Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 10:30 Hannes Þór Halldórsson brosmildur eftir leik í gær. vísir/getty „Það eru nokkur drauma augnablik sem að maður er með í hausnum þegar að maður fer inn í eitthvað eins og heimsmeistarakeppni. Vinirnir og fjölskyldan eru öll búin að tala um þetta, að verja víti frá Messi.“ Þetta sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skælbrosandi við Vísi rétt áður en að hann steig upp í rútu á Spartak-vellinum í gær og hélt áleiðis í flug heim með strákunum okkar. Hannes var maður leiksins í gær þegar að Ísland gerði 1-1 jafntefli við tvöfalda heimsmeistara Argentínu í fyrsta leik liðsins á HM 2018. Eins og heimsbyggðin veit varði Breiðhyltingurinn vítaspyrnu frá Lionel Messi sem á endanum tryggði okkar mönnum eitt stig.Stundin sem Hannes mun aldrei gleyma.vísir/gettyFrábær tölfræði „Auðvitað vill maður helst ekki lenda í því að fá á sig víti því við erum að reyna að ná úrslitum en svo þegar að dómarinn er búinn að flauta er næsta mál að Messi er að fara að skjóta. Þá hugsaði ég bara: OK, þetta er að fara að gerast. Ég ætla að taka þetta víti,“ sagði Hannes. Markvörðurinn magnaði, sem er nú búinn að verja samtals 21 skot frá Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í tveimur leikjum á stórmótum, er með magnaða tölfræði þegar kemur að því að verja vítaspyrnur. Hann hefur fengið 24 á sig í deildarleikjum og landsleikjum og aðeins 15 hafa farið inn. „Það er góð tölfræði en ég veit ekki hvort þetta séu allt varin víti. Stangirnar eru stundum með mér í liði. Ég hef alltaf verið með sterka vítatölfræði. Ég er reyndar ekki búinn að verja nógu mörg víti í ár en nú eru komin tvö í röð,“ segir Hannes sem hélt Randers upp í dönsku úrvalsdeildinni m.a. með því að verja víti á ögurstundi. „Vítaspyrnur hafa alltaf hentað mér vel. Ég er pressulaus í vítum sem markvörður og er með stóran faðm og yfirleitt hefur mér gengið vel að verja vítaspyrnur,“ segir hann.Hannes Þór heilsar föður sínum eftir leik sem var á staðnum þegar að sonurinn varði vítaspyrnu frá Messi.vísir/gettyPressulaus Hannes í raun naut þess að undirbúa sig fyrir vítaspyrnuna eftir að pólski dómarinn var búinn að blása í flautu sína. Það var aldrei séns að Hannesi yrði kennt um eitt eða neitt. Hann hafði allt að vinna. „Öll pressa í heiminum var á Messi þegar að hann var að fara að sparka á einhvern 34 ára gamlan leikstjóra og kvikmyndagerðarmann eins og ég las á Twitter. Ég fæ þarna upp í hendurnar eina af eftirminnilegustu stundum lífs míns,“ segir Hannes. „Fyrir mig var allt að vinna. Það var samt pressa því ætlum okkur hluti hérna. Þetta var dauðafæri fyrir þá að komast yfir og við vorum í basli á þessum tímapunkti.“ „Þetta er það sem að mann hefur dreymt um þannig að maður var kannsi 90 prósent svekktur og 10 prósent ekki svekktur þegar að vítaspyrnan var dæmd,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter þegar Hannes varði: „Vil hann taki á móti barninu mínu“ Lionel Messi steig á vítapunktinn gegn Hannesi Þór Halldórssyni í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu á HM í fótbolta. Íslenski leikstjórinn gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. 16. júní 2018 14:28 Sumarmessan: „Árni Gautur besti íslenski markvörðurinn“ Geta Þjóðverjar varið heimsmeistaratitil sinn? Strákarnir í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport reyndu að svara þeirri spurningu í liðnum Dynamo þrasið. 17. júní 2018 07:00 Þrír íslenskir í liði gærdagsins á HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik þjóðanna á HM í fótbolta í gær. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslendinga og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. 17. júní 2018 06:00 Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53 Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Sjá meira
„Það eru nokkur drauma augnablik sem að maður er með í hausnum þegar að maður fer inn í eitthvað eins og heimsmeistarakeppni. Vinirnir og fjölskyldan eru öll búin að tala um þetta, að verja víti frá Messi.“ Þetta sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skælbrosandi við Vísi rétt áður en að hann steig upp í rútu á Spartak-vellinum í gær og hélt áleiðis í flug heim með strákunum okkar. Hannes var maður leiksins í gær þegar að Ísland gerði 1-1 jafntefli við tvöfalda heimsmeistara Argentínu í fyrsta leik liðsins á HM 2018. Eins og heimsbyggðin veit varði Breiðhyltingurinn vítaspyrnu frá Lionel Messi sem á endanum tryggði okkar mönnum eitt stig.Stundin sem Hannes mun aldrei gleyma.vísir/gettyFrábær tölfræði „Auðvitað vill maður helst ekki lenda í því að fá á sig víti því við erum að reyna að ná úrslitum en svo þegar að dómarinn er búinn að flauta er næsta mál að Messi er að fara að skjóta. Þá hugsaði ég bara: OK, þetta er að fara að gerast. Ég ætla að taka þetta víti,“ sagði Hannes. Markvörðurinn magnaði, sem er nú búinn að verja samtals 21 skot frá Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í tveimur leikjum á stórmótum, er með magnaða tölfræði þegar kemur að því að verja vítaspyrnur. Hann hefur fengið 24 á sig í deildarleikjum og landsleikjum og aðeins 15 hafa farið inn. „Það er góð tölfræði en ég veit ekki hvort þetta séu allt varin víti. Stangirnar eru stundum með mér í liði. Ég hef alltaf verið með sterka vítatölfræði. Ég er reyndar ekki búinn að verja nógu mörg víti í ár en nú eru komin tvö í röð,“ segir Hannes sem hélt Randers upp í dönsku úrvalsdeildinni m.a. með því að verja víti á ögurstundi. „Vítaspyrnur hafa alltaf hentað mér vel. Ég er pressulaus í vítum sem markvörður og er með stóran faðm og yfirleitt hefur mér gengið vel að verja vítaspyrnur,“ segir hann.Hannes Þór heilsar föður sínum eftir leik sem var á staðnum þegar að sonurinn varði vítaspyrnu frá Messi.vísir/gettyPressulaus Hannes í raun naut þess að undirbúa sig fyrir vítaspyrnuna eftir að pólski dómarinn var búinn að blása í flautu sína. Það var aldrei séns að Hannesi yrði kennt um eitt eða neitt. Hann hafði allt að vinna. „Öll pressa í heiminum var á Messi þegar að hann var að fara að sparka á einhvern 34 ára gamlan leikstjóra og kvikmyndagerðarmann eins og ég las á Twitter. Ég fæ þarna upp í hendurnar eina af eftirminnilegustu stundum lífs míns,“ segir Hannes. „Fyrir mig var allt að vinna. Það var samt pressa því ætlum okkur hluti hérna. Þetta var dauðafæri fyrir þá að komast yfir og við vorum í basli á þessum tímapunkti.“ „Þetta er það sem að mann hefur dreymt um þannig að maður var kannsi 90 prósent svekktur og 10 prósent ekki svekktur þegar að vítaspyrnan var dæmd,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter þegar Hannes varði: „Vil hann taki á móti barninu mínu“ Lionel Messi steig á vítapunktinn gegn Hannesi Þór Halldórssyni í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu á HM í fótbolta. Íslenski leikstjórinn gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. 16. júní 2018 14:28 Sumarmessan: „Árni Gautur besti íslenski markvörðurinn“ Geta Þjóðverjar varið heimsmeistaratitil sinn? Strákarnir í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport reyndu að svara þeirri spurningu í liðnum Dynamo þrasið. 17. júní 2018 07:00 Þrír íslenskir í liði gærdagsins á HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik þjóðanna á HM í fótbolta í gær. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslendinga og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. 17. júní 2018 06:00 Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53 Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Sjá meira
Twitter þegar Hannes varði: „Vil hann taki á móti barninu mínu“ Lionel Messi steig á vítapunktinn gegn Hannesi Þór Halldórssyni í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu á HM í fótbolta. Íslenski leikstjórinn gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. 16. júní 2018 14:28
Sumarmessan: „Árni Gautur besti íslenski markvörðurinn“ Geta Þjóðverjar varið heimsmeistaratitil sinn? Strákarnir í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport reyndu að svara þeirri spurningu í liðnum Dynamo þrasið. 17. júní 2018 07:00
Þrír íslenskir í liði gærdagsins á HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik þjóðanna á HM í fótbolta í gær. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslendinga og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. 17. júní 2018 06:00
Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53