Aron Einar: Ákvað að sleppa því að fá treyjuna frá Messi Arnar Björnsson og Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 09:10 Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði var mættur á æfingu liðsins í Kabordinka í morgun. Fyrirliðinn var í endurheimt ásamt leikmönnum sem spiluðu hvað mest í gær á meðan varamenn tóku á því. „Það eru smá harðsperrur og stífleiki,“ segir Aron sem spilaði lengur en reiknað hafði verið með. „Mér leið mjög vel inni á vellinum. Þetta var ekkert mikið fram og aftur heldur varnarfærslur til hliðar sem að hentar mér. Fyrsta sem ég gerði í leiknum var að fara í návígi til að fá upp sjálfstraustið. Það setti standarinn og tóninn fyrir framhaldið. Mér leið vel en þegar ég fór útaf var ég gjörsamlega sigraður enda var kannski ekkert planið að spila 75 mínútur. Ánægður að hafa náð því að vera í þessum tempói allan leikinn.“Aron Einar eignaðist vin á leiðinni út á völl í gær.Vísir/VilhelmTilfinningarússíbani Fyrirliðinn er afar ánægður með stigið og hvernig leikurinn þróaðist. „Mér fannst fyrri hálfleikur mjög flottur hjá okkur, í seinni vorum við kannski aðeins of passívir. En við vorum bara ekki að halda boltanum nógu vel í seinni. Það má bæta en við erum mjög stoltir af því að hafa náð jafntefli gegn eins stóru liði og Argentínu.“ Hann segir það hafa stund tilfinninga þegar hann gekk inn á Spartak-leikvanginn. „Maður var fyrir fimm vikum nokkurn veginn búinn að afskrifa sjálfan sig. Svo fer ég í aðgerð, bara full steam ahead og reyna að ná þessu. Það tókst. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér hversu góð tilfinning það var að koma inn á og byrja þetta dæmi. Af því maður var á báðum áttum hvort maður myndi ná þessu. Sérstaklega fyrsta leik. Virkilega ánægður og stoltur, fyrst og fremst af strákunum hvernig við stóðum okkur í leiknum.“Strákarnir fagna marki Alfreðs aðeins fjórum mínútum eftir að Agüero skoraði fyrir Argentínu.vísir/vilhelmEnn stærri leikur gegn Nígeríu Hann hrósar leikmönnum og starfsfólki varðandi undirbúninginn í kringum leikinn. „Það hefur mikið púst farið í hann og þetta var langur aðdragandi. Búið að tala mikið um þennan Argentínuleik og svo bara spurning hvernig við höndluðum það. Mér fannst við gera það vel. Við byrjuðum af krafti, í fyrri hálfleik fengum við mikið af færum sem við hefðum getað nýtt betur. Seinni hálfleikurinn spilaðist of passívt og við droppuðum of langt niður.“ Íslenska liðið er komið með stig í fyrsta leik, en hvaða þýðingu hefur stigið? „Við þurfum klárlega að byggja ofan á þetta. Við höfum ekki unnið neitt þótt við höfum gert jafntefli gegn Argentínu. Nú er bara sett fulla ferð á Nígeríuleikinn og einbeita sér að því. Það er enn þá stærri leikur.“ Í framhaldinu gæti orðið úrslitaleikur gegn Króötum í Rostov við Don 26. júní. „Vonandi, okkur líður líka vel þegar það er mikið undir. Þessir leikir hafa spilast þannig á móti þeim. Það verður vonandi allt undir það og við í toppformi þegar kemur að því.“Lionel Messi, Aron Einar ásamt pólska dómaranum fyrir leik í gær.Vísir/GettyEinhver fékk treyju hjá MessiEn hvernig var að mæta Messi?„Erfitt, maður gerir sér grein fyrir því að gæinn er einn sá besti í heimi. Að spila á móti svona kvikum gæja er oft erfitt, sérstaklega þegar þú hefur verið svona lengi frá,“ segir Aron Einar Frægt var og mikið gert grín fyrir tveimur árum þegar Cristiano Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við Aron Einar eftir 1-1 jafnteflið á EM. Fór svo að Alfreð Finnbogason keypti handa Aroni treyju merkta Ronaldo. Var mikið hlegið. „Já, ég held að einhver hafi fengið treyju frá honum,“ segir Aron. „Ég ákvað að sleppa því.“Fyrirliðarnir í baráttunni á Spartak-leikvanginum í gær.Vísir/GettyFékk afsökunarbeiðni frá dómaranum Aron Einar gaf sér mikinn tíma til að ræða við fjölmiðla hér ytra í morgun. „Ég spjalla við ykkur alla,“ sagði hann í góðum gír. Aron Einar virtist slasast í leiknum þegar pólskur dómari leiksins gekk á hann. Aron féll í jörðina. Hann segir að hefði dómarinn gengið á vinstri ökklann þá hefði það klárað hann.„Mér var brugðið og dómaranum lika sem bað mig afsökunar,“ sagði Aron Einar í næsta viðtali við Fótbolta.net.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði var mættur á æfingu liðsins í Kabordinka í morgun. Fyrirliðinn var í endurheimt ásamt leikmönnum sem spiluðu hvað mest í gær á meðan varamenn tóku á því. „Það eru smá harðsperrur og stífleiki,“ segir Aron sem spilaði lengur en reiknað hafði verið með. „Mér leið mjög vel inni á vellinum. Þetta var ekkert mikið fram og aftur heldur varnarfærslur til hliðar sem að hentar mér. Fyrsta sem ég gerði í leiknum var að fara í návígi til að fá upp sjálfstraustið. Það setti standarinn og tóninn fyrir framhaldið. Mér leið vel en þegar ég fór útaf var ég gjörsamlega sigraður enda var kannski ekkert planið að spila 75 mínútur. Ánægður að hafa náð því að vera í þessum tempói allan leikinn.“Aron Einar eignaðist vin á leiðinni út á völl í gær.Vísir/VilhelmTilfinningarússíbani Fyrirliðinn er afar ánægður með stigið og hvernig leikurinn þróaðist. „Mér fannst fyrri hálfleikur mjög flottur hjá okkur, í seinni vorum við kannski aðeins of passívir. En við vorum bara ekki að halda boltanum nógu vel í seinni. Það má bæta en við erum mjög stoltir af því að hafa náð jafntefli gegn eins stóru liði og Argentínu.“ Hann segir það hafa stund tilfinninga þegar hann gekk inn á Spartak-leikvanginn. „Maður var fyrir fimm vikum nokkurn veginn búinn að afskrifa sjálfan sig. Svo fer ég í aðgerð, bara full steam ahead og reyna að ná þessu. Það tókst. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér hversu góð tilfinning það var að koma inn á og byrja þetta dæmi. Af því maður var á báðum áttum hvort maður myndi ná þessu. Sérstaklega fyrsta leik. Virkilega ánægður og stoltur, fyrst og fremst af strákunum hvernig við stóðum okkur í leiknum.“Strákarnir fagna marki Alfreðs aðeins fjórum mínútum eftir að Agüero skoraði fyrir Argentínu.vísir/vilhelmEnn stærri leikur gegn Nígeríu Hann hrósar leikmönnum og starfsfólki varðandi undirbúninginn í kringum leikinn. „Það hefur mikið púst farið í hann og þetta var langur aðdragandi. Búið að tala mikið um þennan Argentínuleik og svo bara spurning hvernig við höndluðum það. Mér fannst við gera það vel. Við byrjuðum af krafti, í fyrri hálfleik fengum við mikið af færum sem við hefðum getað nýtt betur. Seinni hálfleikurinn spilaðist of passívt og við droppuðum of langt niður.“ Íslenska liðið er komið með stig í fyrsta leik, en hvaða þýðingu hefur stigið? „Við þurfum klárlega að byggja ofan á þetta. Við höfum ekki unnið neitt þótt við höfum gert jafntefli gegn Argentínu. Nú er bara sett fulla ferð á Nígeríuleikinn og einbeita sér að því. Það er enn þá stærri leikur.“ Í framhaldinu gæti orðið úrslitaleikur gegn Króötum í Rostov við Don 26. júní. „Vonandi, okkur líður líka vel þegar það er mikið undir. Þessir leikir hafa spilast þannig á móti þeim. Það verður vonandi allt undir það og við í toppformi þegar kemur að því.“Lionel Messi, Aron Einar ásamt pólska dómaranum fyrir leik í gær.Vísir/GettyEinhver fékk treyju hjá MessiEn hvernig var að mæta Messi?„Erfitt, maður gerir sér grein fyrir því að gæinn er einn sá besti í heimi. Að spila á móti svona kvikum gæja er oft erfitt, sérstaklega þegar þú hefur verið svona lengi frá,“ segir Aron Einar Frægt var og mikið gert grín fyrir tveimur árum þegar Cristiano Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við Aron Einar eftir 1-1 jafnteflið á EM. Fór svo að Alfreð Finnbogason keypti handa Aroni treyju merkta Ronaldo. Var mikið hlegið. „Já, ég held að einhver hafi fengið treyju frá honum,“ segir Aron. „Ég ákvað að sleppa því.“Fyrirliðarnir í baráttunni á Spartak-leikvanginum í gær.Vísir/GettyFékk afsökunarbeiðni frá dómaranum Aron Einar gaf sér mikinn tíma til að ræða við fjölmiðla hér ytra í morgun. „Ég spjalla við ykkur alla,“ sagði hann í góðum gír. Aron Einar virtist slasast í leiknum þegar pólskur dómari leiksins gekk á hann. Aron féll í jörðina. Hann segir að hefði dómarinn gengið á vinstri ökklann þá hefði það klárað hann.„Mér var brugðið og dómaranum lika sem bað mig afsökunar,“ sagði Aron Einar í næsta viðtali við Fótbolta.net.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Sjá meira