American Airlines hóf beint áætlunarflug milli Dallas og Keflavíkur í dag Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júní 2018 19:30 American Airlines mun fljúga frá Dallas til Keflavíkur daglega til 27. október. Vísir/American Airlines American Airlines, stærsta flugfélag heims, hóf í dag beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Flogið verður á hverjum degi fram í lok október. Dallas er alþjóðleg tengistöð fyrir millilandaflug og er hægt að fljúga beint þaðan út um allan heim. American Airlines er stærsta flugfélag í heimi með hliðsjón af stærð flota, rekstratekjum, fjölda starfsmanna, fjölda farþega, flognum kílómetrafjölda og fjölda áfangastaða. Flugfélagið hefur í kvöld beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Þetta er átta tíma beint flug í Boeing 757. Fyrsta vélin lendir í Keflavík kl. 9 í fyrramálið en flogið verður daglega til 27. október.„Við verðum með þjónustu daglega sem þýðir rúmlega 4000 sæti á mánuði. Við höfum orðið vör við mikla sókn í ferðamennsku og áhuga á Íslandi. Snilldin að baki flugi frá Dallas og Fort Worth til Keflavíkur er sú að ferðamennirnir koma ekki bara frá Texas-svæðinu. Um 60 tengiflug hafa viðkomu á þeim völlum þaðan sem flogið er til Íslands. Tengisvæðið er því risastórt,“ segir Tim Isik sölustjóri hjá American Airlines í Evrópu. Ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein á Íslandi og nemur um 40 prósentum af heildarútflutningi landsins. Til samanburðar var þetta hlutfall rúmlega 7 prósent fyrir heiminn í heild sinni á síðasta ári og hlutfallið því sexfalt hærra hér á landi. Á vettvangi verðaþjónustunnar hefur verið mikið rætt um mikilvægi þess að fá fleiri tekjuháa ferðamenn sem séu tilbúnir að greiða meira fyrir einstakar upplifanir.Tim Isik sölustjóri hjá American Airlines í Evrópu.Isik segir að miðað við þjónustu sem American Airlines sé að bjóða sé ljóst að nokkuð fjölbreyttur hópur muni nýta sér þessa flugleið. „Annað sem við höfum hugsað um er að við notum Boeing 757 og þær vélar eru búnar 16 rúmum á viðskiptafarrými. Þetta eru ný sæti og við búumst við því að vildarfarþegar okkar eða þeir sem eru tekjuhærri en aðrir nýti sér þann kost. Við erum einnig með 52 aukasæti í aðalfarrýminu. Við bjóðum þessi sæti með kaupauka sem þýðir að þau eru með 15 cm viðbótarpláss fyrir fætur,“ segir Isik. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
American Airlines, stærsta flugfélag heims, hóf í dag beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Flogið verður á hverjum degi fram í lok október. Dallas er alþjóðleg tengistöð fyrir millilandaflug og er hægt að fljúga beint þaðan út um allan heim. American Airlines er stærsta flugfélag í heimi með hliðsjón af stærð flota, rekstratekjum, fjölda starfsmanna, fjölda farþega, flognum kílómetrafjölda og fjölda áfangastaða. Flugfélagið hefur í kvöld beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Þetta er átta tíma beint flug í Boeing 757. Fyrsta vélin lendir í Keflavík kl. 9 í fyrramálið en flogið verður daglega til 27. október.„Við verðum með þjónustu daglega sem þýðir rúmlega 4000 sæti á mánuði. Við höfum orðið vör við mikla sókn í ferðamennsku og áhuga á Íslandi. Snilldin að baki flugi frá Dallas og Fort Worth til Keflavíkur er sú að ferðamennirnir koma ekki bara frá Texas-svæðinu. Um 60 tengiflug hafa viðkomu á þeim völlum þaðan sem flogið er til Íslands. Tengisvæðið er því risastórt,“ segir Tim Isik sölustjóri hjá American Airlines í Evrópu. Ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein á Íslandi og nemur um 40 prósentum af heildarútflutningi landsins. Til samanburðar var þetta hlutfall rúmlega 7 prósent fyrir heiminn í heild sinni á síðasta ári og hlutfallið því sexfalt hærra hér á landi. Á vettvangi verðaþjónustunnar hefur verið mikið rætt um mikilvægi þess að fá fleiri tekjuháa ferðamenn sem séu tilbúnir að greiða meira fyrir einstakar upplifanir.Tim Isik sölustjóri hjá American Airlines í Evrópu.Isik segir að miðað við þjónustu sem American Airlines sé að bjóða sé ljóst að nokkuð fjölbreyttur hópur muni nýta sér þessa flugleið. „Annað sem við höfum hugsað um er að við notum Boeing 757 og þær vélar eru búnar 16 rúmum á viðskiptafarrými. Þetta eru ný sæti og við búumst við því að vildarfarþegar okkar eða þeir sem eru tekjuhærri en aðrir nýti sér þann kost. Við erum einnig með 52 aukasæti í aðalfarrýminu. Við bjóðum þessi sæti með kaupauka sem þýðir að þau eru með 15 cm viðbótarpláss fyrir fætur,“ segir Isik.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira