Oddvitaáskorunin: Vandræðalegar uppákkomur nánast daglegt brauð Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2018 12:00 Sóley Björk Stefánsdóttir. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sóley Björk Stefánsdóttir leiðir lista Vinstri grænna á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum. Ég hef brennandi áhuga á samfélagsmálum og hef tekið virkan þátt í starfsemi fjölbreyttra félagasamtaka. Ég hef á síðastliðnum árum meðal annars sinnt formennsku í félögunum Grasrót – skapandi samfélag, Kvikmyndaklúbbnum KvikYndi, Aflinu – samtökum gegn heimilis- og kynferðisofbeldi og Akureyrardeild KEA. Ég er fjölmiðlafræðingur að mennt og hef komið víða við um starfsæfina. Ég hef mikla reynslu af láglaunastörfum, störfum í tæknigeiranum, sem millistjórnandi og sjálfstæður atvinnurekandi. Ég hef nú setið eitt kjörtímabil sem bæjarfulltrúi í minnihluta en áaður hef ég sinnt fjölbreyttu nefndarstarfi og komið að flestum málaflokkum sem undir bæjarkerfið heyra. Ég legg mikla áherslu á umhverfisvænan lífstíl. Ég fer allra minna ferða á rafhjóli, flokka allt sorp, kolefnisjafna flugferðir, forðast alla sóun og notkun skaðlegra efna. Ég er mikil jafnaðarmanneskja og femínisti. Leiðarljós mitt er sú staðreynd að eftir því sem bilið er minna milli þeirra ríku og fátæku, líður báðum hópum betur, sem og öllum þar á milli. Ég hef einnig lagt mig fram um að hvetja konur til þátttöku á sem flestum sviðum samfélagsins og legg mikið upp úr því að styðja og hvetja kynsystur mínar sem og aðra hópa sem á stuðningi þurfa að halda.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Að öðrum ólöstuðum vil ég nefna Aflið - samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Starfsemin byggir á svo fallegri hugsjón og svo miklu hugrekki að sú fegurð yfirskyggir flest annað.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Raufarhöfn.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Ofnbakaður silungur kryddaður með sítrónupipar og dilli borinn fram með ofnbökuðum sætum kartöflum og sýrðum rjóma.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Lagað-til-í-ísskápnum grænmetis- og baunakássu.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Nasty Boy með Trabant. Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ég er ómannglögg með afbrigðum og það veldur því að vandræðalegar uppákomur eru nánast daglegt brauð hjá mér. Þetta venst svo vel að mér dettur ekkert sérstakt í hug.Draumaferðalagið? Hjólaferð frá norður-Noregi til suður-Spánar.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Það er of löng saga til að segja hér.Hundar eða kettir? Hundar, en kettir eru næst uppáhalds.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Spaceballs.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Mér finnst tæplega nokkur nema Sandra Bullock koma til greina, nema þá hugsanlega Benedikt Erlingsson.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég hef aldrei verið mikið fyrir ættfræði en ég væri pottþétt náskyld Daenerys Targaryen.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já á mínum yngri og villtari árum.Uppáhalds tónlistarmaður? Björk er sú stórkostlegasta.Uppáhalds bókin? Karítas án titils.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Gin og tónik.Uppáhalds þynnkumatur? Gin og tónik.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning og náttúra.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Obnoxiously Sexual með Gus Gus.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Tregða til breytingaÁ að banna flugelda? Já.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Sandra María Jessen af því að hún er svo mikill nagli.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sóley Björk Stefánsdóttir leiðir lista Vinstri grænna á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum. Ég hef brennandi áhuga á samfélagsmálum og hef tekið virkan þátt í starfsemi fjölbreyttra félagasamtaka. Ég hef á síðastliðnum árum meðal annars sinnt formennsku í félögunum Grasrót – skapandi samfélag, Kvikmyndaklúbbnum KvikYndi, Aflinu – samtökum gegn heimilis- og kynferðisofbeldi og Akureyrardeild KEA. Ég er fjölmiðlafræðingur að mennt og hef komið víða við um starfsæfina. Ég hef mikla reynslu af láglaunastörfum, störfum í tæknigeiranum, sem millistjórnandi og sjálfstæður atvinnurekandi. Ég hef nú setið eitt kjörtímabil sem bæjarfulltrúi í minnihluta en áaður hef ég sinnt fjölbreyttu nefndarstarfi og komið að flestum málaflokkum sem undir bæjarkerfið heyra. Ég legg mikla áherslu á umhverfisvænan lífstíl. Ég fer allra minna ferða á rafhjóli, flokka allt sorp, kolefnisjafna flugferðir, forðast alla sóun og notkun skaðlegra efna. Ég er mikil jafnaðarmanneskja og femínisti. Leiðarljós mitt er sú staðreynd að eftir því sem bilið er minna milli þeirra ríku og fátæku, líður báðum hópum betur, sem og öllum þar á milli. Ég hef einnig lagt mig fram um að hvetja konur til þátttöku á sem flestum sviðum samfélagsins og legg mikið upp úr því að styðja og hvetja kynsystur mínar sem og aðra hópa sem á stuðningi þurfa að halda.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Að öðrum ólöstuðum vil ég nefna Aflið - samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Starfsemin byggir á svo fallegri hugsjón og svo miklu hugrekki að sú fegurð yfirskyggir flest annað.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Raufarhöfn.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Ofnbakaður silungur kryddaður með sítrónupipar og dilli borinn fram með ofnbökuðum sætum kartöflum og sýrðum rjóma.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Lagað-til-í-ísskápnum grænmetis- og baunakássu.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Nasty Boy með Trabant. Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ég er ómannglögg með afbrigðum og það veldur því að vandræðalegar uppákomur eru nánast daglegt brauð hjá mér. Þetta venst svo vel að mér dettur ekkert sérstakt í hug.Draumaferðalagið? Hjólaferð frá norður-Noregi til suður-Spánar.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Það er of löng saga til að segja hér.Hundar eða kettir? Hundar, en kettir eru næst uppáhalds.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Spaceballs.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Mér finnst tæplega nokkur nema Sandra Bullock koma til greina, nema þá hugsanlega Benedikt Erlingsson.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég hef aldrei verið mikið fyrir ættfræði en ég væri pottþétt náskyld Daenerys Targaryen.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já á mínum yngri og villtari árum.Uppáhalds tónlistarmaður? Björk er sú stórkostlegasta.Uppáhalds bókin? Karítas án titils.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Gin og tónik.Uppáhalds þynnkumatur? Gin og tónik.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning og náttúra.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Obnoxiously Sexual með Gus Gus.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Tregða til breytingaÁ að banna flugelda? Já.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Sandra María Jessen af því að hún er svo mikill nagli.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira