Sigurður Ragnar rekinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2018 08:28 Sigurður Ragnar Eyjólfsson er án starfs. vísir/getty Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið rekinn sem þjálfari kínverska kvennalandsliðsins í fótbolta en hann sendi frá sér tilkynningu þess efnis á fjölmiðla. Auk Sigurðar var þjálfarateymi hans einnig látið fara en í því voru meðal annars Halldór Björnsson og Dean Martin en Dean sagði upp störfum hjá Knattspyrnusambandi Íslands til að gerast aðstoðarmaður hjá Sigurði. „Að mati yfirmanna knattspyrnusambandsins voru úrslit og frammistaða liðsins ekki í samræmi við væntingar þeirra og því var mér, þjálfarateyminu og öllum starfsmönnum liðsins sagt upp störfum,“ segir í yfirlýsingu Sigurðar. Hann segist að sjálfsögðu kosið að fá meiri þolinmæði en slíkt hafi ekki verið í boði. Hann er stoltur að hafa komið liðinu í lokakeppni HM 2019 og unnið brons í Asíubikarnum fyrr á þessu ári. Sigurður og stelpurnar hans unnu fimm af síðustu sex landsleikjum sínum en það var ekki nóg að mati kínverska knattspyrnusambandsins. Sigurður Ragnar var áður þjálfari íslenska kvennalandsliðsins um árabil en hann fór með það á EM 2009 í Finnlandi og EM 2011 í Svíþjóð þar sem að liðið komst alla leið í átta liða úrslit.Tilkynningin í heild sinni: „Í dag tilkynnti kínverska knattspyrnusambandið um ráðningu á nýjum A-landsliðsþjálfara kvenna. Að mati yfirmanna knattspyrnusambandsins voru úrslit og frammistaða liðsins ekki í samræmi við væntingar þeirra og þvi var mér, þjálfarateyminu og öllum starfsmönnum liðsins sagt upp störfum. Ég hefði að sjálfsögðu kosið að fá meiri þolinmæði til verksins en tæplega 6 mánuði enda tekur lengri tíma en það að mínu mati að byggja upp nýtt landslið en því miður fengum við ekki þolinmæði til þess. Við þjálfararnir erum mjög stoltir af að hafa komið Kína í lokakeppni Heimsmeistaramótsins 2019 og að hafa unnið til bronsverðlauna í lokakeppni Asíu (Asian Cup) 2018 í okkar síðasta leik sem landsliðsþjálfarar. Af síðustu 6 landsleikjum okkar unnum við 5. Við göngum því stoltir frá borði og hlökkum til að takast á við ný spennandi verkefni hvar sem þau verða og erum klárlega reynslunni ríkari og betri þjálfarar eftir dvölina og ævintýrið okkar stórkostlega í Kína.“ Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Fleiri fréttir Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið rekinn sem þjálfari kínverska kvennalandsliðsins í fótbolta en hann sendi frá sér tilkynningu þess efnis á fjölmiðla. Auk Sigurðar var þjálfarateymi hans einnig látið fara en í því voru meðal annars Halldór Björnsson og Dean Martin en Dean sagði upp störfum hjá Knattspyrnusambandi Íslands til að gerast aðstoðarmaður hjá Sigurði. „Að mati yfirmanna knattspyrnusambandsins voru úrslit og frammistaða liðsins ekki í samræmi við væntingar þeirra og því var mér, þjálfarateyminu og öllum starfsmönnum liðsins sagt upp störfum,“ segir í yfirlýsingu Sigurðar. Hann segist að sjálfsögðu kosið að fá meiri þolinmæði en slíkt hafi ekki verið í boði. Hann er stoltur að hafa komið liðinu í lokakeppni HM 2019 og unnið brons í Asíubikarnum fyrr á þessu ári. Sigurður og stelpurnar hans unnu fimm af síðustu sex landsleikjum sínum en það var ekki nóg að mati kínverska knattspyrnusambandsins. Sigurður Ragnar var áður þjálfari íslenska kvennalandsliðsins um árabil en hann fór með það á EM 2009 í Finnlandi og EM 2011 í Svíþjóð þar sem að liðið komst alla leið í átta liða úrslit.Tilkynningin í heild sinni: „Í dag tilkynnti kínverska knattspyrnusambandið um ráðningu á nýjum A-landsliðsþjálfara kvenna. Að mati yfirmanna knattspyrnusambandsins voru úrslit og frammistaða liðsins ekki í samræmi við væntingar þeirra og þvi var mér, þjálfarateyminu og öllum starfsmönnum liðsins sagt upp störfum. Ég hefði að sjálfsögðu kosið að fá meiri þolinmæði til verksins en tæplega 6 mánuði enda tekur lengri tíma en það að mínu mati að byggja upp nýtt landslið en því miður fengum við ekki þolinmæði til þess. Við þjálfararnir erum mjög stoltir af að hafa komið Kína í lokakeppni Heimsmeistaramótsins 2019 og að hafa unnið til bronsverðlauna í lokakeppni Asíu (Asian Cup) 2018 í okkar síðasta leik sem landsliðsþjálfarar. Af síðustu 6 landsleikjum okkar unnum við 5. Við göngum því stoltir frá borði og hlökkum til að takast á við ný spennandi verkefni hvar sem þau verða og erum klárlega reynslunni ríkari og betri þjálfarar eftir dvölina og ævintýrið okkar stórkostlega í Kína.“
Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Fleiri fréttir Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Sjá meira