Tíska og tónlist í fyrirúmi í nýju listarými Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. maí 2018 06:15 Það eru þau Elma Dögg Steingrímsdóttir, Natalia Sushchenko og Árni Guðjónsson sem standa að rýminu. Vísir/eyþór Listarýmið Kvartýra°49 verður opnað á morgun í bakhúsi við Laugaveginn. Það eru þau Elma Dögg Steingrímsdóttir, Árni Guðjónsson og Natalia Sushchenko sem standa fyrir opnun rýmisins þar sem tónlist og tíska verða í fyrirrúmi. „Þetta er verslun að hluta til þar sem við verðum með föt frá skemmtilegum, ungum hönnuðum og frekar öðruvísi en það sem hefur verið á Íslandi,“ segir Elma Dögg. Merkin sem verða í boði eru til dæmis Études (FR), Nanushka (HU), Reike Nen (KR), Solace London (UK), SNDKT (UA), Masha Reva (UA), Sputnik 1985 (RU), Baserange (FR), House of Holland (UK) og Ashley Williams (UK). „Svo er þetta líka tónlistarrými því að hann Árni þekkir vel til í tónlistarbransanum hérna á Íslandi og ætlar að stýra tónlistarhorni. Stefnan er að vera með tónlistarmann mánaðarins. Við erum búin að heyra í Övari Smárasyni, sem er einmitt að gefa út plötu núna – hann verður fyrsti listamaðurinn. Árni verður líka með podcast samhliða þessu þar sem hann tekur viðtal við listamann mánaðarins. Við verðum með sterkan fókus í tónlistinni þar sem við veljum fimm vínylplötur í sölu hverju sinni.“ Elma segir rýmið vera þannig byggt að auðvelt sé að færa hluti til og búa til pláss fyrir tónleika, en á morgun verður einmitt slegið upp tónleikum í rýminu samhliða því að opnun þess verður fagnað. Berndsen og Quest stíga þar á svið og vígja staðinn. „Það er kaffihorn líka, þannig að það er hægt að setjast niður og skoða blöð með kaffibollanum, en við verðum með sérpöntuð tímarit sem er ekki hægt að finna í bókabúðunum.“ Partíið hefst klukkan sex á fimmtudaginn og í boði verða drykkir. Gestir eru hvattir til að mæta með gulan hlut og hlýtur sá sem mætir með frumlegasta hlutinn verðlaun. Rétt er að benda á að til að komast á gestalista er nauðsynlegt að skrá sig á Facebook-viðburði veislunnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Sjá meira
Listarýmið Kvartýra°49 verður opnað á morgun í bakhúsi við Laugaveginn. Það eru þau Elma Dögg Steingrímsdóttir, Árni Guðjónsson og Natalia Sushchenko sem standa fyrir opnun rýmisins þar sem tónlist og tíska verða í fyrirrúmi. „Þetta er verslun að hluta til þar sem við verðum með föt frá skemmtilegum, ungum hönnuðum og frekar öðruvísi en það sem hefur verið á Íslandi,“ segir Elma Dögg. Merkin sem verða í boði eru til dæmis Études (FR), Nanushka (HU), Reike Nen (KR), Solace London (UK), SNDKT (UA), Masha Reva (UA), Sputnik 1985 (RU), Baserange (FR), House of Holland (UK) og Ashley Williams (UK). „Svo er þetta líka tónlistarrými því að hann Árni þekkir vel til í tónlistarbransanum hérna á Íslandi og ætlar að stýra tónlistarhorni. Stefnan er að vera með tónlistarmann mánaðarins. Við erum búin að heyra í Övari Smárasyni, sem er einmitt að gefa út plötu núna – hann verður fyrsti listamaðurinn. Árni verður líka með podcast samhliða þessu þar sem hann tekur viðtal við listamann mánaðarins. Við verðum með sterkan fókus í tónlistinni þar sem við veljum fimm vínylplötur í sölu hverju sinni.“ Elma segir rýmið vera þannig byggt að auðvelt sé að færa hluti til og búa til pláss fyrir tónleika, en á morgun verður einmitt slegið upp tónleikum í rýminu samhliða því að opnun þess verður fagnað. Berndsen og Quest stíga þar á svið og vígja staðinn. „Það er kaffihorn líka, þannig að það er hægt að setjast niður og skoða blöð með kaffibollanum, en við verðum með sérpöntuð tímarit sem er ekki hægt að finna í bókabúðunum.“ Partíið hefst klukkan sex á fimmtudaginn og í boði verða drykkir. Gestir eru hvattir til að mæta með gulan hlut og hlýtur sá sem mætir með frumlegasta hlutinn verðlaun. Rétt er að benda á að til að komast á gestalista er nauðsynlegt að skrá sig á Facebook-viðburði veislunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Sjá meira