Dietmar Hamann: Ísland er komið á heimskortið Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 18. júní 2018 14:30 Íslensku strákarnir fagna marki Alfreðs Finnbogasonar. vísir/vilhelm Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður Liverpool og þýska landsliðsins, var einn af fjölmörgum sparkspekingum um víða veröld sem heillaðist af frammistöðu strákanna okkar á móti Argentínu. Ísland gerði 1-1 jafntefli við tvöfalda heimsmeistarana í fyrsta leik sínum á HM frá upphafi en markið skoraði Alfreð Finnbogason í fyrri hálfleik. „Þá má færa rök fyrir því að Ísland átti stig skilið í þessum leik. Íslensku strákarnir lögðu allt í þetta, vörðust frábærlega og hentu sér fyrir allt. Ef það gekk svo ekki varði markvörðurinn,“ segir Hamann sem er sérfræðingur RTÉ á Írlandi. „Það má segja að Ísland hafi komist á heimskortið í dag. Ég held að nú viti allir í Argentínu hvað Ísland er og hvað margir búa þar,“ bætir hann við. Á meðan Ísland spilaði eins og lið og uppskar sitt fyrsta stig á stórmóti frá upphafi var Argentína bara eins manns her, að mati Þjóðverjans. „Íslenska liðið var frábært frá upphafi til enda. Það var frábært að sjá hvernig allir leikmennirnir börðust allan leikinn,“ segir Hamann. „Argentínska liðið er bara tíu leikmenn sem gefa á Messi og vona að hann geri eitthvað. Þannig vinnur þú ekki leiki og hvað þá stórmót. Miðað við þennan leik er ekkert víst að Argentína komist upp úr riðlinum því Króatía og Nígería eru líka mjög góð lið,“ segir Dietmar Hamann.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Patrice Evra: Ísland átti skilið að vinna Argentínu Franski bakvörðurinn var mjög hrifinn af íslenska liðinu í leiknum á móti Messi og félögum. 18. júní 2018 12:30 Ætti Messi að vera vítaskytta Argentínu? Lionel Messi er óumdeilanlega besti leikmaður argentínska landsliðsins en hann ætti kannski að láta öðrum eftir að sjá um vítaspyrnur liðsins. 18. júní 2018 10:30 Svefnsjúkur sparkspekingur skeytir skapi sínu á Íslendingum Segir Íslendinga vera afkomendur þeirra aumingja sem urðu undir í lífsbaráttunni á tímum víkinga og þurftu að flýja til afskekktra eyja þar sem meira að segja sauðfé fékk ekki þrifist. 18. júní 2018 08:11 HM í dag: Sænskur njósnari, áhrifavaldurinn Rúrik og þynnka Englendinga á enda Níundi þáttur er farinn í loftið. 18. júní 2018 10:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Fleiri fréttir Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira
Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður Liverpool og þýska landsliðsins, var einn af fjölmörgum sparkspekingum um víða veröld sem heillaðist af frammistöðu strákanna okkar á móti Argentínu. Ísland gerði 1-1 jafntefli við tvöfalda heimsmeistarana í fyrsta leik sínum á HM frá upphafi en markið skoraði Alfreð Finnbogason í fyrri hálfleik. „Þá má færa rök fyrir því að Ísland átti stig skilið í þessum leik. Íslensku strákarnir lögðu allt í þetta, vörðust frábærlega og hentu sér fyrir allt. Ef það gekk svo ekki varði markvörðurinn,“ segir Hamann sem er sérfræðingur RTÉ á Írlandi. „Það má segja að Ísland hafi komist á heimskortið í dag. Ég held að nú viti allir í Argentínu hvað Ísland er og hvað margir búa þar,“ bætir hann við. Á meðan Ísland spilaði eins og lið og uppskar sitt fyrsta stig á stórmóti frá upphafi var Argentína bara eins manns her, að mati Þjóðverjans. „Íslenska liðið var frábært frá upphafi til enda. Það var frábært að sjá hvernig allir leikmennirnir börðust allan leikinn,“ segir Hamann. „Argentínska liðið er bara tíu leikmenn sem gefa á Messi og vona að hann geri eitthvað. Þannig vinnur þú ekki leiki og hvað þá stórmót. Miðað við þennan leik er ekkert víst að Argentína komist upp úr riðlinum því Króatía og Nígería eru líka mjög góð lið,“ segir Dietmar Hamann.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Patrice Evra: Ísland átti skilið að vinna Argentínu Franski bakvörðurinn var mjög hrifinn af íslenska liðinu í leiknum á móti Messi og félögum. 18. júní 2018 12:30 Ætti Messi að vera vítaskytta Argentínu? Lionel Messi er óumdeilanlega besti leikmaður argentínska landsliðsins en hann ætti kannski að láta öðrum eftir að sjá um vítaspyrnur liðsins. 18. júní 2018 10:30 Svefnsjúkur sparkspekingur skeytir skapi sínu á Íslendingum Segir Íslendinga vera afkomendur þeirra aumingja sem urðu undir í lífsbaráttunni á tímum víkinga og þurftu að flýja til afskekktra eyja þar sem meira að segja sauðfé fékk ekki þrifist. 18. júní 2018 08:11 HM í dag: Sænskur njósnari, áhrifavaldurinn Rúrik og þynnka Englendinga á enda Níundi þáttur er farinn í loftið. 18. júní 2018 10:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Fleiri fréttir Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira
Patrice Evra: Ísland átti skilið að vinna Argentínu Franski bakvörðurinn var mjög hrifinn af íslenska liðinu í leiknum á móti Messi og félögum. 18. júní 2018 12:30
Ætti Messi að vera vítaskytta Argentínu? Lionel Messi er óumdeilanlega besti leikmaður argentínska landsliðsins en hann ætti kannski að láta öðrum eftir að sjá um vítaspyrnur liðsins. 18. júní 2018 10:30
Svefnsjúkur sparkspekingur skeytir skapi sínu á Íslendingum Segir Íslendinga vera afkomendur þeirra aumingja sem urðu undir í lífsbaráttunni á tímum víkinga og þurftu að flýja til afskekktra eyja þar sem meira að segja sauðfé fékk ekki þrifist. 18. júní 2018 08:11
HM í dag: Sænskur njósnari, áhrifavaldurinn Rúrik og þynnka Englendinga á enda Níundi þáttur er farinn í loftið. 18. júní 2018 10:00