Justin Rose er með fjögurra högga forystu fyrir lokadag Fort Worth Invitational, en mótið er hluti af PGA mótaröðinni í golfi.
Rose náði forystu sinni með góðri byrjun á þriðja hringnum í gær þar sem hann fékk fugl á fyrstu þremur holunum. Hann fékk alls fimm fugla, 12 pör og einn skolla.
„Það leit ekki út fyrir að það væri neinn að gera mikið fyrir aftan mig, svo mér fannst það vera í mínum höndum að ná eins miklu forskoti og ég mögulega gæti,“ sagði Rose að þriðja hring loknum í gær.
Staðan fyrir lokadaginn:
-14 J Rose (Eng); -10 B Koepka (US), E Grillo (Arg); -8 C Connors (Can), J Rahm (Spa), L Oosthuizen (SA), JT Poston (US), R Armour (US)
Útsending frá lokadegi Fort Worth Invitational á PGA mótaröðinni hefst klukkan 17:00 á Golfstöðinni.
Justin Rose leiðir fyrir lokadaginn
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn



Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti




De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn
