Viðskipti innlent

200 milljóna gjaldþrot minjagripaverslana The Viking

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi eigandi The Viking, seldi Pennanum verslunarkeðju sína í apríl síðastliðnum.
Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi eigandi The Viking, seldi Pennanum verslunarkeðju sína í apríl síðastliðnum. visir/stefán
Engar greiðslur fengust upp í 200 milljóna kröfur í þrotabú félagsins Hóras ehf., sem rak m.a. þrjár minjagripaverslanir undir merkjum The Viking. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu.

Búið var tekið til gjaldþrotaskipta í mars og lauk skiptum í búinu 31. maí síðastliðinn. Engar eignir fundust í búinu og skiptum lauk án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, sem námu rúmum 204 milljónum króna.

Penninn keypti rekstur og verslanir The Viking í apríl síðastliðnum. Þá lokaði lögregla þremur verslunum The Viking í janúar, tveimur í miðbæ Reykjavíkur og einni á Akureyri, í janúar að beiðni tollstjóra vegna vanskila á vörslusköttum.

Verslanirnar voru síðar opnaðar aftur en þá höfðu þær verið færðar frá félaginu Hóras yfir á félagið H-fasteignir, þaðan sem Penninn keypti þær.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×