Gráar en góðlegar risaeðlur streyma út á göturnar Magnús Guðmundsson skrifar 31. maí 2018 09:00 Risaeðlurnar frá Close-Act Theater hafa heillað áhorfendur á götum borga vítt og breitt um heiminn, enda mikið sjónarspil. Marika Miniati Eftir tveggja ára bið er loks komið að því að Listahátíð í Reykjavík hefjist að nýju. Hátíðin hefst föstudaginn 1. júní en opnunarhátíðin fer fram á laugardaginn þegar götuleikhópurinn Close-Act Theater stormar út á göturnar og það eitt er víst að eftir því verður tekið. Á laugardaginn leggur götuleikhúsið af stað frá Iðnó klukkan tvö og fer um Lækjargötu, Austurstræti og Austurvöll. En á sunnudag kl. 11 ætlar Close-Act Theater að vera við Egilshöll í Grafarvogi í tilefni Grafarvogsdagsins.Götuleikhúsið heillar Close-Act Theater á að baki fjölda stórsýninga sem hópurinn hefur ferðast með um víða veröld en nýjasta sýning leikhópsins er mögulega ein þeirra stærsta og tilkomumesta til þessa. Hester Melief, listrænn stjórnandi sýningarinnar og stofnandi Close-Act Theater, segir að þó svo hún hafi lagt stund á grafíska hönnum á sínum tíma þá hafi götuleikhúsið bókstaflega verið henni í blóð borið. „Mamma er líka götulistamaður og þegar ég var barn þá fékk ég oft að fara með henni og fylgjast með. Þannig að þó svo ég hafi lært annað þá togaði götuleikhúsið alltaf í mig og það er ekki eins og ég hafi ekki vitað út í hvað ég var að fara þegar ég stofnaði Close-Act Theater fyrir 26 árum. Til að byrja með þá vorum þetta bara ég og Marja Wijnands, dansari og vinkona mín, en síðan hefur þetta svo sannarlega vaxið svo ekki sé meira sagt.“ Aðspurð um leiklistina segir Hester Melief að það hafi aldrei komið annað til greina en götuleikhús eftir að hún hafi ákveðið að feta þessa braut. „Ég elska götuleikhús. Það felur í sér svo miklu meira frelsi en hefðbundið innanhússleikhús því götuleikhúsinu halda engin bönd. Í hefðbundnu leikhúsi er allt skipulagðara og meira niður njörvað og það er í raun allt annar heimur sem er ekki hægt að bera saman við götuleikhúsið. Ekki síst vegna þess að aðkoma og viðbrögð áhorfenda eru allt önnur, sem ræðst af forsendunum. Í götuleikhúsi er það stundum þannig að áhorfendur eiga ekki von á þér þegar á götuna er komið en þeir sem fara í leikhús undirgangast með því ákveðinn sáttmála og vita nokkurn veginn við hverju er að búast. Að auki fær maður að ferðast og sjá heiminn með götuleikhúsi. Skoða ólíkar borgir og kynnast ólíkri menningu,“ segir Hester og brosir. Hún bætir við að þetta feli í sér að götuleikhúsið sé í eðli sínu mun gagnvirkara. „Viðbrögðin leika svo stóran þátt í götuleikhúsi og það er einmitt það sem heillar mig við formið.“Hester Melief hefur götuleikhúsið í blóðinu.Marika MiniatiRisaeðlur á ís Sýningin sem Close-Act Theater mætir með á Listahátíð í Reykjavík kallast Saurus. Sýningin felur það í sér að risaeðlur streyma um göturnar ásamt tón- og fjöllistamönnum svo úr verður mikið sjónarspil. Aðspurð um ástæðu þess að hópurinn hafi ákveðið að búa til sýningu þar sem risaeðlur eru í forgrunni segir Hester að það hafi lengi blundað í þeim að skapa eitthvað forsögulegt. „Það sem er svo það allra skemmtilegasta við þessa sýningu er hversu mikil en um leið fjölbreytt viðbrögð við fáum frá áhorfendum. Sérstaklega virðist þetta höfða til krakka því þetta kveikir hjá þeim fróðleiksþorsta um risaeðlurnar og náttúruna. Þau taka hann með sér heim og koma svo aftur á sýninguna og hafa þá mótað sér skoðanir. Stundum verða þau pínulítið hrædd vegna þess að risaeðlurnar okkar bera ekki sinn rétta lit heldur eru gráar og silfraðar sem gefur það til kynna að þær hafi tapað húðinni. En það sjá þó allir fljótt að það er ekkert að óttast enda eru þetta ljúfar og góðar grænmetisætur. Þannig að við erum afskaplega ánægð með að hafa skapað þessa sýningu enda höfum við fengið ákaflega jákvæð viðbrögð víða um heim.“ Hester Melief segir að útgáfan af sýningunni sem þau koma með til Íslands sé í raun sett upp sem skrúðganga.„Það er fjöldi fólks sem kemur að einni svona sýningu og það er dýrt að ferðast með þetta á milli landa þannig að við reynum að vera með misviðamiklar útfærslur í gangi. Ég er reyndar orðin mjög spennt fyrir því að koma til Íslands og hef verið að velta því fyrir mér hvort risaeðlurnar mínar þurfa þá að ganga á ís,“ segir Hester og hlær en bætir við: „Við gerðum það nefnilega einu sinni en það var í Noregi að vetrarlagi. Þá tókum við með okkur sérstakar stultur sem eru með broddum og það gekk bara alveg ljómandi vel. Risaeðlum á ís var vel tekið í Noregi.“Ólíkir menningarheimar Aðspurð hvort það sé mikill munur á viðtökum eftir því hvar leikhópurinn er staddur í heiminum segir Hester að það sé alveg óhætt að segja það. „Það er ótrúlega mikill munur. Þegar við förum og sýnum í Suður-Ameríku þá eru viðbrögðin gríðarleg. Fólkið verður alveg galið og lifir sig inn í þetta, dansar, hrópar og kallar. En í Asíulöndum á borð við Kína þá stendur fólk og klappar kurteislega og óneitanlega hvarflar að manni að því líki bara hreint ekki við sýninguna. En svo eftir sýninguna kemur fólk og þakkar þúsund sinnum fyrir og lýsir því hvað þetta hafi verið gaman. En það er alltaf gaman að fá viðbrögðin og líka skemmtilegt hversu ólík þau eru.“ En á hverju áttu þá von fyrir sýninguna á Íslandi á laugardaginn? „Ég á auðvitað í fyrsta lagi von á því að það verði sólskin og fallegt veður,“ svarar Hester og hlær. „En þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands þannig að það verður bara að koma í ljós hvernig Íslendingar taka okkur. Það eina sem ég veit er að við hlökkum gríðarlega mikið til því þetta verður alveg rosalega gaman.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Eftir tveggja ára bið er loks komið að því að Listahátíð í Reykjavík hefjist að nýju. Hátíðin hefst föstudaginn 1. júní en opnunarhátíðin fer fram á laugardaginn þegar götuleikhópurinn Close-Act Theater stormar út á göturnar og það eitt er víst að eftir því verður tekið. Á laugardaginn leggur götuleikhúsið af stað frá Iðnó klukkan tvö og fer um Lækjargötu, Austurstræti og Austurvöll. En á sunnudag kl. 11 ætlar Close-Act Theater að vera við Egilshöll í Grafarvogi í tilefni Grafarvogsdagsins.Götuleikhúsið heillar Close-Act Theater á að baki fjölda stórsýninga sem hópurinn hefur ferðast með um víða veröld en nýjasta sýning leikhópsins er mögulega ein þeirra stærsta og tilkomumesta til þessa. Hester Melief, listrænn stjórnandi sýningarinnar og stofnandi Close-Act Theater, segir að þó svo hún hafi lagt stund á grafíska hönnum á sínum tíma þá hafi götuleikhúsið bókstaflega verið henni í blóð borið. „Mamma er líka götulistamaður og þegar ég var barn þá fékk ég oft að fara með henni og fylgjast með. Þannig að þó svo ég hafi lært annað þá togaði götuleikhúsið alltaf í mig og það er ekki eins og ég hafi ekki vitað út í hvað ég var að fara þegar ég stofnaði Close-Act Theater fyrir 26 árum. Til að byrja með þá vorum þetta bara ég og Marja Wijnands, dansari og vinkona mín, en síðan hefur þetta svo sannarlega vaxið svo ekki sé meira sagt.“ Aðspurð um leiklistina segir Hester Melief að það hafi aldrei komið annað til greina en götuleikhús eftir að hún hafi ákveðið að feta þessa braut. „Ég elska götuleikhús. Það felur í sér svo miklu meira frelsi en hefðbundið innanhússleikhús því götuleikhúsinu halda engin bönd. Í hefðbundnu leikhúsi er allt skipulagðara og meira niður njörvað og það er í raun allt annar heimur sem er ekki hægt að bera saman við götuleikhúsið. Ekki síst vegna þess að aðkoma og viðbrögð áhorfenda eru allt önnur, sem ræðst af forsendunum. Í götuleikhúsi er það stundum þannig að áhorfendur eiga ekki von á þér þegar á götuna er komið en þeir sem fara í leikhús undirgangast með því ákveðinn sáttmála og vita nokkurn veginn við hverju er að búast. Að auki fær maður að ferðast og sjá heiminn með götuleikhúsi. Skoða ólíkar borgir og kynnast ólíkri menningu,“ segir Hester og brosir. Hún bætir við að þetta feli í sér að götuleikhúsið sé í eðli sínu mun gagnvirkara. „Viðbrögðin leika svo stóran þátt í götuleikhúsi og það er einmitt það sem heillar mig við formið.“Hester Melief hefur götuleikhúsið í blóðinu.Marika MiniatiRisaeðlur á ís Sýningin sem Close-Act Theater mætir með á Listahátíð í Reykjavík kallast Saurus. Sýningin felur það í sér að risaeðlur streyma um göturnar ásamt tón- og fjöllistamönnum svo úr verður mikið sjónarspil. Aðspurð um ástæðu þess að hópurinn hafi ákveðið að búa til sýningu þar sem risaeðlur eru í forgrunni segir Hester að það hafi lengi blundað í þeim að skapa eitthvað forsögulegt. „Það sem er svo það allra skemmtilegasta við þessa sýningu er hversu mikil en um leið fjölbreytt viðbrögð við fáum frá áhorfendum. Sérstaklega virðist þetta höfða til krakka því þetta kveikir hjá þeim fróðleiksþorsta um risaeðlurnar og náttúruna. Þau taka hann með sér heim og koma svo aftur á sýninguna og hafa þá mótað sér skoðanir. Stundum verða þau pínulítið hrædd vegna þess að risaeðlurnar okkar bera ekki sinn rétta lit heldur eru gráar og silfraðar sem gefur það til kynna að þær hafi tapað húðinni. En það sjá þó allir fljótt að það er ekkert að óttast enda eru þetta ljúfar og góðar grænmetisætur. Þannig að við erum afskaplega ánægð með að hafa skapað þessa sýningu enda höfum við fengið ákaflega jákvæð viðbrögð víða um heim.“ Hester Melief segir að útgáfan af sýningunni sem þau koma með til Íslands sé í raun sett upp sem skrúðganga.„Það er fjöldi fólks sem kemur að einni svona sýningu og það er dýrt að ferðast með þetta á milli landa þannig að við reynum að vera með misviðamiklar útfærslur í gangi. Ég er reyndar orðin mjög spennt fyrir því að koma til Íslands og hef verið að velta því fyrir mér hvort risaeðlurnar mínar þurfa þá að ganga á ís,“ segir Hester og hlær en bætir við: „Við gerðum það nefnilega einu sinni en það var í Noregi að vetrarlagi. Þá tókum við með okkur sérstakar stultur sem eru með broddum og það gekk bara alveg ljómandi vel. Risaeðlum á ís var vel tekið í Noregi.“Ólíkir menningarheimar Aðspurð hvort það sé mikill munur á viðtökum eftir því hvar leikhópurinn er staddur í heiminum segir Hester að það sé alveg óhætt að segja það. „Það er ótrúlega mikill munur. Þegar við förum og sýnum í Suður-Ameríku þá eru viðbrögðin gríðarleg. Fólkið verður alveg galið og lifir sig inn í þetta, dansar, hrópar og kallar. En í Asíulöndum á borð við Kína þá stendur fólk og klappar kurteislega og óneitanlega hvarflar að manni að því líki bara hreint ekki við sýninguna. En svo eftir sýninguna kemur fólk og þakkar þúsund sinnum fyrir og lýsir því hvað þetta hafi verið gaman. En það er alltaf gaman að fá viðbrögðin og líka skemmtilegt hversu ólík þau eru.“ En á hverju áttu þá von fyrir sýninguna á Íslandi á laugardaginn? „Ég á auðvitað í fyrsta lagi von á því að það verði sólskin og fallegt veður,“ svarar Hester og hlær. „En þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands þannig að það verður bara að koma í ljós hvernig Íslendingar taka okkur. Það eina sem ég veit er að við hlökkum gríðarlega mikið til því þetta verður alveg rosalega gaman.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira