Dýrmætt að sjá mannlíf kvikna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. júní 2018 09:00 Halldór Eiríksson segir að í uppbyggingu í miðborginni reyni á næmi og skilning fyrir sögu þess hverfis sem byggt er í. Vísir/Stefán „Við erum loksins komin í það verkefni aftur að byggja borg,“ segir Halldór Eiríksson, arkitekt og aðalhönnuður Austurhafnar, nýs íbúðar- og verslunarkjarna á milli Hafnartorgs og Marriot-hótelsins við Hörpu. Halldór og samstarfsfélagar á Tark arkitektastofu hafa hannað þær byggingar sem saman mynda Austurhöfn. „Við erum rétt að stíga upp úr jörðinni núna,“ segir Halldór um gang framkvæmda en áætluð verklok eru seinni hluta árs 2019. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Það teymi arkitekta sem hefur unnið að þessu verkefni leit til vel heppnaðra borgarrýma í evrópskum borgum,“ segir hann. Það er eðlilegt þegar nýjar byggingar og hverfi rísa að um þær séu skiptar skoðanir. Það sem helst hefur verið deilt á er að útsýni til sjávar úr miðbænum verður minna, stíll bygginga sé helst til látlaus og þær séu of háar. Aðrir benda á að byggingarnar séu klassískar, þær muni stuðla að meira mannlífi við höfnina og skýla fyrir norðanáttinni. Í Austurhöfn rís 71 íbúð. Á jarðhæðum verða verslanir, veitingastaðir og kaffihús. Eftir stórbrunann í Kvosinni árið 1915 voru settar strangar reglur um byggingu húsa. Byggingu timburhúsa var að miklu leyti hætt á svæðinu. Við tóku hús úr steinsteypu. Fyrstu stórhuga byggingarframkvæmdir á svæðinu voru við Austurstræti 16 ári eftir brunann þar sem lengi var starfrækt Reykjavíkurapótek. Húsið var tilbúið 1918. Fleiri byggingar fylgdu á eftir.Halldór vísar í byggingarsöguna og telur til fleiri byggingar í nágrenninu sem setja sterkan svip á borgarbyggðina nærri höfninni. „Eimskipshúsið, Hafnarhúsið og fleiri hús. Þetta eru hús byggð í art deco stíl eða í norrænum klassískum stíl. Í hönnuninni erum við að vísa í þessa sögu þó að við vildum ekki fara alla leið í nostalgíu,“ bendir Halldór á. „Meginverkefnið er að tengja borgina við höfnina og Hörpu tónlistarhús.“ Nú eru margar háar byggingar á þessu svæði. Nýtur nægrar birtu? „Sólin kemur yfir Hafnartorg á reitinn þannig að göturýmið er ekki sólríkt fremur en aðrar götur, til dæmis Austurstræti. Það sem hefur reynst meiri vandi er norðanáttin, vindurinn. Með byggingunum sem nú rísa verður meira skjól.“ Er hugsað fyrir grænum svæðum? „Það verður grænt svæði fyrir íbúa á annarri hæð í íbúðakjarnanum. Þar mun njóta góðrar birtu. Það eru annars ekki mikil tækifæri fyrir gróðurrækt en við reynum að skýla inngarðinum. Áherslan er á mannlífið á hafnarbakkanum og á Reykjatorgi sem verður blómlegt. Þar verða veitingastaðir sem hafa tækifæri til að setja út borð þegar veður leyfir, hafnarkanturinn getur orðið mjög skemmtilegt svæði að ganga um. Sérstaklega þegar það verður komin tenging á milli bygginga og eitthvert samhengi.“Tölvuteikning af byggingunum. Verslanir og þjónusta á neðstu hæð.Halldór segir nokkuð krefjandi að vinna á þessum reit. „Það er óskaplega mikilvægt að halda í hefðina í borgarmyndinni. Menn hafa verið duglegir að gagnrýna uppbyggingu á reitnum og sumir kallað á timburhúsabyggð. Nokkuð sem er ekki í tengslum við þennan hluta borgarinnar. Slíkt væri sögufölsun og afskaplega skrýtin notkun á þessum reit. Okkur fannst húsin há og völdum að taka eina hæð ofan af okkar húsum. Að undanskildum þakbar hótelsins nyrst á reitnum. Okkur fannst það betri lausn. Það þarf að gæta vel að jafnvæginu og menn þurfa að fara varlega í uppbyggingu í miðborginni. Ég get nefnt sem dæmi uppbyggingu við Lækjargötu og inn í gömlu Reykjavík og timburhúsabyggðina þar. Þar reynir virkilega á að menn, bæði á skipulagsstigi og framkvæmdastigi, sýni næmi og skilning fyrir sögu hverfisins. Það er mikil umferð fólks að Hörpu tónlistarhúsi. Við þekkjum langa og þjáningarfulla sögu hússins en gleðjumst núna yfir gæðum þess sem tónlistarhúss. Hörpu hefur einnig tekist að verða það kennileiti sem hún átti að verða. Menn geta fjargviðrast yfir kostnaði. Yfir ryðblettum og viðhaldi en í þessum stóra skilningi þá er þetta óskaplega vel heppnað mannvirki fyrir Reykjavík sem styður við tónlistarlíf borgarinnar. Það verður spennandi þegar ráðstefnuhótelið kemur sem átti að vera hluti af heildarverkinu og styðja við starfsemi Hörpu. Og það verður dýrmætt að sjá mannlífið kvikna, púslið klárast og þennan hluta borgarinnar virkjast.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
„Við erum loksins komin í það verkefni aftur að byggja borg,“ segir Halldór Eiríksson, arkitekt og aðalhönnuður Austurhafnar, nýs íbúðar- og verslunarkjarna á milli Hafnartorgs og Marriot-hótelsins við Hörpu. Halldór og samstarfsfélagar á Tark arkitektastofu hafa hannað þær byggingar sem saman mynda Austurhöfn. „Við erum rétt að stíga upp úr jörðinni núna,“ segir Halldór um gang framkvæmda en áætluð verklok eru seinni hluta árs 2019. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Það teymi arkitekta sem hefur unnið að þessu verkefni leit til vel heppnaðra borgarrýma í evrópskum borgum,“ segir hann. Það er eðlilegt þegar nýjar byggingar og hverfi rísa að um þær séu skiptar skoðanir. Það sem helst hefur verið deilt á er að útsýni til sjávar úr miðbænum verður minna, stíll bygginga sé helst til látlaus og þær séu of háar. Aðrir benda á að byggingarnar séu klassískar, þær muni stuðla að meira mannlífi við höfnina og skýla fyrir norðanáttinni. Í Austurhöfn rís 71 íbúð. Á jarðhæðum verða verslanir, veitingastaðir og kaffihús. Eftir stórbrunann í Kvosinni árið 1915 voru settar strangar reglur um byggingu húsa. Byggingu timburhúsa var að miklu leyti hætt á svæðinu. Við tóku hús úr steinsteypu. Fyrstu stórhuga byggingarframkvæmdir á svæðinu voru við Austurstræti 16 ári eftir brunann þar sem lengi var starfrækt Reykjavíkurapótek. Húsið var tilbúið 1918. Fleiri byggingar fylgdu á eftir.Halldór vísar í byggingarsöguna og telur til fleiri byggingar í nágrenninu sem setja sterkan svip á borgarbyggðina nærri höfninni. „Eimskipshúsið, Hafnarhúsið og fleiri hús. Þetta eru hús byggð í art deco stíl eða í norrænum klassískum stíl. Í hönnuninni erum við að vísa í þessa sögu þó að við vildum ekki fara alla leið í nostalgíu,“ bendir Halldór á. „Meginverkefnið er að tengja borgina við höfnina og Hörpu tónlistarhús.“ Nú eru margar háar byggingar á þessu svæði. Nýtur nægrar birtu? „Sólin kemur yfir Hafnartorg á reitinn þannig að göturýmið er ekki sólríkt fremur en aðrar götur, til dæmis Austurstræti. Það sem hefur reynst meiri vandi er norðanáttin, vindurinn. Með byggingunum sem nú rísa verður meira skjól.“ Er hugsað fyrir grænum svæðum? „Það verður grænt svæði fyrir íbúa á annarri hæð í íbúðakjarnanum. Þar mun njóta góðrar birtu. Það eru annars ekki mikil tækifæri fyrir gróðurrækt en við reynum að skýla inngarðinum. Áherslan er á mannlífið á hafnarbakkanum og á Reykjatorgi sem verður blómlegt. Þar verða veitingastaðir sem hafa tækifæri til að setja út borð þegar veður leyfir, hafnarkanturinn getur orðið mjög skemmtilegt svæði að ganga um. Sérstaklega þegar það verður komin tenging á milli bygginga og eitthvert samhengi.“Tölvuteikning af byggingunum. Verslanir og þjónusta á neðstu hæð.Halldór segir nokkuð krefjandi að vinna á þessum reit. „Það er óskaplega mikilvægt að halda í hefðina í borgarmyndinni. Menn hafa verið duglegir að gagnrýna uppbyggingu á reitnum og sumir kallað á timburhúsabyggð. Nokkuð sem er ekki í tengslum við þennan hluta borgarinnar. Slíkt væri sögufölsun og afskaplega skrýtin notkun á þessum reit. Okkur fannst húsin há og völdum að taka eina hæð ofan af okkar húsum. Að undanskildum þakbar hótelsins nyrst á reitnum. Okkur fannst það betri lausn. Það þarf að gæta vel að jafnvæginu og menn þurfa að fara varlega í uppbyggingu í miðborginni. Ég get nefnt sem dæmi uppbyggingu við Lækjargötu og inn í gömlu Reykjavík og timburhúsabyggðina þar. Þar reynir virkilega á að menn, bæði á skipulagsstigi og framkvæmdastigi, sýni næmi og skilning fyrir sögu hverfisins. Það er mikil umferð fólks að Hörpu tónlistarhúsi. Við þekkjum langa og þjáningarfulla sögu hússins en gleðjumst núna yfir gæðum þess sem tónlistarhúss. Hörpu hefur einnig tekist að verða það kennileiti sem hún átti að verða. Menn geta fjargviðrast yfir kostnaði. Yfir ryðblettum og viðhaldi en í þessum stóra skilningi þá er þetta óskaplega vel heppnað mannvirki fyrir Reykjavík sem styður við tónlistarlíf borgarinnar. Það verður spennandi þegar ráðstefnuhótelið kemur sem átti að vera hluti af heildarverkinu og styðja við starfsemi Hörpu. Og það verður dýrmætt að sjá mannlífið kvikna, púslið klárast og þennan hluta borgarinnar virkjast.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira