Forseti Íslands í viðtali á Ítalíu og rifjaði þar upp ítalskan fótboltasöng frá 1982 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2018 14:30 Forseti Íslands, Herra Guðni Th. Jóhannesson og Paolo Rossi með heimsmeistarabikarinn 1982. Samsett/Getty Forseti Íslands, Herra Guðni Th. Jóhannesson, var í viðtali hjá ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport í tilefni af HM í fótbolta í Rússlandi og þar sagði hann frá 36 ára gamalli upplifun sinni. Guðni Th. var nefnilega staddur á Ítalíu sumarið 1982 þegar Ítalir urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn eftir seinni heimsstyjöldina. Ítalir byrjuðu keppnina á Spáni illa en enduðu hana frábærlega með 3-1 sigri á Vestur Þýskalandi í úrslitaleiknum í Madríd. Mörk ítalska liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Paolo Rossi, Marco Tardelli og Alessandro Altobelli. Guðni rifjaði upp ítalskan fótboltasöng frá 1982 þar sem heimamenn sungu til markaskoraranna þriggja þessa ógleymanlegu sumardaga á Ítalíu. Þetta sumar var Guðni Th. fjórtán ára gamall. Það má sjá Guðna Th. segja frá þessu hér fyrir neðan en ítalski blaðamaðurinn birti þetta á Twitter.Rossi, Tardelli, Al-to-bel-li!! @PresidentISL has a message and a memory for us #FORZAISLANDA@Gazzetta_it@footballicelandpic.twitter.com/4652L5rjom — Filippo Conticello (@FilippoCont) May 28, 2018 Ítalir verða ekki með á HM í Rússlandi þar sem þeir sátu eftir í umspilinu eftir tap á móti Svíþjóð. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1958 þar sem ítalir eru ekki með í úrslitakeppni HM. Ítalir hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar, fyrst 1934 og 1938, svo 1982 og síðast á HM í Þýskalandi 2006. Nú er bara spurning hvort að orð Guðna auki við áhuga Ítala á íslenska landsliðinu og hvort að Ísland verði jafnvel uppáhaldsslið Ítala á heimsmeistaramótinu í sumar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira
Forseti Íslands, Herra Guðni Th. Jóhannesson, var í viðtali hjá ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport í tilefni af HM í fótbolta í Rússlandi og þar sagði hann frá 36 ára gamalli upplifun sinni. Guðni Th. var nefnilega staddur á Ítalíu sumarið 1982 þegar Ítalir urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn eftir seinni heimsstyjöldina. Ítalir byrjuðu keppnina á Spáni illa en enduðu hana frábærlega með 3-1 sigri á Vestur Þýskalandi í úrslitaleiknum í Madríd. Mörk ítalska liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Paolo Rossi, Marco Tardelli og Alessandro Altobelli. Guðni rifjaði upp ítalskan fótboltasöng frá 1982 þar sem heimamenn sungu til markaskoraranna þriggja þessa ógleymanlegu sumardaga á Ítalíu. Þetta sumar var Guðni Th. fjórtán ára gamall. Það má sjá Guðna Th. segja frá þessu hér fyrir neðan en ítalski blaðamaðurinn birti þetta á Twitter.Rossi, Tardelli, Al-to-bel-li!! @PresidentISL has a message and a memory for us #FORZAISLANDA@Gazzetta_it@footballicelandpic.twitter.com/4652L5rjom — Filippo Conticello (@FilippoCont) May 28, 2018 Ítalir verða ekki með á HM í Rússlandi þar sem þeir sátu eftir í umspilinu eftir tap á móti Svíþjóð. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1958 þar sem ítalir eru ekki með í úrslitakeppni HM. Ítalir hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar, fyrst 1934 og 1938, svo 1982 og síðast á HM í Þýskalandi 2006. Nú er bara spurning hvort að orð Guðna auki við áhuga Ítala á íslenska landsliðinu og hvort að Ísland verði jafnvel uppáhaldsslið Ítala á heimsmeistaramótinu í sumar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira