Ragnar: Verðum að spila aðeins meiri sóknarbolta í næsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2018 16:29 Ragnar Sigurðsson fagnar upp í stúku eftir leik. Vísir/Getty Ragnar Sigurðsson átti mjög góðan leik í vörn íslenska liðsins í jafnteflinu á móti Argentínu á HM í Rússlandi í dag. Ragnar var ekki á því að íslenska liðið hafi verið að toppa sig með 1-1 jafntefli á móti fyrrverandi heimsmeisturum í frumraun sinni á HM. „Þetta er ekki toppurinn en þetta eru frábær úrslit fyrir okkur. Við hefðum kannski tekið þessi úrslit fyrir leikinn,“ sagði Ragnar og bætti við: „Mér fannst að við hefðum getað gert enn betur. Þetta er fyrsti leikurinn og við spiluðum svolítið meira varnarsinnaðan leik en við vonuðumst eftir í dag,“ sagði Ragnar „Við verðum að átta okkur á því að við erum að spila við bestu menn í heimi. Við enduðum á að bakka svolítið mikið en við gerðum það sem við þurftum til að ná í stig,“ sagði Ragnar en hvernig var að eiga við bestu menn í heimi. „Það er munur á þessu og ég finn sérstaklega fyrir því í markinu þeirra. Ég geri smá mistök, reyni að fara í boltann í stað þess að standa bara með honum. Ég missi hann hálft skref frá mér en ég skil ekki hvernig honum tókst að troða þessum bolta upp í samskeytin,“ sagði Ragnar. „Þetta er munurinn sem við erum að tala um. Maður má ekki missa hálfan metra á móti svona gæja. Þetta er einn besti framherji í heimi,“ sagði Ragnar um Sergio Aguero og markið hans. Argentínumenn settu mikla pressu á íslenska liðið í lokin en strákarnir féllu aftarlega og voru mjög þéttir. „Það er auðveldara að verjast svona heldur en að vera 1 á 1 í einhverju kapphlaupi. Okkur í öftustu línunni líður mjög vel í þessari stöðu en þetta verða rosalega mikil hlaup fyrir miðjumennina okkar,“ sagði Ragnar. „Ég held að við verðum að reyna að komast aðeins framar á völlinn og reyna að spila aðeins meiri sóknarbolta í næsta leik svo að strákarnir fyrir framan okkur verði ekki alveg búnir á því,“ sagði Ragnar. „Við erum búnir að sýna það að við getum unnið hvern sem er. Við ætlum okkur sigur í þessum leik en við tökum stigið. Miðað við það hvernig leikurinn spilaðist þá tökum við stigið,“ sagði Ragnar að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Sjá meira
Ragnar Sigurðsson átti mjög góðan leik í vörn íslenska liðsins í jafnteflinu á móti Argentínu á HM í Rússlandi í dag. Ragnar var ekki á því að íslenska liðið hafi verið að toppa sig með 1-1 jafntefli á móti fyrrverandi heimsmeisturum í frumraun sinni á HM. „Þetta er ekki toppurinn en þetta eru frábær úrslit fyrir okkur. Við hefðum kannski tekið þessi úrslit fyrir leikinn,“ sagði Ragnar og bætti við: „Mér fannst að við hefðum getað gert enn betur. Þetta er fyrsti leikurinn og við spiluðum svolítið meira varnarsinnaðan leik en við vonuðumst eftir í dag,“ sagði Ragnar „Við verðum að átta okkur á því að við erum að spila við bestu menn í heimi. Við enduðum á að bakka svolítið mikið en við gerðum það sem við þurftum til að ná í stig,“ sagði Ragnar en hvernig var að eiga við bestu menn í heimi. „Það er munur á þessu og ég finn sérstaklega fyrir því í markinu þeirra. Ég geri smá mistök, reyni að fara í boltann í stað þess að standa bara með honum. Ég missi hann hálft skref frá mér en ég skil ekki hvernig honum tókst að troða þessum bolta upp í samskeytin,“ sagði Ragnar. „Þetta er munurinn sem við erum að tala um. Maður má ekki missa hálfan metra á móti svona gæja. Þetta er einn besti framherji í heimi,“ sagði Ragnar um Sergio Aguero og markið hans. Argentínumenn settu mikla pressu á íslenska liðið í lokin en strákarnir féllu aftarlega og voru mjög þéttir. „Það er auðveldara að verjast svona heldur en að vera 1 á 1 í einhverju kapphlaupi. Okkur í öftustu línunni líður mjög vel í þessari stöðu en þetta verða rosalega mikil hlaup fyrir miðjumennina okkar,“ sagði Ragnar. „Ég held að við verðum að reyna að komast aðeins framar á völlinn og reyna að spila aðeins meiri sóknarbolta í næsta leik svo að strákarnir fyrir framan okkur verði ekki alveg búnir á því,“ sagði Ragnar. „Við erum búnir að sýna það að við getum unnið hvern sem er. Við ætlum okkur sigur í þessum leik en við tökum stigið. Miðað við það hvernig leikurinn spilaðist þá tökum við stigið,“ sagði Ragnar að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Sjá meira