„Þetta er bara dásamlegt og gaman að vera kominn með nýja vél í flotann," sagði Hörður þegar hann tók á móti henni.
Þetta er stærsta flugvél sem Ernir hefur tekið í þjónusta sína en hún tekur 32 farþega. Til samanburðar má geta þessa að Jetstream-vélar Ernis eru með 19 farþegasæti. Dornier-vélin er jafnframt mun hraðfleygari, flýgur á um 620 kílómetra hraða á klukkustund meðan farflugshraði Jetstream-vélanna er um 420 kílómetrar.

„Við munum grípa þau tækifæri fyrir þessa vél sem bara gefast og bjóðast hverju sinni," segir Hörður.