Englendingar móðgaðir: Meiri líkur á að Perú vinni HM en þeir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2018 16:30 Stundin í Nice er ennþá að trufla enska landsliðið. Vísir/Getty Íþróttatölfræðiþjónustan Gracenote hefur reiknað út sigurlíkur þjóðanna á HM í fótbolta í Rússlandi og Englendingar eru ekki alltof upplitsdjarfir. Það mætti halda að tapið á móti Íslandi á EM í Frakklandi 2016 væri enn að koma í bakið á þeim því Gracenote segir að það séu aðeins fjögur prósent líkur á því að enska landsliðið standi uppi sem sigurvegari á HM í ár. BBC segir frá þessu og CNN líka eins og sjá má hér. Það er ekki hægt að lesa annað út úr fyrirsögnum og fréttum enskra miðla en að þeir séu móðgaðir yfir þessum útreikningi Gracenote. Það sem er þó öllu meira áfall en prósentutalan er að það eru meiri líkur á því að Perúmenn vinni heimsmeistarakeppnina en Englendingar.>? Peru have a better chance of winning the #WorldCup than Belgium, Portugal and England according to new data. More https://t.co/T75CxTYgUgpic.twitter.com/apZPWRGxpK — BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2018 Gracenote segir að það séu fimm prósent líkur á því að Perú vinni HM en þeir skipa sjöunda sætið á listanum. Brasilíumenn eru langsigurstranglegastir með 21 prósent líkur en í næstu sætum koma síðan Spánn, Þýskaland, Argentína, Frakkland og Kólumbía. Englendingar deila síðan sæti með Belgum og Evrópumeisturum Portúgals sem er nú alls ekki slæmt. Íslenska landsliðið er alls ekki neðst á þessum lista. Þær þjóðir sem eiga minni möguleika á því að vinna HM en Ísland eru Ástralía, Suður-Kórea, Japan, Túnis, Nígería, Egyptaland, Panama og Sádí Arabíu. Íslenska landsliðið situr síðan við hlið Póllands, Senegal, Danmerkur, Svíþjóðar, Marokkó, Kosta Ríka og Serbíu en það eru eitt prósent líkur á því að einhver af þessum þjóðum vinni HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Íþróttatölfræðiþjónustan Gracenote hefur reiknað út sigurlíkur þjóðanna á HM í fótbolta í Rússlandi og Englendingar eru ekki alltof upplitsdjarfir. Það mætti halda að tapið á móti Íslandi á EM í Frakklandi 2016 væri enn að koma í bakið á þeim því Gracenote segir að það séu aðeins fjögur prósent líkur á því að enska landsliðið standi uppi sem sigurvegari á HM í ár. BBC segir frá þessu og CNN líka eins og sjá má hér. Það er ekki hægt að lesa annað út úr fyrirsögnum og fréttum enskra miðla en að þeir séu móðgaðir yfir þessum útreikningi Gracenote. Það sem er þó öllu meira áfall en prósentutalan er að það eru meiri líkur á því að Perúmenn vinni heimsmeistarakeppnina en Englendingar.>? Peru have a better chance of winning the #WorldCup than Belgium, Portugal and England according to new data. More https://t.co/T75CxTYgUgpic.twitter.com/apZPWRGxpK — BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2018 Gracenote segir að það séu fimm prósent líkur á því að Perú vinni HM en þeir skipa sjöunda sætið á listanum. Brasilíumenn eru langsigurstranglegastir með 21 prósent líkur en í næstu sætum koma síðan Spánn, Þýskaland, Argentína, Frakkland og Kólumbía. Englendingar deila síðan sæti með Belgum og Evrópumeisturum Portúgals sem er nú alls ekki slæmt. Íslenska landsliðið er alls ekki neðst á þessum lista. Þær þjóðir sem eiga minni möguleika á því að vinna HM en Ísland eru Ástralía, Suður-Kórea, Japan, Túnis, Nígería, Egyptaland, Panama og Sádí Arabíu. Íslenska landsliðið situr síðan við hlið Póllands, Senegal, Danmerkur, Svíþjóðar, Marokkó, Kosta Ríka og Serbíu en það eru eitt prósent líkur á því að einhver af þessum þjóðum vinni HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira