Argentínskum blaðamanni vísað af hóteli íslenska landsliðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2018 22:54 Ljósmyndari La Nacion myndaði rútu íslenska landsliðsins í gegnum girðingu á flugvellinum í Gelendzhik. LaNacion.ar Argentínskur fjölmiðill er ekki par ánægður með öryggisgæsluna á flugvellinum Gelendzhik í Rússlandi þar sem íslenska landsliðið lenti um klukkan 20:15 að staðartíma í kvöld. Ekki var það skortur á öryggisgæslu heldur telja þeir hana hafa verið of stranga.Þannig greinir La Nacion frá því að blaðamaður miðilsins hafi ekki fengið aðgang að flugvellinum í kvöld til að mynda komu íslenska landsliðisns. Hann hafi verið beðinn um að framvísa aðgangsmiða sem eigi að hafa verið gefinn út af KSÍ. Segir í umfjöllun miðilsins að tungumálaörðugleikar hafi ekki verið til að hjálpa til í viðræðum um að komast inn. Svo til enginn á svæðinu tali annað tungumál en rússnesku. Þegar íslenskir fjölmiðlamenn stigu út úr vélinni, þeirri sömu og flutti íslenska liðið, var þeim beint á svæði fyrir framan útgang vélarinnar að framan þar sem leikmenn Íslands yfirgáfu vélina. Svæði fjölmiðla var tvískipt. Annars vegar íslenska pressan, sem taldi 22, og fjölmiðlafólk í gulum vestum sem höfðu aðgang að svæðinu, líklega 10-15 manns.Langaði að mynda hótel Íslands Íslenska landsliðið er sagt hafa sýnt blíðskap ólíkt rússnesku öryggisgæslunni sem hafi verið afar ströng. Muaddib, stuðningsmaður Íslands sem hafi beðið eftir að sjá hetjurnar sínar, hafi ekki fengið að koma inn á flugvöllinn. Hann hafi fylgst með því þegar rúta íslenska liðsins ók framhjá. Þá sér argentínski miðilinn sömuleiðis ofsjónum yfir öryggisgæslu á hóteli íslenska liðsins. Þangað hafi blaðamaður lagt leið sína og tekið langan tíma að komast í gegnum öryggishlið og inn á hótelið. Þegar þangað var komið, á glæsilegt hótel þar sem allt sé til alls, hafi verið bannað að taka myndir. Það væri ákvörðun FIFA og KSÍ að sögn starfsmanns sem hefði það hlutverk að „halda blaðamönnum fjarri hótelinu“ eins og segir í frétt argentínska miðilsins. Af umfjölluninni má ráða að umræddur blaðamaður hefur heimsótt hótelið nokkru áður en íslenska liðið mætti þangað í kvöld. Reikna má með því að fulltrúar Le Nacion verði mættir á æfingasvæði Íslands á morgun klukkan 11:30 að íslenskum tíma þegar opin æfing fer fram. Þá verða leikmenn Íslands til viðtals og reiknað með fjölda bæjarbúa á svæðið auk fulltrúa erlendra sem innlendra fjölmiðla.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Heilablóðfall stendur ekki í vegi fyrir því að Ómar fari á HM Ómar Smárason hjá KSÍ fékk heilablóðfall í Rússlandi. 8. mars 2018 10:56 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Argentínskur fjölmiðill er ekki par ánægður með öryggisgæsluna á flugvellinum Gelendzhik í Rússlandi þar sem íslenska landsliðið lenti um klukkan 20:15 að staðartíma í kvöld. Ekki var það skortur á öryggisgæslu heldur telja þeir hana hafa verið of stranga.Þannig greinir La Nacion frá því að blaðamaður miðilsins hafi ekki fengið aðgang að flugvellinum í kvöld til að mynda komu íslenska landsliðisns. Hann hafi verið beðinn um að framvísa aðgangsmiða sem eigi að hafa verið gefinn út af KSÍ. Segir í umfjöllun miðilsins að tungumálaörðugleikar hafi ekki verið til að hjálpa til í viðræðum um að komast inn. Svo til enginn á svæðinu tali annað tungumál en rússnesku. Þegar íslenskir fjölmiðlamenn stigu út úr vélinni, þeirri sömu og flutti íslenska liðið, var þeim beint á svæði fyrir framan útgang vélarinnar að framan þar sem leikmenn Íslands yfirgáfu vélina. Svæði fjölmiðla var tvískipt. Annars vegar íslenska pressan, sem taldi 22, og fjölmiðlafólk í gulum vestum sem höfðu aðgang að svæðinu, líklega 10-15 manns.Langaði að mynda hótel Íslands Íslenska landsliðið er sagt hafa sýnt blíðskap ólíkt rússnesku öryggisgæslunni sem hafi verið afar ströng. Muaddib, stuðningsmaður Íslands sem hafi beðið eftir að sjá hetjurnar sínar, hafi ekki fengið að koma inn á flugvöllinn. Hann hafi fylgst með því þegar rúta íslenska liðsins ók framhjá. Þá sér argentínski miðilinn sömuleiðis ofsjónum yfir öryggisgæslu á hóteli íslenska liðsins. Þangað hafi blaðamaður lagt leið sína og tekið langan tíma að komast í gegnum öryggishlið og inn á hótelið. Þegar þangað var komið, á glæsilegt hótel þar sem allt sé til alls, hafi verið bannað að taka myndir. Það væri ákvörðun FIFA og KSÍ að sögn starfsmanns sem hefði það hlutverk að „halda blaðamönnum fjarri hótelinu“ eins og segir í frétt argentínska miðilsins. Af umfjölluninni má ráða að umræddur blaðamaður hefur heimsótt hótelið nokkru áður en íslenska liðið mætti þangað í kvöld. Reikna má með því að fulltrúar Le Nacion verði mættir á æfingasvæði Íslands á morgun klukkan 11:30 að íslenskum tíma þegar opin æfing fer fram. Þá verða leikmenn Íslands til viðtals og reiknað með fjölda bæjarbúa á svæðið auk fulltrúa erlendra sem innlendra fjölmiðla.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Heilablóðfall stendur ekki í vegi fyrir því að Ómar fari á HM Ómar Smárason hjá KSÍ fékk heilablóðfall í Rússlandi. 8. mars 2018 10:56 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58
Heilablóðfall stendur ekki í vegi fyrir því að Ómar fari á HM Ómar Smárason hjá KSÍ fékk heilablóðfall í Rússlandi. 8. mars 2018 10:56