Lífið

Gylfi kennir íslensku í frekar vandræðalegu viðtali

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gylfi ásamt Timbsy.
Gylfi ásamt Timbsy. Vísir
Gylfi Sigurðsson er hörkukennari ef marka má viðtal sem birtist á YouTube-síðu Copa90 í dag. Þeir sem skrifa athugasemdir við myndbandið eru þó margir sammála um að viðtalið hafi verið frekar vandræðalegt og er spyrlinum helst kennt um það.

Í viðtalinu er Gylfi meðal annars spurður að því hvort hann vildi frekar borða uppáhaldsmat sinn alla daga eða aldrei aftur. Svarar Gylfi því að uppáhaldsmaturinn hans séu íslenskir humarhalar og hann hafi ekkert á móti því að borða þá hvern einasta dag.

Viðtalið snýst þó fljótlega upp í íslenskukennslu og það verður að segjast eins og er að spyrlinum gangi ágætlega að bera fram íslensk orð. Málið vandast þó þegar hann biður Gylfa að kenna sér að segja „Oh, no its gone to V.A.R. again“ eða „Ónei, við erum að fara aftur í myndbandsupptökudómarann.“

Gylfi virðist þó ekki alveg vera með á hreinu hvernig hann eigi að þýða „V.A.R.“ yfir á íslensku og fær hann því aðstoð frá sparkspekingnum Hjörvari Hafliðasyni sem er auðvitað með á hreinu hvað orðið þýðir, myndbandsupptökudómari.

Viðtalið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×