Varaformaður Tólfunnar í viðtali hjá Sky: „Ekki hræddir við Rússland“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júní 2018 10:00 Tólfan á EM í Frakklandi. vísir/vilhelm Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. „Við höfum alltaf sagt það að ef þú mætir á völlinn í bláu og ert tilbúinn að syngja í 90 mínútur þá ertu hluti af hópnum,” sagði Sveinn Ásgeirsson, varaformaðurinn, í samtali við Sky Sports. Hann óttast ekki Rússlands. „Það sem ég hef heyrt þá hlakkar Rússunum til að hitta Íslendingana. Mér líkar ekki þessi “hooligan” stemning sem allir eru að tala um. Ég vona að það verði ekki raunin.” „Við óttumst þetta samt ekki. Þú sást í Frakklandi að nánast öllum líkaði vel við okkur. Ég veit ekki afhverju en kannski útaf því við brosum og erum að reyna njóta. Það eru íslensku stuðningsmennirnir að þetta er svo nýtt fyrir okkur að við erum að reyna ná sem mestu út úr þessu og hafa eins gaman og hægt er.” Ísland er eins og flestir Íslendingar vita í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. Sveinn segir að allt sé hægt og er vongóður um að strákarnir okkar komist upp úr riðlinum. „Allt er hægt. Þegar við sáum undanriðilinn þá var hann sterkur en við unnum hann, eins sturlað og það hljómar. Ef við erum með allt okkar lið í Rússlandi þá er allt hægt,” en Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson eru í kapphlaupi við tímann að ná HM. „Þetta er skrýtið. Fyrsti leikurinn okkar á stórmóti var gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo, einum af bestu leikmönnum heims. Nú byrjum við á Argentínu og Lionel Messi, sem er einnig einn besti leikmaður í heimi.” „Ég man að Ronaldo var að kvarta undan því hversu grófir íslensku leikmennirnir voru og að þeir væru ekki að spila fótbolta. En ég meina, hann hefur spilað við lið eins og Stoke. Ég veit ekki afhverju hann er að væla undan okkur.” „Ég reikna með að við spilum eins gegn Argentínu. Ég veit að Messi er að spila en hann er einn leikmaður. Þetta er ellefu gegn ellefu og þetta verður gaman.” Nánar má lesa viðtalið við Svein hér þar sem hann ræðir meðal annars um Lars Lagerback og hvort að Tólfan ætli að koma með eitthvað nýtt efni á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. „Við höfum alltaf sagt það að ef þú mætir á völlinn í bláu og ert tilbúinn að syngja í 90 mínútur þá ertu hluti af hópnum,” sagði Sveinn Ásgeirsson, varaformaðurinn, í samtali við Sky Sports. Hann óttast ekki Rússlands. „Það sem ég hef heyrt þá hlakkar Rússunum til að hitta Íslendingana. Mér líkar ekki þessi “hooligan” stemning sem allir eru að tala um. Ég vona að það verði ekki raunin.” „Við óttumst þetta samt ekki. Þú sást í Frakklandi að nánast öllum líkaði vel við okkur. Ég veit ekki afhverju en kannski útaf því við brosum og erum að reyna njóta. Það eru íslensku stuðningsmennirnir að þetta er svo nýtt fyrir okkur að við erum að reyna ná sem mestu út úr þessu og hafa eins gaman og hægt er.” Ísland er eins og flestir Íslendingar vita í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. Sveinn segir að allt sé hægt og er vongóður um að strákarnir okkar komist upp úr riðlinum. „Allt er hægt. Þegar við sáum undanriðilinn þá var hann sterkur en við unnum hann, eins sturlað og það hljómar. Ef við erum með allt okkar lið í Rússlandi þá er allt hægt,” en Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson eru í kapphlaupi við tímann að ná HM. „Þetta er skrýtið. Fyrsti leikurinn okkar á stórmóti var gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo, einum af bestu leikmönnum heims. Nú byrjum við á Argentínu og Lionel Messi, sem er einnig einn besti leikmaður í heimi.” „Ég man að Ronaldo var að kvarta undan því hversu grófir íslensku leikmennirnir voru og að þeir væru ekki að spila fótbolta. En ég meina, hann hefur spilað við lið eins og Stoke. Ég veit ekki afhverju hann er að væla undan okkur.” „Ég reikna með að við spilum eins gegn Argentínu. Ég veit að Messi er að spila en hann er einn leikmaður. Þetta er ellefu gegn ellefu og þetta verður gaman.” Nánar má lesa viðtalið við Svein hér þar sem hann ræðir meðal annars um Lars Lagerback og hvort að Tólfan ætli að koma með eitthvað nýtt efni á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti