Emil: Súrrealískt að þurfa að pæla í Messi fyrir aftan sig Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2018 16:34 Emil í leiknum í dag vísir/vilhelm Emil Hallfreðsson var einn af bestu mönnum vallarins í frábæru jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM í fótbolta í dag. „Þetta var æðisleg tilfinning að hafa klárað eitt stig út úr því hvernig staðan var, 1-1 með Messi á vítapunktinum. Frábært hjá Hannesi að verja þetta og mér fannst við hafa átt þetta skilið,“ sagði Emil í viðtali við Tómas Þór Þórðarson í Moskvu eftir leikinn. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik og Alfreð Finnbogason jafnaði leikinn aðeins fjórum mínútum seinna. Birkir Bjarnason var hársbreidd frá því að koma Íslendingum yfir snemma leiks. „Við gáfum allt í þetta, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við fengum nokkur færi og þeir fengu voða lítil svæði. Taktíkin okkar heppnaðist alveg ótrúlega vel.“ „Í seinni hálfleik var kannski smá þreyta, við vorum búnir að eyða ótrúlegri orku í því að verjast. Vissum að það er kannski svolítið langt í markið, en ég held að leikurinn okkar hafi gengið ágætlega upp.“ Emil var einn af þeim sem stóð upp úr í leiknum og var líklega að eiga einn sinn besta leik í íslensku landsliðstreyjunni. Hann var þó nokkuð hávær undir hrósi blaðamanna á staðnum. „Mér finnst ég vera búinn að eiga ágætisleiki í riðlakeppninni, en allt í lagi, segjum það bara. Mér fannst ég loka vel á þá, var alltaf með Messi fyrir aftan mig og þurfti alltaf að vera að pæla í honum. Það er svolítið fyndið og smá súrrealískt á milli, en maður gleymir því í hita leiksins.“ „Ég er bara ágætlega sáttur með mína frammistöðu,“ sagði Emil Hallfreðsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta mark Íslands á HM Alfreð Finnbogason skráði nafn sitt í sögubækurnar eftir að hann skoraði fyrsta mark Íslands í lokakeppni HM í knattspyrnu. 16. júní 2018 13:41 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Emil Hallfreðsson var einn af bestu mönnum vallarins í frábæru jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM í fótbolta í dag. „Þetta var æðisleg tilfinning að hafa klárað eitt stig út úr því hvernig staðan var, 1-1 með Messi á vítapunktinum. Frábært hjá Hannesi að verja þetta og mér fannst við hafa átt þetta skilið,“ sagði Emil í viðtali við Tómas Þór Þórðarson í Moskvu eftir leikinn. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik og Alfreð Finnbogason jafnaði leikinn aðeins fjórum mínútum seinna. Birkir Bjarnason var hársbreidd frá því að koma Íslendingum yfir snemma leiks. „Við gáfum allt í þetta, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við fengum nokkur færi og þeir fengu voða lítil svæði. Taktíkin okkar heppnaðist alveg ótrúlega vel.“ „Í seinni hálfleik var kannski smá þreyta, við vorum búnir að eyða ótrúlegri orku í því að verjast. Vissum að það er kannski svolítið langt í markið, en ég held að leikurinn okkar hafi gengið ágætlega upp.“ Emil var einn af þeim sem stóð upp úr í leiknum og var líklega að eiga einn sinn besta leik í íslensku landsliðstreyjunni. Hann var þó nokkuð hávær undir hrósi blaðamanna á staðnum. „Mér finnst ég vera búinn að eiga ágætisleiki í riðlakeppninni, en allt í lagi, segjum það bara. Mér fannst ég loka vel á þá, var alltaf með Messi fyrir aftan mig og þurfti alltaf að vera að pæla í honum. Það er svolítið fyndið og smá súrrealískt á milli, en maður gleymir því í hita leiksins.“ „Ég er bara ágætlega sáttur með mína frammistöðu,“ sagði Emil Hallfreðsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta mark Íslands á HM Alfreð Finnbogason skráði nafn sitt í sögubækurnar eftir að hann skoraði fyrsta mark Íslands í lokakeppni HM í knattspyrnu. 16. júní 2018 13:41 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Sjáðu fyrsta mark Íslands á HM Alfreð Finnbogason skráði nafn sitt í sögubækurnar eftir að hann skoraði fyrsta mark Íslands í lokakeppni HM í knattspyrnu. 16. júní 2018 13:41
Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00
Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03
Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10