Ari Freyr Skúlason, leikmaður Íslands, var svekktur í leikslok eftir 3-2 tap gegn Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland komst í 2-1 en Norðmenn snéru taflinu sér í vil og unnu að lokum.
Ari kom inn á sem varamaður og kom frískur inn en hann spilaði sem vinstri vængmaður síðasta hálftímann.
„Mjög svo. Þegar við komumst í 2-1 þá höfðum við control á þessu en svo getur þetta breyst fljótt í fótbolta,” sagði Ari í samtali við Arnar Björnsson í leikslok.
En afhverju kláruðu okkar menn ekki leikinn í kvöld?
„Það er góð spurning. Ég vildi að við vissum það en við gerðum nokkrar skiptingar og það riðlaðist aðeins til. Þetta getur gerst. Þetta er fótboltinn.”
„Ég er búinn að bíða eftir þessum leik í smá tíma og er búinn að halda mér í góðu standi. Gott að geta fengið nokkrar mínútur,” en þetta er ekki það sem koma skal, er það nokkuð?
„Nei, alls ekki. Við eigum einn leik í viðbót hérna heima gegn Gana. Við þurfum að fínpússa það sem við höfum verið að æfa og hvað við ætlum að gera í Rússlandi.”
Ari Freyr: Þetta er fótboltinn
Tengdar fréttir

Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld.

Twitter eftir leikinn: „Eins og neikvæður gaur í Costco grúppu“
Ísland tapaði 3-2 fyrir Noregi í næst síðasta æfingarleik sínum fyrir HM. Ísland komst í 2-1 um miðjan síðari hálfleikinn en glutraði niður forskotinu.

Hörður: Ekkert við Frederik að sakast
Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í 3-2 tapi Íslands gegn Noregi í kvöld en þetta var næst síðasti leikur Íslands fyrir HM.

Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars
Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu.