Skjávarpavesen ástæðan fyrir fýlu Heimis Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 18. júní 2018 09:30 Heimir hefur verið í banastuði þegar íslenskir blaðamenn hafa hitt á hann hér ytra. Hér þakkar hann stuðninginn í leikslok í Moskvu. Vísir/Vilhelm Það vakti athygli á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn gegn Argentínu að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari talaði um að hann hefði farið í fýlu daginn á undan. Heimir kom inn á þetta í síðustu spurningunni á fundinum þar sem hann var spurður hvernig gengi að halda einbeitingunni á stóra sviðinu í Rússlandi. Heimir svaraði því þannig að undirbúningurinn hefði staðið það lengi yfir og það væri nógu margt fólk í kringum teymið sem vissi út í hvað liðið væri að fara. „Það eru engar reddingar á síðustu stundu. Það er allt mjög vel skipulagt,“ sagði Heimir og hrósaði þjálfarateyminu, sjúkraþjálfurunum, njósnurum og stuðningsnetinu allt í kring. „Ég fór í smá fýlu í gær en það voru menn sem pikkuðu mig upp og hristu mig,“ sagði Heimir til marks um hvernig menn stæðu saman. Allir íslensku blaðamennirnir veltu fyrir sér af hverju hvað hefði gerst og Sindri Sverrisson, blaðamaður á Morgunblaðinu, spurði Heimi út í það í gær. „Þegar spennan er að byggjast upp þá eru það oft litlir hlutir sem verða til þess að pirra mann. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé allt á hreinu og allt undirbúið. Það var einhver skjávarpi sem klikkaði, og mér fannst það ekki vera viðeigandi í aðdraganda leiks á HM að landsliðið væri með bilaðan skjávarpa,“ sagði Heimir en vildi ekki kenna neinum um skjávarpavesenið. „Þetta var ekkert vandamál eftir á, en þráðurinn er stuttur þegar það er mikið undir.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
Það vakti athygli á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn gegn Argentínu að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari talaði um að hann hefði farið í fýlu daginn á undan. Heimir kom inn á þetta í síðustu spurningunni á fundinum þar sem hann var spurður hvernig gengi að halda einbeitingunni á stóra sviðinu í Rússlandi. Heimir svaraði því þannig að undirbúningurinn hefði staðið það lengi yfir og það væri nógu margt fólk í kringum teymið sem vissi út í hvað liðið væri að fara. „Það eru engar reddingar á síðustu stundu. Það er allt mjög vel skipulagt,“ sagði Heimir og hrósaði þjálfarateyminu, sjúkraþjálfurunum, njósnurum og stuðningsnetinu allt í kring. „Ég fór í smá fýlu í gær en það voru menn sem pikkuðu mig upp og hristu mig,“ sagði Heimir til marks um hvernig menn stæðu saman. Allir íslensku blaðamennirnir veltu fyrir sér af hverju hvað hefði gerst og Sindri Sverrisson, blaðamaður á Morgunblaðinu, spurði Heimi út í það í gær. „Þegar spennan er að byggjast upp þá eru það oft litlir hlutir sem verða til þess að pirra mann. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé allt á hreinu og allt undirbúið. Það var einhver skjávarpi sem klikkaði, og mér fannst það ekki vera viðeigandi í aðdraganda leiks á HM að landsliðið væri með bilaðan skjávarpa,“ sagði Heimir en vildi ekki kenna neinum um skjávarpavesenið. „Þetta var ekkert vandamál eftir á, en þráðurinn er stuttur þegar það er mikið undir.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira