„Íslendingar verða bara að vonast til að dragast á móti Englandi næst“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2018 17:00 Íslensku strákarnir fagna sigri á Englendingum á EM 2016. Vísir/Getty Íslenska landsliðið mun sitja eftir í sínum riðli á HM í fótbolta í Rússlandi ef marka má opinbera spá bandaríska blaðsins Sports Illustrated. Það þarf svo sem ekki að koma mikið á óvart að íslenska landsliðinu sé ekki spáð áfram í frumraun sinni á stærsta sviðinu en Sports Illustrated spáir Argentínu og Króatíu upp úr riðlinum. Blaðamaður Sports Illustrated er hinsvegar á því að D-riðill Íslendinga sé einn sá allra sterkasti í keppninni og að öll fjögur liðin eigi þannig raunhæfa möguleika á því að komast áfram. Það sé ekki þannig í nærri því öllum riðlum keppninnar í ár. Aðalhluti umfjallarinnar snýst um Argentínu og að hvort Lionel Messi og félögum takist loksins að komast alla leið upp á topp. Argentínska liðið tapaði í úrslitaleiknum fyrir fjórum árum, liðið hefur líka tapað úrslitaleikjum í Suðurameríkukeppninni og Messi er því enn að bíða eftir fyrsta titlinum með Argentínu. Margir bíða spenntir eftir því hvort Messi takist að leika eftir afrek Diego Maradona og fá heimsbikarinn í hendurnar.It doesn't get more deadly at the World Cup than Group D So which two will emerge from the balanced quartet? And is there reason for Messi & Co. to be worried? (by @Citizen_Kay)https://t.co/KgRHqEuNEr — Sports Illustrated (@SInow) June 7, 2018 Jóhann Berg Guðmundsson er sá leikmaður íslenska liðsins sem blaðið ráðleggur lesendum sínum að fylgjst vel með. Jóhann Berg átti mjög gott tímabil með Burnley í ensku úrvalsdeildinni og mætir inn á HM fullur sjálfstrausts. Blaðamaður Sports Illustrated hugleiðir líka um fyrsta leik argentínska landsliðsins á móti Íslandi en árangur íslenska liðsins er að hans mati ein besta fréttin í íþróttaheiminum í dag. Árangur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi var frábær og stórmerkilegur enda sló Ísland út England og komst alla leið í átta liða úrslit á sínum fyrsta stórmóti. „Íslendingarnir voru hinsvegar verðlaunaðir með því að lenda í því á þessu HM, að vera eins nálægt og hægt er að spila í dauðariðlinum,“ segir í greininni. Dómur Sports Illustrated um D-riðilinn er hinsvegar köld vatnsgusa framan í Íslendinga. „Við skulum ekki ofhugsa þetta. Argentína og Króatíu eru með tvö bestu liðin í riðlinum og þau fara áfram. Nígería kemst nálægt þessu en liðið mun ekki ná í öll þrjú stigin á móti skipulögðu og öguðu íslensku liði. Íslendingar komast ekki áfram og verða bara að vonast eftir því að dragast á móti Englendingum næst,“ segir í niðurlagi greinar Sports Illustrated um riðil Íslands á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Nýorðinn fimmtán með þrennu fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Sjá meira
Íslenska landsliðið mun sitja eftir í sínum riðli á HM í fótbolta í Rússlandi ef marka má opinbera spá bandaríska blaðsins Sports Illustrated. Það þarf svo sem ekki að koma mikið á óvart að íslenska landsliðinu sé ekki spáð áfram í frumraun sinni á stærsta sviðinu en Sports Illustrated spáir Argentínu og Króatíu upp úr riðlinum. Blaðamaður Sports Illustrated er hinsvegar á því að D-riðill Íslendinga sé einn sá allra sterkasti í keppninni og að öll fjögur liðin eigi þannig raunhæfa möguleika á því að komast áfram. Það sé ekki þannig í nærri því öllum riðlum keppninnar í ár. Aðalhluti umfjallarinnar snýst um Argentínu og að hvort Lionel Messi og félögum takist loksins að komast alla leið upp á topp. Argentínska liðið tapaði í úrslitaleiknum fyrir fjórum árum, liðið hefur líka tapað úrslitaleikjum í Suðurameríkukeppninni og Messi er því enn að bíða eftir fyrsta titlinum með Argentínu. Margir bíða spenntir eftir því hvort Messi takist að leika eftir afrek Diego Maradona og fá heimsbikarinn í hendurnar.It doesn't get more deadly at the World Cup than Group D So which two will emerge from the balanced quartet? And is there reason for Messi & Co. to be worried? (by @Citizen_Kay)https://t.co/KgRHqEuNEr — Sports Illustrated (@SInow) June 7, 2018 Jóhann Berg Guðmundsson er sá leikmaður íslenska liðsins sem blaðið ráðleggur lesendum sínum að fylgjst vel með. Jóhann Berg átti mjög gott tímabil með Burnley í ensku úrvalsdeildinni og mætir inn á HM fullur sjálfstrausts. Blaðamaður Sports Illustrated hugleiðir líka um fyrsta leik argentínska landsliðsins á móti Íslandi en árangur íslenska liðsins er að hans mati ein besta fréttin í íþróttaheiminum í dag. Árangur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi var frábær og stórmerkilegur enda sló Ísland út England og komst alla leið í átta liða úrslit á sínum fyrsta stórmóti. „Íslendingarnir voru hinsvegar verðlaunaðir með því að lenda í því á þessu HM, að vera eins nálægt og hægt er að spila í dauðariðlinum,“ segir í greininni. Dómur Sports Illustrated um D-riðilinn er hinsvegar köld vatnsgusa framan í Íslendinga. „Við skulum ekki ofhugsa þetta. Argentína og Króatíu eru með tvö bestu liðin í riðlinum og þau fara áfram. Nígería kemst nálægt þessu en liðið mun ekki ná í öll þrjú stigin á móti skipulögðu og öguðu íslensku liði. Íslendingar komast ekki áfram og verða bara að vonast eftir því að dragast á móti Englendingum næst,“ segir í niðurlagi greinar Sports Illustrated um riðil Íslands á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Nýorðinn fimmtán með þrennu fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Sjá meira