Reglurnar verði líkari reglum á Norðurlöndum Sighvatur skrifar 4. júní 2018 08:00 Stefnt er að því að gera Norðurlöndin að samþættasta byggingamarkaði heims. Markmiðið er að lækka byggingarkostnað og auðvelda fyrirtækjum að starfa á milli Norðurlandanna. Vísir/ernir „Norðurlöndin eiga að verða samþættasti byggingamarkaður í heimi“, segir í yfirlýsingu norrænna ráðherra sem fara með málefni byggingariðnaðarins. Lagt er til að byggingarreglugerðir og staðlar landanna verði samræmd enn frekar frá því sem nú er. Með því að fjarlægja viðskiptahindranir verði fyrirtækjum gert auðveldara að starfa á milli landa og markmiðið að Norðurlöndin verði í raun einn byggingamarkaður. Með þessu verði hægt að lækka byggingarkostnað. Þá verður lögð áhersla á samnorrænar rannsóknir á sviði byggingariðnaðarins. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir lög og reglur í byggingariðnaði geta verið mjög mismunandi milli landa. Þótt grundvallarreglurnar séu tiltölulega líkar sé samt heilmikill munur á regluverkinu, jafnvel milli Norðurlandanna þar sem regluverkið hafi þróast sértækt í hverju landi fyrir sig. „Ég fagna auknu og þéttara norrænu samstarfi á þessu sviði. Við hittum norræna kollega okkar reglulega þar sem við skiptumst á upplýsingum og skoðum hvar við getum samræmt reglur. Þannig erum við að sigla hægt og rólega í átt að meiri samræmingu tæknilegra reglna.“ Björn bendir líka á að við gerð byggingarreglugerðarinnar frá 2012 hafi verið horft mikið til Norðurlanda sem fyrirmyndar. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist fagna öllum umbótum sem auki samkeppnishæfni Íslands. Sigurður Hannesson. framkvæmdastjóri SI.„Samtök iðnaðarins líta því yfirlýsingu ráðherranna jákvæðum augum. Við höfum talað fyrir því að einfalda þurfi regluverk og gera alla framkvæmd skilvirkari en nú er og leggjum mikla áherslu á að atvinnulífið komi líka að þessari vinnu.“ Sigurður segir fyrirmyndir hægt að sækja til Norðurlandanna og nefnir Noreg sem dæmi. Þar séu gerðar mismunandi kröfur út frá flokkun mannvirkja og umfang eftirlits sé háð eðli byggingarinnar. „Aukið svigrúm í byggingarreglugerð gæti hvatt til frekari nýsköpunar og dregið úr kostnaði. Í reglugerðum sumra Norðurlandanna er almennt meiri sveigjanleiki en í okkar regluverki sem getur stuðlað að lægri byggingarkostnaði.“ Í yfirlýsingu ráðherranna kemur fram að fyrsta verkefnið verði að skoða aðgengismál sérstaklega. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar og stjórnarmaður í Öryrkjabandalagi Íslands, segir stöðuna hér sambærilega við hin Norðurlöndin og jafnvel betri en til dæmis í Noregi. „Það var mjög stórt skref stigið með byggingarreglugerðinni 2012 sem hafði lengi verið beðið eftir. Við þurfum bara að fá það á hreint frá umhverfisráðherra hver útgangspunkturinn í þessari vinnu eigi að vera.“ Hann segir mikilvægt að markmiðum um lækkun byggingarkostnaðar verði ekki náð með því að draga úr kröfum um aðgengi að byggingum. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Norðurlöndin eiga að verða samþættasti byggingamarkaður í heimi“, segir í yfirlýsingu norrænna ráðherra sem fara með málefni byggingariðnaðarins. Lagt er til að byggingarreglugerðir og staðlar landanna verði samræmd enn frekar frá því sem nú er. Með því að fjarlægja viðskiptahindranir verði fyrirtækjum gert auðveldara að starfa á milli landa og markmiðið að Norðurlöndin verði í raun einn byggingamarkaður. Með þessu verði hægt að lækka byggingarkostnað. Þá verður lögð áhersla á samnorrænar rannsóknir á sviði byggingariðnaðarins. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir lög og reglur í byggingariðnaði geta verið mjög mismunandi milli landa. Þótt grundvallarreglurnar séu tiltölulega líkar sé samt heilmikill munur á regluverkinu, jafnvel milli Norðurlandanna þar sem regluverkið hafi þróast sértækt í hverju landi fyrir sig. „Ég fagna auknu og þéttara norrænu samstarfi á þessu sviði. Við hittum norræna kollega okkar reglulega þar sem við skiptumst á upplýsingum og skoðum hvar við getum samræmt reglur. Þannig erum við að sigla hægt og rólega í átt að meiri samræmingu tæknilegra reglna.“ Björn bendir líka á að við gerð byggingarreglugerðarinnar frá 2012 hafi verið horft mikið til Norðurlanda sem fyrirmyndar. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist fagna öllum umbótum sem auki samkeppnishæfni Íslands. Sigurður Hannesson. framkvæmdastjóri SI.„Samtök iðnaðarins líta því yfirlýsingu ráðherranna jákvæðum augum. Við höfum talað fyrir því að einfalda þurfi regluverk og gera alla framkvæmd skilvirkari en nú er og leggjum mikla áherslu á að atvinnulífið komi líka að þessari vinnu.“ Sigurður segir fyrirmyndir hægt að sækja til Norðurlandanna og nefnir Noreg sem dæmi. Þar séu gerðar mismunandi kröfur út frá flokkun mannvirkja og umfang eftirlits sé háð eðli byggingarinnar. „Aukið svigrúm í byggingarreglugerð gæti hvatt til frekari nýsköpunar og dregið úr kostnaði. Í reglugerðum sumra Norðurlandanna er almennt meiri sveigjanleiki en í okkar regluverki sem getur stuðlað að lægri byggingarkostnaði.“ Í yfirlýsingu ráðherranna kemur fram að fyrsta verkefnið verði að skoða aðgengismál sérstaklega. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar og stjórnarmaður í Öryrkjabandalagi Íslands, segir stöðuna hér sambærilega við hin Norðurlöndin og jafnvel betri en til dæmis í Noregi. „Það var mjög stórt skref stigið með byggingarreglugerðinni 2012 sem hafði lengi verið beðið eftir. Við þurfum bara að fá það á hreint frá umhverfisráðherra hver útgangspunkturinn í þessari vinnu eigi að vera.“ Hann segir mikilvægt að markmiðum um lækkun byggingarkostnaðar verði ekki náð með því að draga úr kröfum um aðgengi að byggingum.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira