Hannes Þór leikstýrði stórri HM-auglýsingu áður en hann hóf undirbúninginn fyrir HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2018 12:30 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Getty Markvörður íslenska fótboltalandsliðið er ekki aðeins frábær markvörður heldur einnig frábær leikstjóri. Hann fékk að sýna þá hæfileika sína í aðdraganda HM. „Það er að renna upp fyrir manni núna að þetta sé að skella á. Þetta er fyrsta fótboltaæfingin mín með landsliðinu og ég hlakka til að drífa þetta í gang,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, þegar hann hitti fjölmiðlamenn í Laugardalnum. Hannes var sáttur með hvernig tímabilið með Randers endaði. „Það gekk mjög vel hjá mér persónulega og ég var mjög ánægður með frammistöðuna. Liðið stórbatnaði líka, við náðum upp takti og enduðum tímabilið frábærlega og á virkilega jákvæðan hátt. Ég fer út úr þessu tímabili með mjög góðar tilfinningar,“ sagði Hannes.Hannes hefur engar áhyggjur af því að lenda í meiðslaveseni.Vísir/GettyÞað fannst ekki neitt Hann fór út af meiddur í hálfleik í lokaleiknum og margir höfðu áhyggjur eftir að hafa séð bæði Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson meiðast illa í vor. „Það lítur bara vel út. Mér leist ekkert á þetta í leiknum og fannst eins og ég hefði tognað í náranum. Ég talaði við þá í hálfleik og það voru allir sammála um það að það væri skynsamlegast að taka mig útaf. Síðan leit þetta betur daginn eftir en ég óttaðist og ennþá betur næsta dag. Ég var síðan skannaður og prófaður og það fannst ekki neitt. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta verði eitthvað vesen,“ sagði Hannes. Hannes hóf æfingar með landsliðinu í gær en var áður að klára tímabilið með Randers í dönsku deildinni sem og að leikstýra nýrri viðamikilli HM-auglýsingu hjá Coca Cola. Hann gerði einnig mjög flotta auglýsingu fyrir EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. „Ég tók að mér verkefni sem er virkilega skemmtilegt. Mig er búið að klæja í puttana síðustu ár að gera eitthvað svona. Ég var í þessu í tíu ár og svo var bara algjört stopp sett á það,“ sagði Hannes sem vakti athygli um árið þegar hann leikstýrði myndbandi við Eurovision lag Íslands.Hannes segir það hafa verið krefjandi verkefni fyrir Randers að halda sæti sínu í dönsku deildinni.Vísir/GettyBetra en að sitja á sófanum og hugsa um HM allan daginn „Núna þegar það kom upp tækifæri að taka að mér stórt og spennandi verkefni sem passaði við tímarammann þá hikaði ég ekki við að hoppa á það. Það er virkilega skemmtilegt en núna er það frá og einbeitingin er komin á landsliðið,“ sagði Hannes og bætir við að það hafi verið gott að dreifa huganum. „Það hefði verið miklu verra fyrir mig að sitja bara heima í sófanum og hugsa um HM allan daginn. Núna var ég í mjög krefjandi verkefni með liðinu mínu í að halda sæti okkar í deildinni þar sem var mikil pressa og mikið stress. Það tók allan hugann og svo tók þetta vinnuverkefni við síðustu daga. Þetta hjálpaði mér við að dreifa huganum og hentar mér ágætlega að hafa nóg að gera,“ sagði Hannes. „Núna er þetta frá og maður er fyrir vikið að fá landsliðs- og HM-fiðringinn og að fatta að þetta sé að fara að gerast,“ sagði Hannes.Hannes í leik með Randers.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Sjá meira
Markvörður íslenska fótboltalandsliðið er ekki aðeins frábær markvörður heldur einnig frábær leikstjóri. Hann fékk að sýna þá hæfileika sína í aðdraganda HM. „Það er að renna upp fyrir manni núna að þetta sé að skella á. Þetta er fyrsta fótboltaæfingin mín með landsliðinu og ég hlakka til að drífa þetta í gang,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, þegar hann hitti fjölmiðlamenn í Laugardalnum. Hannes var sáttur með hvernig tímabilið með Randers endaði. „Það gekk mjög vel hjá mér persónulega og ég var mjög ánægður með frammistöðuna. Liðið stórbatnaði líka, við náðum upp takti og enduðum tímabilið frábærlega og á virkilega jákvæðan hátt. Ég fer út úr þessu tímabili með mjög góðar tilfinningar,“ sagði Hannes.Hannes hefur engar áhyggjur af því að lenda í meiðslaveseni.Vísir/GettyÞað fannst ekki neitt Hann fór út af meiddur í hálfleik í lokaleiknum og margir höfðu áhyggjur eftir að hafa séð bæði Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson meiðast illa í vor. „Það lítur bara vel út. Mér leist ekkert á þetta í leiknum og fannst eins og ég hefði tognað í náranum. Ég talaði við þá í hálfleik og það voru allir sammála um það að það væri skynsamlegast að taka mig útaf. Síðan leit þetta betur daginn eftir en ég óttaðist og ennþá betur næsta dag. Ég var síðan skannaður og prófaður og það fannst ekki neitt. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta verði eitthvað vesen,“ sagði Hannes. Hannes hóf æfingar með landsliðinu í gær en var áður að klára tímabilið með Randers í dönsku deildinni sem og að leikstýra nýrri viðamikilli HM-auglýsingu hjá Coca Cola. Hann gerði einnig mjög flotta auglýsingu fyrir EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. „Ég tók að mér verkefni sem er virkilega skemmtilegt. Mig er búið að klæja í puttana síðustu ár að gera eitthvað svona. Ég var í þessu í tíu ár og svo var bara algjört stopp sett á það,“ sagði Hannes sem vakti athygli um árið þegar hann leikstýrði myndbandi við Eurovision lag Íslands.Hannes segir það hafa verið krefjandi verkefni fyrir Randers að halda sæti sínu í dönsku deildinni.Vísir/GettyBetra en að sitja á sófanum og hugsa um HM allan daginn „Núna þegar það kom upp tækifæri að taka að mér stórt og spennandi verkefni sem passaði við tímarammann þá hikaði ég ekki við að hoppa á það. Það er virkilega skemmtilegt en núna er það frá og einbeitingin er komin á landsliðið,“ sagði Hannes og bætir við að það hafi verið gott að dreifa huganum. „Það hefði verið miklu verra fyrir mig að sitja bara heima í sófanum og hugsa um HM allan daginn. Núna var ég í mjög krefjandi verkefni með liðinu mínu í að halda sæti okkar í deildinni þar sem var mikil pressa og mikið stress. Það tók allan hugann og svo tók þetta vinnuverkefni við síðustu daga. Þetta hjálpaði mér við að dreifa huganum og hentar mér ágætlega að hafa nóg að gera,“ sagði Hannes. „Núna er þetta frá og maður er fyrir vikið að fá landsliðs- og HM-fiðringinn og að fatta að þetta sé að fara að gerast,“ sagði Hannes.Hannes í leik með Randers.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Sjá meira