ÍBV vann í gær sinn annan Íslandsmeistaratitil í handbolta í sögu félagsins. Því var að sjálfsögðu fagnað með hætti Eyjamanna, innsigling í Herjólfi undir glæsilegri flugeldasýningu.
Sýnt var frá heimkomu ÍBV í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræddi Svava Kristín Grétarsdóttir við Arnar Pétursson, þjálfara ÍBV.
„Þetta venst aldrei, að fá þessar móttökur og flugeldasýninguna,“ sagði Arnar.
Myndirnar frá gærkvöldinu má sjá í sjónvarpsglugganum í fréttinni.
