Rocky Horror heldur áfram í haust Benedikt Bóas skrifar 7. júní 2018 06:00 Hópurinn að baki Rocky Horror skemmti landsmönnum og gestum Grímuhátíðarinnar í gær en sýningin var tilnefnd til tvennra verðlauna. Meðal annars Páll Óskar í hlutverki sínu sem Frank-N-Furter. Vísir/sigtryggur „Það er búið að vera uppselt og sýningin átti að vera númer 49. Við vorum að ákveða að halda áfram og hún verður sýnd 8. september. Það er mikill áhugi og við erum ánægð með að geta haldið áfram,“ segir Vignir Egill Vigfússon, markaðs- og kynningarfulltrúi Borgarleikhússins. Fella þurfti niður sýningu á Rocky Horror í gær vegna veikinda og verður síðasta sýning þann 10. júní. Þá fara leikarar í sumarfrí frá sýningunni en þráðurinn verður tekinn upp aftur í september. Sýningin fékk tvær tilnefningar á Grímunni, Páll Óskar sem söngvari ársins og Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikkona í aukahlutverki. Sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi en forsölumet var slegið á fyrsta degi forsölunnar forðum daga þegar um 4.500 miðar seldust á einum sólarhring. Páll Óskar Hjálmtýsson fer með hlutverk Frank-N-Furter í sýningunni eins og hann gerði síðast fyrir um 27 árum í uppfærslu MH á verkinu. Baksviðs er oft mikill handagangur í öskjunni og að mörgu að hyggja. Hér er Páll Óskar í sminkstólnum að gera sig kláran. Vísir/AntonAuk hans eru í leikhópnum söngvarinn Valdimar Guðmundsson sem fer með hlutverk Eddie, Arnar Dan Kristjánsson sem Rocky, Björn Stefánsson sem Riff Raff, Brynhildur Guðjónsdóttir sem Magenta, Haraldur Ari Stefánsson sem Brad Majors, Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem dr. Scott, Vala Kristín Eiríksdóttir sem Columbia, Valur Freyr Einarsson sem er sögumaður og Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem Janet Weiss. Listrænir stjórnendur eru Marta Nordal leikstjóri, Jón Ólafsson tónlistarstjóri, Lee Proud danshönnuður, Ilmur Stefánsdóttir leikmyndahönnuður, Filippía Elísdóttir, búninga- og leikgervahönnuður, og Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósahönnuður. Það er því einvalalið sem stendur á sviðinu og einnig þau sem eru baksviðs. „Þetta fer í 53 sýningar og verður byrjað aftur í september og mikil spenna fyrir því. Ég veit að leikararnir eru spenntir fyrir að gera þetta áfram. Það er gaman að sýna þetta og Páll Óskar verður með. Þetta gerist ekki án hans,“ segir Vignir kátur þrátt fyrir að hafa þurft að fella niður sýningu í gær. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Miðasölumet á Rocky Horror Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á eina sýningu á einum degi í Borgarleikhúsinu eins og af er degi eftir að forsalan á söngleikinn Rocky Horror, sem frumsýndur verður 16. mars, hófst á miðnætti. 1. febrúar 2018 13:30 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Það er búið að vera uppselt og sýningin átti að vera númer 49. Við vorum að ákveða að halda áfram og hún verður sýnd 8. september. Það er mikill áhugi og við erum ánægð með að geta haldið áfram,“ segir Vignir Egill Vigfússon, markaðs- og kynningarfulltrúi Borgarleikhússins. Fella þurfti niður sýningu á Rocky Horror í gær vegna veikinda og verður síðasta sýning þann 10. júní. Þá fara leikarar í sumarfrí frá sýningunni en þráðurinn verður tekinn upp aftur í september. Sýningin fékk tvær tilnefningar á Grímunni, Páll Óskar sem söngvari ársins og Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikkona í aukahlutverki. Sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi en forsölumet var slegið á fyrsta degi forsölunnar forðum daga þegar um 4.500 miðar seldust á einum sólarhring. Páll Óskar Hjálmtýsson fer með hlutverk Frank-N-Furter í sýningunni eins og hann gerði síðast fyrir um 27 árum í uppfærslu MH á verkinu. Baksviðs er oft mikill handagangur í öskjunni og að mörgu að hyggja. Hér er Páll Óskar í sminkstólnum að gera sig kláran. Vísir/AntonAuk hans eru í leikhópnum söngvarinn Valdimar Guðmundsson sem fer með hlutverk Eddie, Arnar Dan Kristjánsson sem Rocky, Björn Stefánsson sem Riff Raff, Brynhildur Guðjónsdóttir sem Magenta, Haraldur Ari Stefánsson sem Brad Majors, Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem dr. Scott, Vala Kristín Eiríksdóttir sem Columbia, Valur Freyr Einarsson sem er sögumaður og Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem Janet Weiss. Listrænir stjórnendur eru Marta Nordal leikstjóri, Jón Ólafsson tónlistarstjóri, Lee Proud danshönnuður, Ilmur Stefánsdóttir leikmyndahönnuður, Filippía Elísdóttir, búninga- og leikgervahönnuður, og Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósahönnuður. Það er því einvalalið sem stendur á sviðinu og einnig þau sem eru baksviðs. „Þetta fer í 53 sýningar og verður byrjað aftur í september og mikil spenna fyrir því. Ég veit að leikararnir eru spenntir fyrir að gera þetta áfram. Það er gaman að sýna þetta og Páll Óskar verður með. Þetta gerist ekki án hans,“ segir Vignir kátur þrátt fyrir að hafa þurft að fella niður sýningu í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Miðasölumet á Rocky Horror Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á eina sýningu á einum degi í Borgarleikhúsinu eins og af er degi eftir að forsalan á söngleikinn Rocky Horror, sem frumsýndur verður 16. mars, hófst á miðnætti. 1. febrúar 2018 13:30 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Miðasölumet á Rocky Horror Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á eina sýningu á einum degi í Borgarleikhúsinu eins og af er degi eftir að forsalan á söngleikinn Rocky Horror, sem frumsýndur verður 16. mars, hófst á miðnætti. 1. febrúar 2018 13:30