Fótbolti

Heimir ekki ósáttur við Frederik | Hannes gat ekki spilað

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heimir og Aron á bekknum í kvöld.
Heimir og Aron á bekknum í kvöld. vísir/andri
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að Hannes Þór Halldórsson hefði átt að standa á milli stanganna í leiknum gegn Noregi en hefði ekki verið alveg tilbúinn.

Hannes meiddist lítillega á dögunum en hefur engu að síður verið að æfa með liðinu.

„Hannes er ekki alveg orðinn heill heilsu og við vildum því ekki taka áhættu með hann,“ sagði Heimir en hann valdi að spila Frederik Schram í hans stað. Það kom einhverjum á óvart enda almennt talið að Rúnar Alex Rúnarsson sé númer tvö hjá þjálfaranum.

Frederik átti ekki góðan leik í kvöld og var mjög klaufalegur í öðru marki Norðmanna. Heimir vildi þó ekki kenna markverðinum unga um markið heldur virkaði hann frekar ósáttur við reynsluboltann Kára Árnason fyrir að setja Frederik í erfiða stöðu.

„Mér fannst það vera óþarfi að senda boltann til baka. Ákvörðun Frederik að leika á sóknarmanninn var ekki góð. Ef maður skoðar þetta aftur þá sést að sóknarmaðurinn kemst í sendingaleiðina hjá honum. Þetta var erfitt fyrir Frederik.“


Tengdar fréttir

Frederik: Getur verið vitur eftir á

Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld.

Hörður: Ekkert við Frederik að sakast

Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í 3-2 tapi Íslands gegn Noregi í kvöld en þetta var næst síðasti leikur Íslands fyrir HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×