Helgi: Við getum unnið alla Arnar Björnsson í Kabardinka skrifar 18. júní 2018 20:45 Samvinna íslensku þjálfaranna á HM í Rússlandi er til mikillar fyrirmyndar. Þeir vinna vel saman og greinilegt er að það hefur skilað árangri hingað til að minnsta kosti. Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins segir þetta um næstu mótherja okkar, Nígeríu. „Þeir spila öðruvísi. Í æfingaleiknum við Gana sáum við margt svipað og hjá Nígeríu. Það sem við vitum að leikmennirnir eru gríðarlega fljótir og góðir í skyndisóknum. Það gæti því orðið miklu hættulegra ef við töpum boltanum á móti þeim. Týpurnar af leikmönnum, þeir fara mikið einn á einn og stundum erfitt að reikna þá út," sagði Helgi. „Maður veit svona þokkalega skipulagið hjá Argentínu. Þegar Messi fær boltann þá veit maður hvað kemur næst, hvaða hlaup hann tekur og hvern á þá að passa. Gegn Nígeríu ertu ekki alveg viss. Þeir eru óútreiknanlegir og eru gríðarlega hættulegir í þessum hlutum líka.“ Það er vinnuregla hjá landsliðinu eftir leik á stórmóti að eyða 24 tímum í að gera upp leikinn sem liðið var að spila áður en menn einbeita sér að næsta mótherja.Miðað við ykkar undirbúning og plön eru líkur á því að þið breytið byrjunarliðinu frá Argentínuleiknum? „Það er alveg möguleiki. Við vorum búnir að tala um það fyrirfram hvað myndi henta betur á móti þessum andstæðingi. Erum búnir að spá í það líka, það geta orðið breytingar. Alveg klárlega.“Þú hefur fulla trú á því að íslenska liðið hafi getu til að vinna Nígeríu? „Við getum unnið alla. Það er bara þannig. Við trúum alltaf á sjálfa okkur sama hver andstæðingurinn er. Við erum ekkert að fara að vanmeta Nígeríu. Við vitum að lið þeirra er gríðarlega sterkt. Þeir komust líka hingað þannig að þetta verður erfiður leikur eins og allir, þegar þú ert kominn í lokakeppni HM,“ segir Helgi. Íslenska liðið þurfi að eiga góðan leik og spila upp á sinn styrkleika. „Það voru margir hlutir í leiknum gegn Argentínu, sem er vanalega okkar styrkur, en kom ekki mikið út úr. Það er alltaf hægt að gera betur og það er okkar að reyna að gera það núna. Þetta verður alls ekki auðveldur leikur“, segir Helgi Kolviðsson brosmildi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Sjá meira
Samvinna íslensku þjálfaranna á HM í Rússlandi er til mikillar fyrirmyndar. Þeir vinna vel saman og greinilegt er að það hefur skilað árangri hingað til að minnsta kosti. Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins segir þetta um næstu mótherja okkar, Nígeríu. „Þeir spila öðruvísi. Í æfingaleiknum við Gana sáum við margt svipað og hjá Nígeríu. Það sem við vitum að leikmennirnir eru gríðarlega fljótir og góðir í skyndisóknum. Það gæti því orðið miklu hættulegra ef við töpum boltanum á móti þeim. Týpurnar af leikmönnum, þeir fara mikið einn á einn og stundum erfitt að reikna þá út," sagði Helgi. „Maður veit svona þokkalega skipulagið hjá Argentínu. Þegar Messi fær boltann þá veit maður hvað kemur næst, hvaða hlaup hann tekur og hvern á þá að passa. Gegn Nígeríu ertu ekki alveg viss. Þeir eru óútreiknanlegir og eru gríðarlega hættulegir í þessum hlutum líka.“ Það er vinnuregla hjá landsliðinu eftir leik á stórmóti að eyða 24 tímum í að gera upp leikinn sem liðið var að spila áður en menn einbeita sér að næsta mótherja.Miðað við ykkar undirbúning og plön eru líkur á því að þið breytið byrjunarliðinu frá Argentínuleiknum? „Það er alveg möguleiki. Við vorum búnir að tala um það fyrirfram hvað myndi henta betur á móti þessum andstæðingi. Erum búnir að spá í það líka, það geta orðið breytingar. Alveg klárlega.“Þú hefur fulla trú á því að íslenska liðið hafi getu til að vinna Nígeríu? „Við getum unnið alla. Það er bara þannig. Við trúum alltaf á sjálfa okkur sama hver andstæðingurinn er. Við erum ekkert að fara að vanmeta Nígeríu. Við vitum að lið þeirra er gríðarlega sterkt. Þeir komust líka hingað þannig að þetta verður erfiður leikur eins og allir, þegar þú ert kominn í lokakeppni HM,“ segir Helgi. Íslenska liðið þurfi að eiga góðan leik og spila upp á sinn styrkleika. „Það voru margir hlutir í leiknum gegn Argentínu, sem er vanalega okkar styrkur, en kom ekki mikið út úr. Það er alltaf hægt að gera betur og það er okkar að reyna að gera það núna. Þetta verður alls ekki auðveldur leikur“, segir Helgi Kolviðsson brosmildi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Sjá meira