Kostnaður við útboð og skráningu Arion banka á þriðja milljarð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. júní 2018 06:00 Hlutafjárútboð Arion hófst í gær. Vísir/eyþór Samanlagður kostnaður við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka, sem leggst á annars vegar bankann og hins vegar Kaupþing og vogunarsjóðinn Attestor Capital, mun nema á þriðja milljarð króna. Hlutafjárútboðið hófst í gær en gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með bréf í bankanum í Nasdaq-kauphöllinni hér á landi og í Stokkhólmi verði 15. júní. Gengi bréfanna, sem Kaupþing og Attestor bjóða til sölu í útboðinu, er á bilinu 0,6 til 0,7 miðað við eigið fé bankans. Að lágmarki verður 22,63 prósenta hlutur seldur en heimilt er að stækka grunnstærð útboðsins í 36,2 prósenta hlut. Kaupþing, sem fer með 55,6 prósent í Arion, hyggst losa um stóran eignarhlut en Attestor, sem á 12,4 prósent, mun selja allt að tveggja prósenta hlut. Kostnaður Arion banka vegna útboðsins og skráningarinnar er áætlaður um einn milljarður króna, að því er fram kemur í skráningarlýsingunni sem birt var í gær. Þá er gert ráð fyrir því að samanlögð sölutryggingarþóknun, önnur gjöld og kostnaður, þar á meðal við lögbundna skýrslugerð og skráningu, og upphæðir sem seljendurnir, Kaupþing og Attestor, greiða vegna útboðsins verði á annan milljarð króna. Endanlegur kostnaður mun ráðast af ýmsum þáttum. Að því gefnu að útboðsgengið verði á miðju verðbilinu, það er á genginu 0,65 miðað við eigið fé, hluturinn sem verður seldi verði mitt á milli 22,63 og 36,2 prósent og að umframsöluréttur verði ekki nýttur, þá er áætlaður kostnaður um það bil 1.474 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00 Vilja kaupa um 5 prósenta hlut í Arion Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir hafa skuldbundið sig til að kaupa allt að 20 prósent af þeim bréfum sem verða seld í útboði Arion banka. Sjóðirnir eru fyrir á meðal stærstu hluthafa fyrirtækja í Kauphöllinni. 31. maí 2018 06:00 Arion verði fyrsti íslenski bankinn á Nasdaq frá hruni Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréfin í kauphöllum á Íslandi og Svíþjóð. Stjórnendur bankans segjast sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka næsta skref í þróun fyrirtækisins. 17. maí 2018 12:16 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Samanlagður kostnaður við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka, sem leggst á annars vegar bankann og hins vegar Kaupþing og vogunarsjóðinn Attestor Capital, mun nema á þriðja milljarð króna. Hlutafjárútboðið hófst í gær en gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með bréf í bankanum í Nasdaq-kauphöllinni hér á landi og í Stokkhólmi verði 15. júní. Gengi bréfanna, sem Kaupþing og Attestor bjóða til sölu í útboðinu, er á bilinu 0,6 til 0,7 miðað við eigið fé bankans. Að lágmarki verður 22,63 prósenta hlutur seldur en heimilt er að stækka grunnstærð útboðsins í 36,2 prósenta hlut. Kaupþing, sem fer með 55,6 prósent í Arion, hyggst losa um stóran eignarhlut en Attestor, sem á 12,4 prósent, mun selja allt að tveggja prósenta hlut. Kostnaður Arion banka vegna útboðsins og skráningarinnar er áætlaður um einn milljarður króna, að því er fram kemur í skráningarlýsingunni sem birt var í gær. Þá er gert ráð fyrir því að samanlögð sölutryggingarþóknun, önnur gjöld og kostnaður, þar á meðal við lögbundna skýrslugerð og skráningu, og upphæðir sem seljendurnir, Kaupþing og Attestor, greiða vegna útboðsins verði á annan milljarð króna. Endanlegur kostnaður mun ráðast af ýmsum þáttum. Að því gefnu að útboðsgengið verði á miðju verðbilinu, það er á genginu 0,65 miðað við eigið fé, hluturinn sem verður seldi verði mitt á milli 22,63 og 36,2 prósent og að umframsöluréttur verði ekki nýttur, þá er áætlaður kostnaður um það bil 1.474 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00 Vilja kaupa um 5 prósenta hlut í Arion Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir hafa skuldbundið sig til að kaupa allt að 20 prósent af þeim bréfum sem verða seld í útboði Arion banka. Sjóðirnir eru fyrir á meðal stærstu hluthafa fyrirtækja í Kauphöllinni. 31. maí 2018 06:00 Arion verði fyrsti íslenski bankinn á Nasdaq frá hruni Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréfin í kauphöllum á Íslandi og Svíþjóð. Stjórnendur bankans segjast sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka næsta skref í þróun fyrirtækisins. 17. maí 2018 12:16 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00
Vilja kaupa um 5 prósenta hlut í Arion Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir hafa skuldbundið sig til að kaupa allt að 20 prósent af þeim bréfum sem verða seld í útboði Arion banka. Sjóðirnir eru fyrir á meðal stærstu hluthafa fyrirtækja í Kauphöllinni. 31. maí 2018 06:00
Arion verði fyrsti íslenski bankinn á Nasdaq frá hruni Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréfin í kauphöllum á Íslandi og Svíþjóð. Stjórnendur bankans segjast sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka næsta skref í þróun fyrirtækisins. 17. maí 2018 12:16
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun