Spotify endurskoðar stefnu sína gegn hatursfullri hegðun Sylvía Hall skrifar 2. júní 2018 19:24 Daniel Ek, forstjóri Spotify, segir fyrirtækið hafa getað útfært stefnu sína betur. Vísir/Getty Forstjóri Spotify, Daniel Ek, hefur lýst því yfir að ákvörðun streymiveitunnar um að fjarlægja lög R. Kelly og rapparans XXXTentacion af lagalistum hafi verið illa ígrunduð, en Spotify hefur hlotið töluverða gagnrýni í kjölfar málsins síðastliðnar vikur og hótaði rapparinn Kendrick Lamar meðal annars að fjarlægja tónlist sína af streymiveitunni ef málið yrði ekki endurskoðað. Spotify tilkynnti í byrjun maímánaðar að lög listamannanna yrðu fjarlægð af lagalistum streymiveitunnar, en tónlist þeirra yrði áfram aðgengileg á forritinu. Var ákvörðunin sögð vera hluti af nýrri stefnu fyrirtækisins um hatursfulla hegðun og vildi fyrirtækið að ákvarðanir þess og lagalistar myndu endurspegla gildi Spotify. „Ég held við höfum farið vitlaust að þessu og þetta hefði getað verið útfært betur“ sagði Ek síðastliðinn miðvikudag á Code-ráðstefnunni í Kaliforníu. Hann segist ekki hafa ætlað að setja sjálfan sig í dómarasæti og að það hafi ekki verið ætlunin að taka svo fáa listamenn fyrir, en R. Kelly og XXXTentacion hafa báðir verið sakaðir um kynferðisofbeldi og gekk það þvert á stefnuna sem var tilkynnt í síðasta mánuði. Spotify segist nú ætla að endurskoða stefnuna og mun setja lög tónlistarmannanna á lagalista sína á ný. Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly hent út af lagalistum Spotify Tónlist hans verður áfram aðgengileg á tónlistarveitunni vinsælu en fyrirtækið mun ekki lengur raða henni á lagalista sem það mælir með við notendur sína. 10. maí 2018 17:32 Vilja að lagalistarnir endurspegli gildi Spotify Streymisveitan Spotify hefur fjarlægt efni R Kelly og XXXTentacion af sínum lagalistum. 11. maí 2018 09:00 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Forstjóri Spotify, Daniel Ek, hefur lýst því yfir að ákvörðun streymiveitunnar um að fjarlægja lög R. Kelly og rapparans XXXTentacion af lagalistum hafi verið illa ígrunduð, en Spotify hefur hlotið töluverða gagnrýni í kjölfar málsins síðastliðnar vikur og hótaði rapparinn Kendrick Lamar meðal annars að fjarlægja tónlist sína af streymiveitunni ef málið yrði ekki endurskoðað. Spotify tilkynnti í byrjun maímánaðar að lög listamannanna yrðu fjarlægð af lagalistum streymiveitunnar, en tónlist þeirra yrði áfram aðgengileg á forritinu. Var ákvörðunin sögð vera hluti af nýrri stefnu fyrirtækisins um hatursfulla hegðun og vildi fyrirtækið að ákvarðanir þess og lagalistar myndu endurspegla gildi Spotify. „Ég held við höfum farið vitlaust að þessu og þetta hefði getað verið útfært betur“ sagði Ek síðastliðinn miðvikudag á Code-ráðstefnunni í Kaliforníu. Hann segist ekki hafa ætlað að setja sjálfan sig í dómarasæti og að það hafi ekki verið ætlunin að taka svo fáa listamenn fyrir, en R. Kelly og XXXTentacion hafa báðir verið sakaðir um kynferðisofbeldi og gekk það þvert á stefnuna sem var tilkynnt í síðasta mánuði. Spotify segist nú ætla að endurskoða stefnuna og mun setja lög tónlistarmannanna á lagalista sína á ný.
Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly hent út af lagalistum Spotify Tónlist hans verður áfram aðgengileg á tónlistarveitunni vinsælu en fyrirtækið mun ekki lengur raða henni á lagalista sem það mælir með við notendur sína. 10. maí 2018 17:32 Vilja að lagalistarnir endurspegli gildi Spotify Streymisveitan Spotify hefur fjarlægt efni R Kelly og XXXTentacion af sínum lagalistum. 11. maí 2018 09:00 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
R. Kelly hent út af lagalistum Spotify Tónlist hans verður áfram aðgengileg á tónlistarveitunni vinsælu en fyrirtækið mun ekki lengur raða henni á lagalista sem það mælir með við notendur sína. 10. maí 2018 17:32
Vilja að lagalistarnir endurspegli gildi Spotify Streymisveitan Spotify hefur fjarlægt efni R Kelly og XXXTentacion af sínum lagalistum. 11. maí 2018 09:00