Heillaður af Íslandi og spáir íslenska liðinu sæti í sextán liða úrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2018 09:30 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Íþróttafjölmiðlamenn heimsins keppast nú við að skrifa um og spá fyrir um gengi þjóða á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Rússlandi í næstu viku en þar er Ísland með í fyrsta sinn. Mennirnir á bandaríska íþróttablaðinu Sports Illustrated hafa allir birt sína spá en í henni má sjá hvaða liðum þeir spá inn í sextán liða úrslitin og hvernig útsláttarkeppnin spilast. Blaðamennirnir sem spáðu hjá Sports Illustrated eru þeir Avi Creditor, Luis Miguel Echegaray, Brian Straus, Grant Wahl og Jonathan Wilson. Þeir Avi, Luis, Brian og Jonathan hafa enga trú á íslenska landsliðinu og spá því að Argentína og Króatía eða Nígería komist upp úr íslenska riðlinum. Avi og Brian spá meira að segja Króatíu sigri í riðlinum en Luis er sá eini sem telur að Nígería komist áfram.Exploring Planet Fútbol: Iceland—by far the most ambitious SI Video project I've ever been involved in. Half-hour documentary is available now on https://t.co/FaPitGl62P. Do the 7-day free trial. We're doing really cool stuff. https://t.co/ny7NBZpoE7pic.twitter.com/iW3QYTEtXD — Grant Wahl (@GrantWahl) June 5, 2018 Íslandsvinurinn Grant Wahl er aftur á móti sér á báti þegar kemur að gengi íslensku strákanna. Hann hefur skrifað mikið um íslenska landsliðið í aðdraganda keppninnar og er höfundur umfjöllunnar um íslenska liðið sem endaði á forsíðu Sports Illustrated á dögunum. Grant Wahl er algjörlega heillaður af Íslandi og spáir því að Ísland slái Argentínu út og að Króatía fari með strákunum okkar inn í sextán liða úrslitin.My picks: Spain over Belgium in the final. Germany over Uruguay for 3rd place. Argentina out in group stage. Mexico over Brazil in Round of 16. Advancing to R16: URU, POR, FRA, ISL, BRA, MEX, BEL, SEN, ESP, RUS, CRO, DEN, GER, SUI, COL, ENG. https://t.co/WRLGPCubfd — Grant Wahl (@GrantWahl) June 4, 2018 Ef þessi spá hjá Grant á að ganga eftir þá verður íslenska landsliðið að ná frábærum úrslitum í fyrsta leik á móti Argentínu. Pressan er öll á Lionel Messi og félögum og samkvæmt spá aðalfótboltasérfræðings Sports Illustrated þá verður hún greinilega of mikil. Grant Wahl spáir því að Spánverjar fari alla leið og tryggi sér heimsmeistaratitilinn með sigri á Belgíu í úrslitaleiknum. Auk þess að hafa trú á íslenska landsliðinu þá telur hann að Úrúgvæ slái út Frakka og komist í undanúrslitin. Hann spáir einnig að Króatar komist í átta liða úrslitin en tapi þar á móti Spáni. Avi Creditor spáir því að Brasilíumenn verði heimsmeistarar eftir sigur á Spánverjum í úrslitaleiknum. Hann er á því að Argentínumenn slái Frakka út í 16 liða úrslitunum og að Brasilía og Argentína mætist í undanúrslitum. Luis Miguel Echegaray er einnig á því að Brasilía vinni en hann telur að þeir vinni heimsmeistara Þjóðverja í úrslitaleiknum og hefni fyrir 7-1 stórtapið í undanúrslitum á HM 2014. Brian Straus spáir aftur á móti Frökkum heimsmeistaratitlinum eftir sigur á Þjóðverjum í úrslitaleiknum. Brian er á þvío að Belgar slái úr Brasilíumenn en detti síðan út á móti Frökkum. Jonathan Wilson spáir Spánverjum heimsmeistaratitlinum eftir sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum. Frakkar og Þjóðverjar munu að hans mati tapa í undanúrslitunum. Það má nálgast spá þeirra félaga með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Íþróttafjölmiðlamenn heimsins keppast nú við að skrifa um og spá fyrir um gengi þjóða á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Rússlandi í næstu viku en þar er Ísland með í fyrsta sinn. Mennirnir á bandaríska íþróttablaðinu Sports Illustrated hafa allir birt sína spá en í henni má sjá hvaða liðum þeir spá inn í sextán liða úrslitin og hvernig útsláttarkeppnin spilast. Blaðamennirnir sem spáðu hjá Sports Illustrated eru þeir Avi Creditor, Luis Miguel Echegaray, Brian Straus, Grant Wahl og Jonathan Wilson. Þeir Avi, Luis, Brian og Jonathan hafa enga trú á íslenska landsliðinu og spá því að Argentína og Króatía eða Nígería komist upp úr íslenska riðlinum. Avi og Brian spá meira að segja Króatíu sigri í riðlinum en Luis er sá eini sem telur að Nígería komist áfram.Exploring Planet Fútbol: Iceland—by far the most ambitious SI Video project I've ever been involved in. Half-hour documentary is available now on https://t.co/FaPitGl62P. Do the 7-day free trial. We're doing really cool stuff. https://t.co/ny7NBZpoE7pic.twitter.com/iW3QYTEtXD — Grant Wahl (@GrantWahl) June 5, 2018 Íslandsvinurinn Grant Wahl er aftur á móti sér á báti þegar kemur að gengi íslensku strákanna. Hann hefur skrifað mikið um íslenska landsliðið í aðdraganda keppninnar og er höfundur umfjöllunnar um íslenska liðið sem endaði á forsíðu Sports Illustrated á dögunum. Grant Wahl er algjörlega heillaður af Íslandi og spáir því að Ísland slái Argentínu út og að Króatía fari með strákunum okkar inn í sextán liða úrslitin.My picks: Spain over Belgium in the final. Germany over Uruguay for 3rd place. Argentina out in group stage. Mexico over Brazil in Round of 16. Advancing to R16: URU, POR, FRA, ISL, BRA, MEX, BEL, SEN, ESP, RUS, CRO, DEN, GER, SUI, COL, ENG. https://t.co/WRLGPCubfd — Grant Wahl (@GrantWahl) June 4, 2018 Ef þessi spá hjá Grant á að ganga eftir þá verður íslenska landsliðið að ná frábærum úrslitum í fyrsta leik á móti Argentínu. Pressan er öll á Lionel Messi og félögum og samkvæmt spá aðalfótboltasérfræðings Sports Illustrated þá verður hún greinilega of mikil. Grant Wahl spáir því að Spánverjar fari alla leið og tryggi sér heimsmeistaratitilinn með sigri á Belgíu í úrslitaleiknum. Auk þess að hafa trú á íslenska landsliðinu þá telur hann að Úrúgvæ slái út Frakka og komist í undanúrslitin. Hann spáir einnig að Króatar komist í átta liða úrslitin en tapi þar á móti Spáni. Avi Creditor spáir því að Brasilíumenn verði heimsmeistarar eftir sigur á Spánverjum í úrslitaleiknum. Hann er á því að Argentínumenn slái Frakka út í 16 liða úrslitunum og að Brasilía og Argentína mætist í undanúrslitum. Luis Miguel Echegaray er einnig á því að Brasilía vinni en hann telur að þeir vinni heimsmeistara Þjóðverja í úrslitaleiknum og hefni fyrir 7-1 stórtapið í undanúrslitum á HM 2014. Brian Straus spáir aftur á móti Frökkum heimsmeistaratitlinum eftir sigur á Þjóðverjum í úrslitaleiknum. Brian er á þvío að Belgar slái úr Brasilíumenn en detti síðan út á móti Frökkum. Jonathan Wilson spáir Spánverjum heimsmeistaratitlinum eftir sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum. Frakkar og Þjóðverjar munu að hans mati tapa í undanúrslitunum. Það má nálgast spá þeirra félaga með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira