Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2018 21:15 Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, við nýju flugvélina. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. Rætt var við Hörð og sýndar myndir af lendingu vélarinnar í fréttum Stöðvar 2. Þetta er tveggja hreyfla skrúfuþota af gerðinni Dornier 328 og mjög hraðfleyg, flýgur á um 620 kílómetra hraða. Flugvélin var keypt notuð í Þýskalandi og þaðan flugu þýskir flugmenn henni til Íslands en íslenskir flugliðar og flugvirkjar eru nú í þjálfun. Nýja vélin bætist við flota fjögurra minni véla af gerðinni Jetstream.Dornier-skrúfuþotan við komuna til Reykjavíkur í gærkvöldi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Eigendur Ernis, hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir, tóku á móti vélinni við komuna til Reykjavíkur, ásamt fjölda annarra, en 49 ár eru liðin frá því Hörður hóf flugrekstur, fyrst á Ísafirði. Fyrir litla bróður í innanlandsfluginu er þetta stökkbreyting; að fara úr 19 sæta vélum yfir í 32 sæta. „Nú er þetta að stækka. Nú heitir þetta orðið stórar flugvélar. Það þýðir fleiri í áhöfn og nú verðum við að ráða flugfreyjur í fyrsta skipti. Það er nýtt hjá okkur,“ segir Hörður en það þarf að gera fyrir allar vélar með 20 sæti eða fleiri.Eigendur Ernis, þau Hörður og Jónína, ganga um borð.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hörður býst við að vélin verði komin í áætlunarflug eftir tvær til fjórar vikur en fyrst þurfi að ljúka vandasamri vinnu við skráningu, sem fylgi því að taka nýja vél í notkun. Hún verði notuð á öllum leiðum félagsins, og nefnir Hörður sérstaklega Húsavík, Hornafjörð og Vestmannaeyjar, en jafnframt muni hún sinna leiguflugi. „Við munum grípa þau tækifæri fyrir þessa vél sem bara gefast og bjóðast hverju sinni," segir Hörður. Hér má sjá myndir frá komu vélarinnar: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. Rætt var við Hörð og sýndar myndir af lendingu vélarinnar í fréttum Stöðvar 2. Þetta er tveggja hreyfla skrúfuþota af gerðinni Dornier 328 og mjög hraðfleyg, flýgur á um 620 kílómetra hraða. Flugvélin var keypt notuð í Þýskalandi og þaðan flugu þýskir flugmenn henni til Íslands en íslenskir flugliðar og flugvirkjar eru nú í þjálfun. Nýja vélin bætist við flota fjögurra minni véla af gerðinni Jetstream.Dornier-skrúfuþotan við komuna til Reykjavíkur í gærkvöldi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Eigendur Ernis, hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir, tóku á móti vélinni við komuna til Reykjavíkur, ásamt fjölda annarra, en 49 ár eru liðin frá því Hörður hóf flugrekstur, fyrst á Ísafirði. Fyrir litla bróður í innanlandsfluginu er þetta stökkbreyting; að fara úr 19 sæta vélum yfir í 32 sæta. „Nú er þetta að stækka. Nú heitir þetta orðið stórar flugvélar. Það þýðir fleiri í áhöfn og nú verðum við að ráða flugfreyjur í fyrsta skipti. Það er nýtt hjá okkur,“ segir Hörður en það þarf að gera fyrir allar vélar með 20 sæti eða fleiri.Eigendur Ernis, þau Hörður og Jónína, ganga um borð.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hörður býst við að vélin verði komin í áætlunarflug eftir tvær til fjórar vikur en fyrst þurfi að ljúka vandasamri vinnu við skráningu, sem fylgi því að taka nýja vél í notkun. Hún verði notuð á öllum leiðum félagsins, og nefnir Hörður sérstaklega Húsavík, Hornafjörð og Vestmannaeyjar, en jafnframt muni hún sinna leiguflugi. „Við munum grípa þau tækifæri fyrir þessa vél sem bara gefast og bjóðast hverju sinni," segir Hörður. Hér má sjá myndir frá komu vélarinnar:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15
Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53