Danir koma með sigur inn á HM og Spánn getur ekki tapað Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júní 2018 20:55 Danmörk fagnar einu af tveimur mörkum sínum í kvöld. vísir/getty Danir unnu 2-0 sigur á Mexíkó í síðasta vináttulandsleik liðana áður en þau halda til Rússlands á HM í knattspyrnu. Leikið var á heimavelli Bröndby í kvöld en fyrsta markið lét bíða eftir sér. Það kom ekki fyrr en á 71. mínútu er Yussuf Poulsen kom heimamönnum yfir. Christian Eriksen tvöfaldaði svo forystuna þremur mínútum síðar og Danir fara með 2-0 sigur á bakinu inn á HM. Þar eru þeir í riðli með Perú, Ástralíu og Frakklandi en þeir hefja leik gegn Perú á laugardaginn eftir viku. Mexíkó er í riðli með Þýskalandi, Svíþóð og Suður-Kóreu en þeir hefja leik á þjóðhátíðardag Íslendinga, 17. júní. Þá leika þeir gegn Þjóðverjum, ríkjandi heimsmeisturum. Svíþjóð mistókst að skora gegn Perú á heimavelli í kvöld en liðin eru að leika sína síðustu vináttulandsleiki fyrir HM. Leikið var á Gamla Ullevi fyrir framan rúmlega 30 þúsund manns. Spánn marði sigur á Túnis en leikið var í Rússlandi í dag. Iago Aspas skoraði eina mark leiksins fimm mínútum fyrir leikslok en Spánverjar eru með Portúgölum, Marókkó og Íran í riðli. Spánverjar hafa nú farið í gegnum tuttugu leiki án ósigurs og eru þeir með flesta leiki án ósigurs af öllum landsliðum heims. Næst koma Belgía og Marokkó með átján. Túnis er í riðli með Belgíu, Panama og Englandi en þeir hefja leik eftir rúma viku, eða mánudaginn átjánda júní. Þeir spila fyrst við England en Spánverjar byrja gegn Portúgölum á föstudaginn. Frakkland gerðu jafntefli við Bandaríkjamenn, 1-1. Bandaríkin komst yfir með marki frá Julian Green en Frakkar höfðu aldrei fengið á sig mark gegn Bandaríkjunum fyrr en nú. Kylian Mbappe náði þó að jafna áður en yfir lauk. Frakkar eru með Ástralíu, Perú og Danmörku í riðli eins og segir hér að ofan en Frakkarnir byrja á því að mæta Áströlum 16. júní.ESP 1-0 TUN (FT) - Spain has 20 consecutive games without losing. It is the best winning streak of any team in the world (Belgium and Morocco have 18 and Denmark and Peru have 15).— MisterChip (English) (@MisterChiping) June 9, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sjá meira
Danir unnu 2-0 sigur á Mexíkó í síðasta vináttulandsleik liðana áður en þau halda til Rússlands á HM í knattspyrnu. Leikið var á heimavelli Bröndby í kvöld en fyrsta markið lét bíða eftir sér. Það kom ekki fyrr en á 71. mínútu er Yussuf Poulsen kom heimamönnum yfir. Christian Eriksen tvöfaldaði svo forystuna þremur mínútum síðar og Danir fara með 2-0 sigur á bakinu inn á HM. Þar eru þeir í riðli með Perú, Ástralíu og Frakklandi en þeir hefja leik gegn Perú á laugardaginn eftir viku. Mexíkó er í riðli með Þýskalandi, Svíþóð og Suður-Kóreu en þeir hefja leik á þjóðhátíðardag Íslendinga, 17. júní. Þá leika þeir gegn Þjóðverjum, ríkjandi heimsmeisturum. Svíþjóð mistókst að skora gegn Perú á heimavelli í kvöld en liðin eru að leika sína síðustu vináttulandsleiki fyrir HM. Leikið var á Gamla Ullevi fyrir framan rúmlega 30 þúsund manns. Spánn marði sigur á Túnis en leikið var í Rússlandi í dag. Iago Aspas skoraði eina mark leiksins fimm mínútum fyrir leikslok en Spánverjar eru með Portúgölum, Marókkó og Íran í riðli. Spánverjar hafa nú farið í gegnum tuttugu leiki án ósigurs og eru þeir með flesta leiki án ósigurs af öllum landsliðum heims. Næst koma Belgía og Marokkó með átján. Túnis er í riðli með Belgíu, Panama og Englandi en þeir hefja leik eftir rúma viku, eða mánudaginn átjánda júní. Þeir spila fyrst við England en Spánverjar byrja gegn Portúgölum á föstudaginn. Frakkland gerðu jafntefli við Bandaríkjamenn, 1-1. Bandaríkin komst yfir með marki frá Julian Green en Frakkar höfðu aldrei fengið á sig mark gegn Bandaríkjunum fyrr en nú. Kylian Mbappe náði þó að jafna áður en yfir lauk. Frakkar eru með Ástralíu, Perú og Danmörku í riðli eins og segir hér að ofan en Frakkarnir byrja á því að mæta Áströlum 16. júní.ESP 1-0 TUN (FT) - Spain has 20 consecutive games without losing. It is the best winning streak of any team in the world (Belgium and Morocco have 18 and Denmark and Peru have 15).— MisterChip (English) (@MisterChiping) June 9, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sjá meira