Facebook vill nektarmyndir fyrirfram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Facebook vill stemma stigu við dreifingu nektarmynda. William Iven Valdir notendur Facebook í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og Ástralíu fá nú að taka þátt í tilraunaverkefni samfélagsmiðilsins þar sem þeim býðst að senda Facebook nektarmyndir af sjálfum sér áður en myndin er síðan er send öðrum. Ýmsar öryggisstofnanir í löndunum fjórum taka þátt í verkefninu með Facebook. Frá þessu greindi Antigone Davis, yfirmaður öryggismála hjá Facebook, en um er að ræða nýtt skref í baráttu Facebook gegn stafrænu kynferðisofbeldi og framhald á tilraun sem gerð var í Ástralíu í nóvember síðastliðnum. Notendur, sem óttast að nektarmynd af þeim verði deilt án samþykkis, geta nú haft samband við eina af þeim stofnunum sem vinna með Facebook að verkefninu og fyllt út eyðublað. Þá fær viðkomandi einnota hlekk til að hlaða upp nektarmyndinni. Sérþjálfaður starfsmaður Facebook fer svo yfir beiðnina og býr til sérstakan einkenniskóða (e. hash) fyrir hana. Samkvæmt Davis mun myndinni svo verða eytt úr tölvukerfi Facebook innan sjö daga. Kóðinn er hins vegar geymdur svo hægt sé að loka á að myndinni sé hlaðið inn á Facebook eða Instagram. „Það er niðurlægjandi og hrikalegt þegar nektarmyndum er deilt án samþykkis. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þolendum stafræns kynferðisofbeldis,“ sagði Davis í tilkynningunni. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Valdir notendur Facebook í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og Ástralíu fá nú að taka þátt í tilraunaverkefni samfélagsmiðilsins þar sem þeim býðst að senda Facebook nektarmyndir af sjálfum sér áður en myndin er síðan er send öðrum. Ýmsar öryggisstofnanir í löndunum fjórum taka þátt í verkefninu með Facebook. Frá þessu greindi Antigone Davis, yfirmaður öryggismála hjá Facebook, en um er að ræða nýtt skref í baráttu Facebook gegn stafrænu kynferðisofbeldi og framhald á tilraun sem gerð var í Ástralíu í nóvember síðastliðnum. Notendur, sem óttast að nektarmynd af þeim verði deilt án samþykkis, geta nú haft samband við eina af þeim stofnunum sem vinna með Facebook að verkefninu og fyllt út eyðublað. Þá fær viðkomandi einnota hlekk til að hlaða upp nektarmyndinni. Sérþjálfaður starfsmaður Facebook fer svo yfir beiðnina og býr til sérstakan einkenniskóða (e. hash) fyrir hana. Samkvæmt Davis mun myndinni svo verða eytt úr tölvukerfi Facebook innan sjö daga. Kóðinn er hins vegar geymdur svo hægt sé að loka á að myndinni sé hlaðið inn á Facebook eða Instagram. „Það er niðurlægjandi og hrikalegt þegar nektarmyndum er deilt án samþykkis. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þolendum stafræns kynferðisofbeldis,“ sagði Davis í tilkynningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent