gróf í garðinum sínum. Talið er að svona hafi hún og samverkamenn hennar náð að bjarga um 2500 börnum frá hræðilegum örlögum. Irena slapp þó ekki alveg sjálf – hún var fangelsuð af nasistum og pyntuð. Eftir stríðið reyndi hún að koma börnunum saman við fjölskyldur sínar, jafnvel þó að það væri nánast ómögulegt verk. Eldri sjálfboðaliðar taka á sig geislamengun Eftir slysið í Fukushima kjarnorkuverinu þurfti að þrífa upp gífurlegt magn kjarnorkumengunar og í þeim störfum voru oft ungt fólk sem var þar með í snertingu við gríðarlegt magn geislavirkni. Yasuteru Yamada, 72 ára fyrrum verkfræðingur fannst þetta ekki skemmtilegt áhorfs og safnaði saman 400 manna hópi eldri borgara til að taka að sér þrifin í sjálfboðavinnu. Hans röksemdarfærsla fyrir því var sú að verandi eldri borgara ættu þau mun færri ár eftir en unga fólkið og því ólíklegra að hún myndi valda í þeim krabbameini.Witold Pileck var líklega sá eini sem fór sjálfviljugur í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz.Sjálfviljugur í Auschwitz Witold Pilecki var í pólsku andspyrnuhreyfingunni í Seinni heimstyrjöldinni og tók á sig það erfiða verkefni að fara viljandi í útrýmingabúðirnar Auschwitz til þess að afla upplýsinga um rétt eðli þessara „fangabúða.“ Frá honum bárust ómetanleg gögn um eðli búðanna. Hann náði að flýja úr Auschwitz eftir tveggja ára veru í útrýmingarbúðunum. Síðar var hann tekinn af lífi af rússensku leynilögreglunni. Nasisti bjargar kínverjum John Rabe var þýskur kaupsýslumaður og nasisti sem var búsettur í kínversku borginni Nanjing árið 1937 þegar Japanski herinn réðist þangað inn. Í kjölfarið fylgdu skipulögð fjöldamorð- og nauðganir á um 200 – 300 þúsund kínverskum konum. John Rabe notaði stöðu sína sem meðlimur í nasistaflokknum til að opna upp griðarsvæði fyrir flóttamenn og er talið að hans vegna hafi 200 til 250 þúsund kínverskir flóttamenn bjargast.Anthony Omari hlaut myndarlegan skurð í andlitið eftir að hafa hrakið þrjá ræningja á brott.Bjargar munaðarleysingjum með hamri Anthony Omari komst í fréttirnar eftir að notandi vefsíðunnar Reddit sagði sögu hans þar. Anthony þessi rekur ásamt móður sinni munaðarleysingjahæli í Keníu þar sem 37 munaðarlaus börn dvelja. Þetta heimili hafði margoft lent í árásum stigamanna sem Omari hafði þó alltaf tekist að reka í burtu. Einn daginn ákváðu þessir glæpamenn að myrða Omari í hefndarskyni. Þrír menn réðust á hann vopnaðir sveðjum þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Hann náði að hrekja þá í burtu með hamri, jafnvel þó að einn ræningjanna hafi náð að höggva stærðar skurð í andlitið á honum. Ben Hardwick nokkur var að vinna á svæðinu og það var hann sem deildi sögu Omaris á Reddit og hóf í kjölfarið söfnun fyrir munaðarleysingjaheimilinu. Söfnunin skilaði einum 65 þúsund dollurum eða um 7 milljónum íslenskra króna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Frakkar hafa hyllt unga mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. 27. maí 2018 23:48 "Köngulóarmaðurinn“ fær ríkisborgararétt í verðlaun Malímaðurinn Mamoudou Gassama, sem hylltur hefur verið sem hetja í Frakklandi eftir frækilega björgun á fjögurra ára gamli barni, mun fá franskan ríkisborgararétt í verðlaun fyrir björgunina. 28. maí 2018 10:51 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Mamoudou Gassama heillaði heimsbyggðina með hetjudáð í París um helgina sem náðist á myndband. Fyrir hlaut hann orðu og ríkisborgararétt. Hér verður farið yfir nokkrar hversdagshetjur úr sögunni.Bjargvættur barna í Póllandi Irena Sendler var hjúkrunarfræðingur í Póllandi þegar nasistarnir réðust þangað inn. Hún notaði sér stöðu sína sem hjúkka til að laumast inn í gettóin sem nasistar holuðu gyðingum landsins í með poka fulla af mat og lyfjum. Hún og samverkamenn hennar laumuðu svo út úr gettóunum börnum sem þau deyfðu og földu í kössum og pokum. Börnunum var síðan komið fyrir í munaðarleysingjahælum þar sem þau fengu ný nöfn en gömlu nöfnin faldi Irena í krukku sem hún gróf í garðinum sínum. Talið er að svona hafi hún og samverkamenn hennar náð að bjarga um 2500 börnum frá hræðilegum örlögum. Irena slapp þó ekki alveg sjálf – hún var fangelsuð af nasistum og pyntuð. Eftir stríðið reyndi hún að koma börnunum saman við fjölskyldur sínar, jafnvel þó að það væri nánast ómögulegt verk. Eldri sjálfboðaliðar taka á sig geislamengun Eftir slysið í Fukushima kjarnorkuverinu þurfti að þrífa upp gífurlegt magn kjarnorkumengunar og í þeim störfum voru oft ungt fólk sem var þar með í snertingu við gríðarlegt magn geislavirkni. Yasuteru Yamada, 72 ára fyrrum verkfræðingur fannst þetta ekki skemmtilegt áhorfs og safnaði saman 400 manna hópi eldri borgara til að taka að sér þrifin í sjálfboðavinnu. Hans röksemdarfærsla fyrir því var sú að verandi eldri borgara ættu þau mun færri ár eftir en unga fólkið og því ólíklegra að hún myndi valda í þeim krabbameini.Witold Pileck var líklega sá eini sem fór sjálfviljugur í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz.Sjálfviljugur í Auschwitz Witold Pilecki var í pólsku andspyrnuhreyfingunni í Seinni heimstyrjöldinni og tók á sig það erfiða verkefni að fara viljandi í útrýmingabúðirnar Auschwitz til þess að afla upplýsinga um rétt eðli þessara „fangabúða.“ Frá honum bárust ómetanleg gögn um eðli búðanna. Hann náði að flýja úr Auschwitz eftir tveggja ára veru í útrýmingarbúðunum. Síðar var hann tekinn af lífi af rússensku leynilögreglunni. Nasisti bjargar kínverjum John Rabe var þýskur kaupsýslumaður og nasisti sem var búsettur í kínversku borginni Nanjing árið 1937 þegar Japanski herinn réðist þangað inn. Í kjölfarið fylgdu skipulögð fjöldamorð- og nauðganir á um 200 – 300 þúsund kínverskum konum. John Rabe notaði stöðu sína sem meðlimur í nasistaflokknum til að opna upp griðarsvæði fyrir flóttamenn og er talið að hans vegna hafi 200 til 250 þúsund kínverskir flóttamenn bjargast.Anthony Omari hlaut myndarlegan skurð í andlitið eftir að hafa hrakið þrjá ræningja á brott.Bjargar munaðarleysingjum með hamri Anthony Omari komst í fréttirnar eftir að notandi vefsíðunnar Reddit sagði sögu hans þar. Anthony þessi rekur ásamt móður sinni munaðarleysingjahæli í Keníu þar sem 37 munaðarlaus börn dvelja. Þetta heimili hafði margoft lent í árásum stigamanna sem Omari hafði þó alltaf tekist að reka í burtu. Einn daginn ákváðu þessir glæpamenn að myrða Omari í hefndarskyni. Þrír menn réðust á hann vopnaðir sveðjum þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Hann náði að hrekja þá í burtu með hamri, jafnvel þó að einn ræningjanna hafi náð að höggva stærðar skurð í andlitið á honum. Ben Hardwick nokkur var að vinna á svæðinu og það var hann sem deildi sögu Omaris á Reddit og hóf í kjölfarið söfnun fyrir munaðarleysingjaheimilinu. Söfnunin skilaði einum 65 þúsund dollurum eða um 7 milljónum íslenskra króna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Frakkar hafa hyllt unga mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. 27. maí 2018 23:48 "Köngulóarmaðurinn“ fær ríkisborgararétt í verðlaun Malímaðurinn Mamoudou Gassama, sem hylltur hefur verið sem hetja í Frakklandi eftir frækilega björgun á fjögurra ára gamli barni, mun fá franskan ríkisborgararétt í verðlaun fyrir björgunina. 28. maí 2018 10:51 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Frakkar hafa hyllt unga mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. 27. maí 2018 23:48
"Köngulóarmaðurinn“ fær ríkisborgararétt í verðlaun Malímaðurinn Mamoudou Gassama, sem hylltur hefur verið sem hetja í Frakklandi eftir frækilega björgun á fjögurra ára gamli barni, mun fá franskan ríkisborgararétt í verðlaun fyrir björgunina. 28. maí 2018 10:51