Freyr um varnarleikinn: Besta sem ég hef séð í fótbolta yfir höfuð Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 18. júní 2018 09:00 Aron Einar fylgir Lionel Messi eftir en hann komst hvorki lönd né strönd gegn okkar mönnum. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er yfirnjósnari íslenska karlalandsliðsins og hann hjálpaði til í leiknum í fyrradag þegar að strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli við Argentínu. Freyr var ekki bara að leikgreina Argentínu í undirbúningi fyrir leikinn heldur sat hann einnig upp í stúku og sendi skilaboð niður til þjálfarateymisins á bekknum. Hann var í raun að leikgreina í beinni og allt gekk upp. „Varnarleikur okkar tók vopnin frá þeim. Við tókum allt svæðið á bakvið varnarlínuna okkar í burtu og hjálparvörnin var sennilega sú besta sem ég hef séð í fótbolta. Ekki bara í íslenskum fótbolta heldur í fótbolta yfir höfuð,“ segir Freyr sem lét heyra í sér í stúkunni. „Við vorum með þá en samt var ótrúlega stressandi að vera þarna uppi með yfirsýn yfir allt. Mér leið samt ótrúlega vel.“ Eins og það er fyrir leikmenn að spila vel er það ótrúlega gefandi fyrir þjálfara og leikgreinendur að sjá leikáætlanir heppnast svona vel. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Það er alveg ótrúlega gaman þegar að þetta gengur upp og sem betur fer hefur þetta gengið ansi vel upp hjá okkur upp á síðkastið,“ segir Freyr.Ragnar Sigurðsson faðmar bróður sinn eftir leik.vísir/vilhelm„Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu. Maður er stressaður um að allt sem maður hefur undirbúið verið afgreitt með einhverju óvæntu frá andstæðingnum en þá er gott að vera með plan A og plan B.“ Það er svo eitt að undirbúa leikina vel og annað að spila þá. Það eru eftir allt saman leikmennirnir sem þurfa að fylgja eftir planinu og berjast fyrir öllu sem í boði er. Og það gera okkar menn. „Þetta myndi samt aldrei ganga nema fyrir það að þessir strákar eru með svo rosalega mikla fótboltagreind. Þetta er ekkert eðlilegt og fyrir utan það hvað þeir eru rosalega duglegir. Þeir eru engum líkir,“ segir Freyr sem líður betur þegar að hann fær að vera í þjálfarahlutverkinu niður á hliðarlínunni. „Það er erfitt að vera þarna uppi en það góða við þetta er að ég má segja allt sem ég vil þegar að ég slekk á hljóðnemanum. Dómarinn getur ekkert sagt og ekki fjórði dómarinn heldur. Stundum er erfitt að ná sambandi strax niður á völl og þið vitið alveg hvernig ég er. Ég vil ná sambandi strax,“ segir Freyr Alexandersson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00 Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er yfirnjósnari íslenska karlalandsliðsins og hann hjálpaði til í leiknum í fyrradag þegar að strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli við Argentínu. Freyr var ekki bara að leikgreina Argentínu í undirbúningi fyrir leikinn heldur sat hann einnig upp í stúku og sendi skilaboð niður til þjálfarateymisins á bekknum. Hann var í raun að leikgreina í beinni og allt gekk upp. „Varnarleikur okkar tók vopnin frá þeim. Við tókum allt svæðið á bakvið varnarlínuna okkar í burtu og hjálparvörnin var sennilega sú besta sem ég hef séð í fótbolta. Ekki bara í íslenskum fótbolta heldur í fótbolta yfir höfuð,“ segir Freyr sem lét heyra í sér í stúkunni. „Við vorum með þá en samt var ótrúlega stressandi að vera þarna uppi með yfirsýn yfir allt. Mér leið samt ótrúlega vel.“ Eins og það er fyrir leikmenn að spila vel er það ótrúlega gefandi fyrir þjálfara og leikgreinendur að sjá leikáætlanir heppnast svona vel. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Það er alveg ótrúlega gaman þegar að þetta gengur upp og sem betur fer hefur þetta gengið ansi vel upp hjá okkur upp á síðkastið,“ segir Freyr.Ragnar Sigurðsson faðmar bróður sinn eftir leik.vísir/vilhelm„Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu. Maður er stressaður um að allt sem maður hefur undirbúið verið afgreitt með einhverju óvæntu frá andstæðingnum en þá er gott að vera með plan A og plan B.“ Það er svo eitt að undirbúa leikina vel og annað að spila þá. Það eru eftir allt saman leikmennirnir sem þurfa að fylgja eftir planinu og berjast fyrir öllu sem í boði er. Og það gera okkar menn. „Þetta myndi samt aldrei ganga nema fyrir það að þessir strákar eru með svo rosalega mikla fótboltagreind. Þetta er ekkert eðlilegt og fyrir utan það hvað þeir eru rosalega duglegir. Þeir eru engum líkir,“ segir Freyr sem líður betur þegar að hann fær að vera í þjálfarahlutverkinu niður á hliðarlínunni. „Það er erfitt að vera þarna uppi en það góða við þetta er að ég má segja allt sem ég vil þegar að ég slekk á hljóðnemanum. Dómarinn getur ekkert sagt og ekki fjórði dómarinn heldur. Stundum er erfitt að ná sambandi strax niður á völl og þið vitið alveg hvernig ég er. Ég vil ná sambandi strax,“ segir Freyr Alexandersson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00 Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00