Tólfan hefur aldrei lekið leyndarmálinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2018 14:00 Meðlimir Tólfunnar passa upp á upplýsingarnar sem þau fá frá Heimi fyrir leik. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi. Íslensku strákarnir fengu eina af forsíðum bandaríska blaðsins þar sem fjallað var ítarlega um komandi heimsmeistaramót í fótbolta. Grant Wahl skrifar greinina í Sport Illustrated og minnist að sjálfsögðu að Heimir hafi setti tannlæknisstarfið til hliðar þegar hann tók við íslenska landsliðinu. Hann gerir einnig mikið úr þeirri hefð að Heimir hittir alltaf liðsmenn Tólfunnar fyrir hvern heimaleik og fer yfir byrjunarliðið sitt, leikskipulag og annað tengt liðinu. Heimir sýnir stuðningsmönnunum einnig pepp-myndbandið sem strákarnir sjálfir fá að sjá fyrir leikinn. Heimir byrjaði á þessu fyrir sjö árum þegar íslenska landsliðið var númer 104 á FIFA-listanum og hefur ekki breytt útaf venjunni þótt að íslensku strákarnir hafi þotið upp FIFA-listann og hafa nú komist inn á tvö stórmót.Loved visiting Iceland and learning how its soccer culture has led to the nation's incredible global rise. A classic underdog story that transcends sports and provides lessons for the United States https://t.co/i8ifVkXRQlpic.twitter.com/XTsTaeVlBu — Grant Wahl (@GrantWahl) June 1, 2018 „Ég er búinn að gera þetta núna í sjö ár, og ekkert, ég endurtek, ekkert, hefur lekið út í samfélagsmiðla. Engu hefur lekið út þrátt fyrir að þau séu að fá miklar og jafnvel verðmætar upplýsingar. Þeir gætu eflaust selt þessa vitneskju,“ sagði Heimir við Sport Illustrated um þessa hefð. „Þetta hefði aldrei verið mögulegt nema af því að allir í þessu samfélagi bera svona mikil traust til hvers annars,“ segir Heimir. „Ég lít svo á að þú getir öðlast virðingu með því að vera opin og hreinskilinn. Við segjum stuðningsmönnunum alltaf frá því hvernig við ætlum að spila. Með því tryggjum við að við erum alltaf dæmdir eftir því hvort við náum markmiðum okkar eða ekki. Sömu sögu er að segja af samskiptum okkar við fjölmiðla. Með því fáum við frekar réttmæta gagnrýni,“ segir Heimir. Það má lesa alla greinina með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi. Íslensku strákarnir fengu eina af forsíðum bandaríska blaðsins þar sem fjallað var ítarlega um komandi heimsmeistaramót í fótbolta. Grant Wahl skrifar greinina í Sport Illustrated og minnist að sjálfsögðu að Heimir hafi setti tannlæknisstarfið til hliðar þegar hann tók við íslenska landsliðinu. Hann gerir einnig mikið úr þeirri hefð að Heimir hittir alltaf liðsmenn Tólfunnar fyrir hvern heimaleik og fer yfir byrjunarliðið sitt, leikskipulag og annað tengt liðinu. Heimir sýnir stuðningsmönnunum einnig pepp-myndbandið sem strákarnir sjálfir fá að sjá fyrir leikinn. Heimir byrjaði á þessu fyrir sjö árum þegar íslenska landsliðið var númer 104 á FIFA-listanum og hefur ekki breytt útaf venjunni þótt að íslensku strákarnir hafi þotið upp FIFA-listann og hafa nú komist inn á tvö stórmót.Loved visiting Iceland and learning how its soccer culture has led to the nation's incredible global rise. A classic underdog story that transcends sports and provides lessons for the United States https://t.co/i8ifVkXRQlpic.twitter.com/XTsTaeVlBu — Grant Wahl (@GrantWahl) June 1, 2018 „Ég er búinn að gera þetta núna í sjö ár, og ekkert, ég endurtek, ekkert, hefur lekið út í samfélagsmiðla. Engu hefur lekið út þrátt fyrir að þau séu að fá miklar og jafnvel verðmætar upplýsingar. Þeir gætu eflaust selt þessa vitneskju,“ sagði Heimir við Sport Illustrated um þessa hefð. „Þetta hefði aldrei verið mögulegt nema af því að allir í þessu samfélagi bera svona mikil traust til hvers annars,“ segir Heimir. „Ég lít svo á að þú getir öðlast virðingu með því að vera opin og hreinskilinn. Við segjum stuðningsmönnunum alltaf frá því hvernig við ætlum að spila. Með því tryggjum við að við erum alltaf dæmdir eftir því hvort við náum markmiðum okkar eða ekki. Sömu sögu er að segja af samskiptum okkar við fjölmiðla. Með því fáum við frekar réttmæta gagnrýni,“ segir Heimir. Það má lesa alla greinina með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira