Hólmar Örn: Það eru skemmtilegir tímar framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2018 14:30 Hólmar Örn Eyjólfsson rétt missti af Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en hann er í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar. „Þetta er bara spennandi og við erum að fara byrja undirbúninginn af alvöru í dag. Það eru skemmtilegir tímar framundan,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson í viðtali fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Það er alltaf stutt í þetta og maður hugsar um HM oft á dag. Þetta er eitt það stærsta sem maður gerir á ferlinum þannig að maður verður að vera vel undirbúinn,“ sagði Hólmar. Hólmar spilar með búlgarska liðinu Levski Sofia en þetta var fyrsta tímabil hans með liðinu eftir að hafa komið þangað frá Ísrael. „Það hefur gengið mjög vel hjá mér í Búlgaríu og bara framar vonum. Ég er búinn að spila ógrynni af leikjum og það hefur gengið ágætlega hjá liðinu. Það verður vonandi betra á næsta ári. Við náðum Evrópusæti þannig að það er gott fyrir næsta ár,“ sagði Hólmar. Hólmar Örn var til taks á EM 2016 sem einn af sex mönnum sem voru fyrir utan hópinn en í kallfæri kæmi eitthvað upp á. Hólmar var hinsvegar ekki kallaður inn. Það var því stórt skref fyrir hann að vinna sér sæti í HM-hópnum á dögunum. „Ég var búinn að vinna markvisst að því að fá að vera með í þessum hóp. Það var mikið af góðum leikmönnum sem voru í boði þannig að ég er í skýjunum að fá að vera með hérna núna,“ sagði Hólmar. „Ég fer inn í þetta og er tilbúinn í allt. Ég er klár í að spila ef þess þarf en við erum 23 leikmenn og bara ellefu sem geta byrjað. Við förum þarna út sem ein liðsheild og maður tekur bara því hlutverki sem maður fær,“ sagði Hólmar. Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eru langlíklegastir til að byrja saman í miðvarðarstöðunum. „Þeir eru mjög samstilltir og það er hrikalega mikilvægt fyrir hafsent að þekkja vel inn á hinn hafsentinn. Þeir eru mjög vel stilltir inn á hvorn annan og það sést alveg í leikjunum,“ sagði Hólmar. Það má sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Hólmar Örn Eyjólfsson rétt missti af Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en hann er í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar. „Þetta er bara spennandi og við erum að fara byrja undirbúninginn af alvöru í dag. Það eru skemmtilegir tímar framundan,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson í viðtali fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Það er alltaf stutt í þetta og maður hugsar um HM oft á dag. Þetta er eitt það stærsta sem maður gerir á ferlinum þannig að maður verður að vera vel undirbúinn,“ sagði Hólmar. Hólmar spilar með búlgarska liðinu Levski Sofia en þetta var fyrsta tímabil hans með liðinu eftir að hafa komið þangað frá Ísrael. „Það hefur gengið mjög vel hjá mér í Búlgaríu og bara framar vonum. Ég er búinn að spila ógrynni af leikjum og það hefur gengið ágætlega hjá liðinu. Það verður vonandi betra á næsta ári. Við náðum Evrópusæti þannig að það er gott fyrir næsta ár,“ sagði Hólmar. Hólmar Örn var til taks á EM 2016 sem einn af sex mönnum sem voru fyrir utan hópinn en í kallfæri kæmi eitthvað upp á. Hólmar var hinsvegar ekki kallaður inn. Það var því stórt skref fyrir hann að vinna sér sæti í HM-hópnum á dögunum. „Ég var búinn að vinna markvisst að því að fá að vera með í þessum hóp. Það var mikið af góðum leikmönnum sem voru í boði þannig að ég er í skýjunum að fá að vera með hérna núna,“ sagði Hólmar. „Ég fer inn í þetta og er tilbúinn í allt. Ég er klár í að spila ef þess þarf en við erum 23 leikmenn og bara ellefu sem geta byrjað. Við förum þarna út sem ein liðsheild og maður tekur bara því hlutverki sem maður fær,“ sagði Hólmar. Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eru langlíklegastir til að byrja saman í miðvarðarstöðunum. „Þeir eru mjög samstilltir og það er hrikalega mikilvægt fyrir hafsent að þekkja vel inn á hinn hafsentinn. Þeir eru mjög vel stilltir inn á hvorn annan og það sést alveg í leikjunum,“ sagði Hólmar. Það má sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Sjá meira