Arion banki hefur keypt um 1,4 prósenta hlut, jafnvirði um 210 milljóna króna, í Kviku fjárfestingarbanka fyrir hönd viðskiptavina. Eftir viðskiptin heldur Arion á um 4,9 prósenta hlut í fjárfestingarbankanum.
Ekki er vitað hvaða fjárfestar standa á bak við hlut Arion banka. Bankinn hefur stækkað eignarhlut sinn í Kviku um hátt í þrjú prósentustig frá því í byrjun síðasta mánaðar.
Þá hefur félag Einars Sveinssonar fjárfestis selt um 0,6 prósenta hlut í Kviku en umrætt félag, P 126, á nú 1,26 prósenta hlut. Einkahlutafélagið RFP, sem er í jafnri eigu Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, eigenda fasteignasölunnar RE/MAX Senter, hefur jafnframt keypt 0,5 prósenta hlut í bankanum og fer nú samtals með um 2 prósenta hlut.
Gengi hlutabréfa í Kviku stóð í 8,1 krónu á hlut við lokun markaða í gær en bréfin hafa hækkað um 4,5 prósent í verði undanfarnar þrjár vikur eftir lækkanir vikurnar á undan. Kvika banki var skráður á First North-markaðinn í mars síðastliðnum en algengt verð í viðskiptum með bréf í bankanum fyrir skráningu var í um 6,5 krónur á hlut.
Arion bætir við sig í Kviku

Tengdar fréttir

Skipta út Kviku banka og seinka skráningu
Kvika átti að leiða söluferli Heimavalla við skráningu á markað. Leigufélagið hefur sagt upp samningnum og ráðið Landsbankann í staðinn. Nú er stefnt að skráningu í Kauphöll í byrjun maí.

VÍS hefur selt fyrir um 200 milljónir í Kviku
VÍS hefur minnkað eignarhlut sinn í Kviku banka um rúmlega 1,4 pró sentur, jafnvirði um 215 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans, frá því að Kvika var skráð á hlutabréfamarkað 16. mars síðastliðinn.

Kvika banki skráður á markað á föstudag
Hlutabréf Kviku banka verða tekin til viðskipta á First North markaðinum í Kauphöllinni á föstudag. Markaðsvirði bankans við skráninguna er ríflega tólf milljarðar króna.