Hagavagninn verður rifinn og endurreistur Stefán Þór Hjartarson skrifar 31. maí 2018 06:00 Vagninn þarf að fjúka! Nýr vagn verður reistur í staðinn og mun hann að sögn aðstandenda passa eins og flís við rass í götumynd Vesturbæjarins. Vísir/Anton Eins og greint var frá hér í Lífinu í mars eru hjónin Rakel Þórhallsdóttir og Jóhann Guðlaugsson búin að festa kaup á Hagavagninum, einu af táknum Vesturbæjarins, og eru á fullu að vinna við að opna þar hamborgarastað með dyggri aðstoð frá Ólafi Erni Ólafssyni veitingamanni og rapparanum Emmsjé Gauta. Þau hafa verið að gera vagninn upp en hins vegar er komin upp sú leiðinlega staða að vagninn er ekki hægt að laga og það þarf að reisa nýtt húsnæði á reitnum. Verður íbúum hverfisins gert viðvart um þetta í tilkynningu þar sem kemur meðal annars fram: „Með mikilli sorg í hjarta hefur sú ákvörðun verið tekin að rífa gamla Hagavagninn. Þegar við hófum breytingar á húsnæðinu kom sú staðreynd í ljós að hann er gjörónýtur og ekki er hægt að bjarga honum. Við erum bjartsýn á framtíðina og stefnum á að opna Hagavagninn í júlí. Við höldum í nafnið en kveðjum gamla kofann.“ Þegar blaðamaður nær í Gauta er hann á leiðinni út úr bænum á ferðalag sitt um landið, þar sem fyrsta stopp var á Hvolsvelli. „Það er rosa stutt í að við opnum vagninn og við komin langt í ferlinu, við erum svona í lokasmakkinu núna. Ég er búinn að biðja þau Rakel og Óla, sem eru með mér í þessu, að senda mér hamborgara út á land. Ég fæ reyndar ekki einn sveittan í bréfi – en ég fæ hráefnin sem ég get svo eldað sjálfur og leyft strákunum að smakka.“ Gauti segir það þó í raun og veru ekki vera neitt sérstaklega mikinn skell fyrir ferlið að þurfa að byggja nýjan vagn.Gauti fær senda hamborgara út á land þar sem hann er að túra um þessar mundir til að geta tekið síðustu lotuna af smakki fyrir opnun Hagavagnsins.Hlynur Helgi Hallgrímsson„Það var alltaf stefnt að því að taka vagninn alveg í gegn. Hann hefur auðvitað staðið mjög lengi og vitað var að það þyrfti að gera mikið fyrir hann. Það að byggja nýjan er í raun ekki mikið flóknara en það sem við gerðum ráð fyrir að þurfa að gera við gamla vagninn. En við reyndum allt sem við gátum til að halda gamla vagninum – þetta voru bara ekki aðstæður sem við gátum boðið upp á við matargerð. Ég veit að mörgum þykir vænt um þennan vagn og okkur líka – það var einmitt það sem heillaði til að byrja með: staðsetningin og lúkkið, þannig að þetta var erfið ákvörðun. Við vonum að nýi vagninn muni standa jafn lengi og hinn og auðvitað munum við halda áfram að nota gamla nafnið.“ Ætlunin sé að halda í svipað útlit og var á gamla góða vagninum þó svo að hann verði ekki byggður í nákvæmlega sömu mynd.Sjá einnig: Fannst vanta „basic burger“ í hverfið „Við ætlum að hafa þetta í stíl við götuna, en hún er í mikilli uppbyggingu um þessar mundir. Það er kominn skemmtilegur svipur á hana – við erum með Melabúðina, Kaffi Vest og svo nýjasta viðbótin sem er Brauð & Co. Ég get ekki farið neitt nánar út í það en við, allir þessir fjórir staðir, ætlum að halda smá viðburð saman sem verður tilkynntur betur síðar. Markmiðið er auðvitað bara að gera geggjaða hamborga sem fólk þráir og byggja upp hverfið.“ Svona fyrst Gauti er í símanum getur blaðamaður ekki stillt sig um að spyrja hvernig tónleikaferðalagið fari af stað. „Íslandstúrinn er að hefjast núna bara á meðan við tölum saman. Það tók aðeins lengri tíma en við bjuggumst við að pakka í bílana – við erum náttúrulega átta menn sem verðum á veginum í næstum tvær vikur og það er bara ákveðið mikið af rusli sem því fylgir. Það er mikil spenna og massívt prógramm fram undan – við erum að fara spila sextán sinnum á næstu þrettán dögum og Keli er strax orðinn óþolandi – við erum ekki komnir út úr bænum og hann er strax búinn að segja átján aulabrandara.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fannst vanta „basic burger“ í hverfið Hagavagninn, vinaleg sjoppa í Vesturbænum, mun ganga í endurnýjun lífdaga og opna sem hamborgarastaður á næstunni. Emmsjé Gauti er einn þeirra sem að staðnum koma og hann er spenntur 22. mars 2018 06:08 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Eins og greint var frá hér í Lífinu í mars eru hjónin Rakel Þórhallsdóttir og Jóhann Guðlaugsson búin að festa kaup á Hagavagninum, einu af táknum Vesturbæjarins, og eru á fullu að vinna við að opna þar hamborgarastað með dyggri aðstoð frá Ólafi Erni Ólafssyni veitingamanni og rapparanum Emmsjé Gauta. Þau hafa verið að gera vagninn upp en hins vegar er komin upp sú leiðinlega staða að vagninn er ekki hægt að laga og það þarf að reisa nýtt húsnæði á reitnum. Verður íbúum hverfisins gert viðvart um þetta í tilkynningu þar sem kemur meðal annars fram: „Með mikilli sorg í hjarta hefur sú ákvörðun verið tekin að rífa gamla Hagavagninn. Þegar við hófum breytingar á húsnæðinu kom sú staðreynd í ljós að hann er gjörónýtur og ekki er hægt að bjarga honum. Við erum bjartsýn á framtíðina og stefnum á að opna Hagavagninn í júlí. Við höldum í nafnið en kveðjum gamla kofann.“ Þegar blaðamaður nær í Gauta er hann á leiðinni út úr bænum á ferðalag sitt um landið, þar sem fyrsta stopp var á Hvolsvelli. „Það er rosa stutt í að við opnum vagninn og við komin langt í ferlinu, við erum svona í lokasmakkinu núna. Ég er búinn að biðja þau Rakel og Óla, sem eru með mér í þessu, að senda mér hamborgara út á land. Ég fæ reyndar ekki einn sveittan í bréfi – en ég fæ hráefnin sem ég get svo eldað sjálfur og leyft strákunum að smakka.“ Gauti segir það þó í raun og veru ekki vera neitt sérstaklega mikinn skell fyrir ferlið að þurfa að byggja nýjan vagn.Gauti fær senda hamborgara út á land þar sem hann er að túra um þessar mundir til að geta tekið síðustu lotuna af smakki fyrir opnun Hagavagnsins.Hlynur Helgi Hallgrímsson„Það var alltaf stefnt að því að taka vagninn alveg í gegn. Hann hefur auðvitað staðið mjög lengi og vitað var að það þyrfti að gera mikið fyrir hann. Það að byggja nýjan er í raun ekki mikið flóknara en það sem við gerðum ráð fyrir að þurfa að gera við gamla vagninn. En við reyndum allt sem við gátum til að halda gamla vagninum – þetta voru bara ekki aðstæður sem við gátum boðið upp á við matargerð. Ég veit að mörgum þykir vænt um þennan vagn og okkur líka – það var einmitt það sem heillaði til að byrja með: staðsetningin og lúkkið, þannig að þetta var erfið ákvörðun. Við vonum að nýi vagninn muni standa jafn lengi og hinn og auðvitað munum við halda áfram að nota gamla nafnið.“ Ætlunin sé að halda í svipað útlit og var á gamla góða vagninum þó svo að hann verði ekki byggður í nákvæmlega sömu mynd.Sjá einnig: Fannst vanta „basic burger“ í hverfið „Við ætlum að hafa þetta í stíl við götuna, en hún er í mikilli uppbyggingu um þessar mundir. Það er kominn skemmtilegur svipur á hana – við erum með Melabúðina, Kaffi Vest og svo nýjasta viðbótin sem er Brauð & Co. Ég get ekki farið neitt nánar út í það en við, allir þessir fjórir staðir, ætlum að halda smá viðburð saman sem verður tilkynntur betur síðar. Markmiðið er auðvitað bara að gera geggjaða hamborga sem fólk þráir og byggja upp hverfið.“ Svona fyrst Gauti er í símanum getur blaðamaður ekki stillt sig um að spyrja hvernig tónleikaferðalagið fari af stað. „Íslandstúrinn er að hefjast núna bara á meðan við tölum saman. Það tók aðeins lengri tíma en við bjuggumst við að pakka í bílana – við erum náttúrulega átta menn sem verðum á veginum í næstum tvær vikur og það er bara ákveðið mikið af rusli sem því fylgir. Það er mikil spenna og massívt prógramm fram undan – við erum að fara spila sextán sinnum á næstu þrettán dögum og Keli er strax orðinn óþolandi – við erum ekki komnir út úr bænum og hann er strax búinn að segja átján aulabrandara.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fannst vanta „basic burger“ í hverfið Hagavagninn, vinaleg sjoppa í Vesturbænum, mun ganga í endurnýjun lífdaga og opna sem hamborgarastaður á næstunni. Emmsjé Gauti er einn þeirra sem að staðnum koma og hann er spenntur 22. mars 2018 06:08 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Fannst vanta „basic burger“ í hverfið Hagavagninn, vinaleg sjoppa í Vesturbænum, mun ganga í endurnýjun lífdaga og opna sem hamborgarastaður á næstunni. Emmsjé Gauti er einn þeirra sem að staðnum koma og hann er spenntur 22. mars 2018 06:08