Lars Lagerbäck er mættur til Íslands og hann hitti blaðamenn í Laugardalnum í dag þar sem norska knattspyrnusambandið hélt blaðamannafund.
Vel var mætt á fundinn hjá bæði íslenskum og norskum blaðamönnum en umfjöllunarefnið var vináttulandsleikur Íslands og Noregs á Laugardalsvellinum á morgun.
Lars Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu frá 2012 til 2016 en tók við norska landsliðinu í ársbyrjun 2017.
Lars Lagerbäck vann marga flotta sigra á Laugardalsvellinum sem þjálfari íslenska landsliðsins og það verður sérstakt fyrir hann sem og leikmenn og stuðningsmenn íslenska landsliðið að sjá hann reyna að vinna Ísland á laugardagskvöldið.
Allur blaðmannafundur Lars Lagerbäck er nú aðgengilegur á Vísi eða í spilaranum hér fyrir ofan. Fjölmiðlafulltrúi norska sambandsins tilkynnti fyrir hann að fundurinn færi hvorki fram á norsku eða íslensku heldur á ensku.
Sjáðu blaðamannafund Lars Lagerbäck í Laugardalnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti




Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti

„Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“
Íslenski boltinn

